Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump Árni Sæberg skrifar 5. nóvember 2024 13:55 Svo virðist sem fylgni sé á milli þess að vilja sjá Sigmund Davíð í ríkisstjórn og að sjá Donald Trump í embætti forseta Bandaríkjanna. Vísir/Chip Somodevilla/getty Afgerandi meirihluti Íslendinga vill að Kamala Harris vinni kosningarnar vestanhafs í dag. 41 prósent þeirra sem segjast munu kjósa Miðflokkinn í komandi alþingiskosningum vilja aftur á móti sjá Trump vinna. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Prósent framkvæmdi dagana 1. til 5. nóvember. Í tilkynningu Prósents segir að 2.200 manna úrtak hafi verið spurt eftirfarandi spurningar og 48 prósent svarað: Kosið verður til embættis forseta Bandaríkjanna þann 5. nóvember næstkomandi. Hvor frambjóðandinn vonar þú að sigri [svo] forsetakosningarnar í Bandaríkjunum? 89 prósent svarenda sem tóku afstöðu voni að Kamala Harris vinni kosningarnar og ellefu prósent að Donald Trump vinni kosningarnar. Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðuPrósent Konur vilja enn frekar að konan vinni Marktækt hærra hlutfall kvenna en karla voni að Kamala Harris vinni, eða 93 prósent kvenna og 84 prósent karla. Niðurstöður eftir kyni.Prósent Miðflokksmenn vilja Trump frekar en Píratar alls ekki Marktækur munur sé á afstöðu til spurningarinnar eftir fylgi flokka. Marktækt hærra hlutfall þeirra sem myndu kjósa Miðflokkinn ef gengið yrði til þingkosningar í dag voni að Donald Trump myndi vinna en þau sem myndu kjósa aðra stjórnmálaflokka. Niðurstöður eftir fylgi flokka.Prósent Þá vilji 99 prósent þeirra sem segjast munu kjósa Pírata að Harris vinni og 98 prósent bæði þeirra sem segjast munu kjósa Viðreisn og Samfylkinguna. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Miðflokkurinn Skoðanakannanir Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Sjá meira
Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem Prósent framkvæmdi dagana 1. til 5. nóvember. Í tilkynningu Prósents segir að 2.200 manna úrtak hafi verið spurt eftirfarandi spurningar og 48 prósent svarað: Kosið verður til embættis forseta Bandaríkjanna þann 5. nóvember næstkomandi. Hvor frambjóðandinn vonar þú að sigri [svo] forsetakosningarnar í Bandaríkjunum? 89 prósent svarenda sem tóku afstöðu voni að Kamala Harris vinni kosningarnar og ellefu prósent að Donald Trump vinni kosningarnar. Niðurstöður þeirra sem tóku afstöðuPrósent Konur vilja enn frekar að konan vinni Marktækt hærra hlutfall kvenna en karla voni að Kamala Harris vinni, eða 93 prósent kvenna og 84 prósent karla. Niðurstöður eftir kyni.Prósent Miðflokksmenn vilja Trump frekar en Píratar alls ekki Marktækur munur sé á afstöðu til spurningarinnar eftir fylgi flokka. Marktækt hærra hlutfall þeirra sem myndu kjósa Miðflokkinn ef gengið yrði til þingkosningar í dag voni að Donald Trump myndi vinna en þau sem myndu kjósa aðra stjórnmálaflokka. Niðurstöður eftir fylgi flokka.Prósent Þá vilji 99 prósent þeirra sem segjast munu kjósa Pírata að Harris vinni og 98 prósent bæði þeirra sem segjast munu kjósa Viðreisn og Samfylkinguna.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Miðflokkurinn Skoðanakannanir Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Sjá meira