Telja sig ekki brjóta neinar verkfallsreglur Bjarki Sigurðsson skrifar 29. október 2024 13:21 Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Sigurjón Ólason Sveitarstjóri Skagafjarðar segir túlkun sveitarfélagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) þannig að heimilt sé að starfsmenn ekki í verkfalli haldi starfsemi leikskólans Ársala gangandi. Enginn gangi í störf þeirra sem eru í verkfalli. Enn er langt á milli Kennarasambandsins, ríkis og sveitarfélaga í kjaraviðræðum. Samningafundi lauk í gær án niðurstöðu og fyrstu verkföllin eru skollin á. Kennarar níu skóla víðs vegar um landið lögðu niður störf á miðnætti, þar á meðal í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki. Þrátt fyrir boðað verkfall fengu foreldrar barna í skólanum tölvupóst síðdegis í gær þar sem tilkynnt var að skerðing yrði á starfsemi leikskólans. Opnunartími yrði frá 8:20 til 15:40 og var feitletrað í póstinum, til að leggja áherslu á það, að barnið mætti mæta í skólann. Telur Kennarasambandið sveitarfélagið með þessu brjóta viðmiðunarreglur sambandsins í verkfalli. Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segist verulega ósáttur með viðbrögð Skagafjarðar. „Við vissum að við þurfum að fjárfesta í kennurum en kannski miðað við þetta er greinilegt að við þurfum að fjárfesta í betra sveitarstjórnarfólki,“ segir Haraldur. Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, að túlkun starfsmanna sveitarfélagsins og SÍS sé á þann veg að heimilt sé að þeir starfsmenn sem ekki eru í verkfalli haldi starfsemi leikskólans gangandi eins og við á. „Fyrir þessu eru fjölmörg fordæmi, meðal annars í fyrri verkföllum leikskólakennara. Það er því ekki er skylt að loka starfseminni þrátt fyrir verkfall hluta starfsmanna. Skipulagið okkar er með þeim hætti að ekki er gengið í störf þeirra sem eru í verkfalli og við virðum að sjálfsögðu verkfallsrétt þeirra starfsmanna sem hafa lagt niður störf,“ segir Sigfús. Skóla- og menntamál Leikskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Skagafjörður Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Enn er langt á milli Kennarasambandsins, ríkis og sveitarfélaga í kjaraviðræðum. Samningafundi lauk í gær án niðurstöðu og fyrstu verkföllin eru skollin á. Kennarar níu skóla víðs vegar um landið lögðu niður störf á miðnætti, þar á meðal í leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki. Þrátt fyrir boðað verkfall fengu foreldrar barna í skólanum tölvupóst síðdegis í gær þar sem tilkynnt var að skerðing yrði á starfsemi leikskólans. Opnunartími yrði frá 8:20 til 15:40 og var feitletrað í póstinum, til að leggja áherslu á það, að barnið mætti mæta í skólann. Telur Kennarasambandið sveitarfélagið með þessu brjóta viðmiðunarreglur sambandsins í verkfalli. Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segist verulega ósáttur með viðbrögð Skagafjarðar. „Við vissum að við þurfum að fjárfesta í kennurum en kannski miðað við þetta er greinilegt að við þurfum að fjárfesta í betra sveitarstjórnarfólki,“ segir Haraldur. Í svari við skriflegri fyrirspurn fréttastofu segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, að túlkun starfsmanna sveitarfélagsins og SÍS sé á þann veg að heimilt sé að þeir starfsmenn sem ekki eru í verkfalli haldi starfsemi leikskólans gangandi eins og við á. „Fyrir þessu eru fjölmörg fordæmi, meðal annars í fyrri verkföllum leikskólakennara. Það er því ekki er skylt að loka starfseminni þrátt fyrir verkfall hluta starfsmanna. Skipulagið okkar er með þeim hætti að ekki er gengið í störf þeirra sem eru í verkfalli og við virðum að sjálfsögðu verkfallsrétt þeirra starfsmanna sem hafa lagt niður störf,“ segir Sigfús.
Skóla- og menntamál Leikskólar Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Kennaraverkfall 2024 Börn og uppeldi Skagafjörður Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira