Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Árni Sæberg skrifar 7. nóvember 2024 09:40 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið er til húsa í Sjávarútvegshúsinu við Skúlagötu 4 í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi skrifstofustjóri fær ekki tæpar 24 milljónir króna sem Landsréttur hafði dæmt honum vegna niðurlagningar á stöðu hans. Hæstiréttur telur ekkert hafa komið fram í málinu sem benti til þess að staðan hefði verið lögð niður gagngert til að losna við skrifstofustjórann. Landsréttur dæmdi íslenska ríkið í fyrra til að greiða manninum, sem var skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 23,6 milljónir króna í skaða- og miskbætur vegna ólögmætrar niðurlagningar ráðherra á embætti hans. Var til rannsóknar vegna afskipta af lögum um fiskeldi Landsréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms og komst að þeirri niðurstöðu að ávirðingar á hendur embættismanninum hafi haft áhrif á ákvörðun ráðherra. Héraðssaksóknari var með aðkomu hans að birtingu laga um laxeldi til rannsóknar. Umræddar ávirðingar tengdust skýrslu ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, sem kom út í byrjun síðasta árs. Var þar fjallað með alvarlegum hætti um kröfu skrifstofustjórans um að fresta birtingu laga um laxeldi um rúmar fjórar vikur. Það hafi haft í för með sér að laxeldisfyrirtækjum gæfist svigrúm til að skila inn gögnum til Skipulagsstofnunar samkvæmt eldri lögum um fiskeldi. Hafi maðurinn verið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna þessa en málið var látið niður falla þar sem ekki var hægt að sýna fram á að hann hafi misnotað aðstöðu sína. Skipulagsbreytingar ekki til málamynda Í dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn og ríkið hafi einkum deilt um það hvort embætti mannsins hefði verið lagt niður vegna skipulagsbreytinga eða hvort starfslok hans hefðu í reynd grundvallast á ávirðingum vegna embættisfærslu hans sem fara hefði átt með samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Hæstiréttur hafi talið ekkert hafa komið fram í málinu um að skipulagsbreytingarnar hefðu verið til málamynda eða í reynd haft það að markmiði að leiða til lausnar mannsins frá embætti. Þá hafi einnig verið horft til þess að fyrir lá að hvorki ráðherra né ráðuneytisstjóra hefði verið kunnugt um ávirðingar í garð mannsins þegar breytingarnar voru afráðnar. Ekki yrði litið svo á að svigrúm ráðuneytisins til að leggja mat á hvort réttmætt væri að leggja niður embætti hans vegna skipulagsbreytinga hefði verið takmarkaðra vegna þess að ávirðingar voru komnar fram sem mögulega gátu leitt til áminningar eða jafnvel tafarlausrar lausnar um stundarsakir. Máttu líta til þess hvernig maðurinn hagaði störfum sínum Hefðu stjórnendur ráðuneytisins notið ákveðins svigrúms til að meta hvort það þjónaði hagsmunum ríkisins að skrifstofustjórinn héldi áfram störfum út skipunartíma sinn en hann hafi óskað eftir því við ráðuneytisstjóra eftir tilkynnt var um skipulagsbreytinguna. Ekki hefði verið ómálefnalegt að horfa í því tilliti meðal annars til þess hvernig hann hefði hagað störfum í embættistíð sinni. Að öllu virtu hafi Hæstiréttur talið að ráðuneytið hefði lagt nægilegan grunn að þeirri niðurstöðu sinni að ekki kæmi til greina að skrifstofustjórinn starfaði þar áfram eftir að skipulagsbreytingar hefðu komið til framkvæmda. Niðurlagning embættis hans og lausn hefði því verið reist á málefnalegum sjónarmiðum. Þá hafi ekki verið fallist á að ákvörðunin hefði brotið gegn sjónarmiðum um jafnræði og meðalhóf eins og atvikum málsins væri háttað. Yrði ekki litið svo á að ákvörðun ráðherra um niðurlagningu embættisins hefði í reynd haft það að markmiði að komast hjá því að fylgja lögboðinni málsmeðferð sem ætlað væri að tryggja réttaröryggi skrifstofustjórans. Því var íslenska ríkið sýknað af kröfum skrifstofustjórans. Málskostnaður milli aðila var felldur niður. Stjórnsýsla Dómsmál Tengdar fréttir Fær 24 milljónir vegna ólögmætrar uppsagnar í ráðuneyti Landsréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða fyrrverandi skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 23,6 milljónir króna í skaða- og miskbætur vegna ólögmætrar niðurlagningar ráðherra á embætti hans. 24. nóvember 2023 23:14 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira
Landsréttur dæmdi íslenska ríkið í fyrra til að greiða manninum, sem var skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 23,6 milljónir króna í skaða- og miskbætur vegna ólögmætrar niðurlagningar ráðherra á embætti hans. Var til rannsóknar vegna afskipta af lögum um fiskeldi Landsréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms og komst að þeirri niðurstöðu að ávirðingar á hendur embættismanninum hafi haft áhrif á ákvörðun ráðherra. Héraðssaksóknari var með aðkomu hans að birtingu laga um laxeldi til rannsóknar. Umræddar ávirðingar tengdust skýrslu ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi, sem kom út í byrjun síðasta árs. Var þar fjallað með alvarlegum hætti um kröfu skrifstofustjórans um að fresta birtingu laga um laxeldi um rúmar fjórar vikur. Það hafi haft í för með sér að laxeldisfyrirtækjum gæfist svigrúm til að skila inn gögnum til Skipulagsstofnunar samkvæmt eldri lögum um fiskeldi. Hafi maðurinn verið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna þessa en málið var látið niður falla þar sem ekki var hægt að sýna fram á að hann hafi misnotað aðstöðu sína. Skipulagsbreytingar ekki til málamynda Í dómi Hæstaréttar, sem kveðinn var upp í gær, segir að maðurinn og ríkið hafi einkum deilt um það hvort embætti mannsins hefði verið lagt niður vegna skipulagsbreytinga eða hvort starfslok hans hefðu í reynd grundvallast á ávirðingum vegna embættisfærslu hans sem fara hefði átt með samkvæmt lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Hæstiréttur hafi talið ekkert hafa komið fram í málinu um að skipulagsbreytingarnar hefðu verið til málamynda eða í reynd haft það að markmiði að leiða til lausnar mannsins frá embætti. Þá hafi einnig verið horft til þess að fyrir lá að hvorki ráðherra né ráðuneytisstjóra hefði verið kunnugt um ávirðingar í garð mannsins þegar breytingarnar voru afráðnar. Ekki yrði litið svo á að svigrúm ráðuneytisins til að leggja mat á hvort réttmætt væri að leggja niður embætti hans vegna skipulagsbreytinga hefði verið takmarkaðra vegna þess að ávirðingar voru komnar fram sem mögulega gátu leitt til áminningar eða jafnvel tafarlausrar lausnar um stundarsakir. Máttu líta til þess hvernig maðurinn hagaði störfum sínum Hefðu stjórnendur ráðuneytisins notið ákveðins svigrúms til að meta hvort það þjónaði hagsmunum ríkisins að skrifstofustjórinn héldi áfram störfum út skipunartíma sinn en hann hafi óskað eftir því við ráðuneytisstjóra eftir tilkynnt var um skipulagsbreytinguna. Ekki hefði verið ómálefnalegt að horfa í því tilliti meðal annars til þess hvernig hann hefði hagað störfum í embættistíð sinni. Að öllu virtu hafi Hæstiréttur talið að ráðuneytið hefði lagt nægilegan grunn að þeirri niðurstöðu sinni að ekki kæmi til greina að skrifstofustjórinn starfaði þar áfram eftir að skipulagsbreytingar hefðu komið til framkvæmda. Niðurlagning embættis hans og lausn hefði því verið reist á málefnalegum sjónarmiðum. Þá hafi ekki verið fallist á að ákvörðunin hefði brotið gegn sjónarmiðum um jafnræði og meðalhóf eins og atvikum málsins væri háttað. Yrði ekki litið svo á að ákvörðun ráðherra um niðurlagningu embættisins hefði í reynd haft það að markmiði að komast hjá því að fylgja lögboðinni málsmeðferð sem ætlað væri að tryggja réttaröryggi skrifstofustjórans. Því var íslenska ríkið sýknað af kröfum skrifstofustjórans. Málskostnaður milli aðila var felldur niður.
Stjórnsýsla Dómsmál Tengdar fréttir Fær 24 milljónir vegna ólögmætrar uppsagnar í ráðuneyti Landsréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða fyrrverandi skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 23,6 milljónir króna í skaða- og miskbætur vegna ólögmætrar niðurlagningar ráðherra á embætti hans. 24. nóvember 2023 23:14 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira
Fær 24 milljónir vegna ólögmætrar uppsagnar í ráðuneyti Landsréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða fyrrverandi skrifstofustjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 23,6 milljónir króna í skaða- og miskbætur vegna ólögmætrar niðurlagningar ráðherra á embætti hans. 24. nóvember 2023 23:14