Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 9. nóvember 2024 11:32 Allt of gróflega er verið að skera niður, draga úr þjónustu við börn eins og rakið er í mörgum liðum í yfirliti frá skóla- og frístundasviði í Greinargerð fagsviða sem birt var með í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025. Brúa á 1,1 ma.kr. halla sem er fullkomlega óraunhæft ef ekki á að koma illa niður á þjónustu við börn. Óumflýjanlegt er að skerðingarnar komi niður á þjónustu við börn. Hér verða tekin nokkur dæmi. Hagræða á í Brúarskóla sem er löngu sprunginn. Taka á upp samkennslu 1.-2. bekk og 3.-4. bekk sem leiða mun til þess að hvert barn fær minni athygli. Ráðast skal í að fresta verkefnum eins og „Fyrr á frístundaheimili“. Niðurskurðarhnífnum er jafnframt beitt á þjónustu frístundaheimila. Stytta á opnunartíma frístundaheimila frá skólabyrjun til skólaslita. Fækka á keyptum kennslustundum af tónlistarskólum og breyta samningi við Myndlistarskólann. Listinn er mun lengri og þess utan á að hækka gjaldskrár um 3,5% þann 1. janúar 2025. Ekki gert ráð fyrir óvissuþáttum Flokkur fólksins hefur áhyggjur af fjölda verkefna sem tengjast líðan barna og unglinga og sem snúa að því að sporna við einelti, ofbeldi og hatursumræðu. Einnig verkefnum sem tengjast álagi á starfsfólk og fjarvistum vegna veikinda. Það kann ekki góðri lukku að stýra að hagræða svo mikið að ekkert svigrúm er til veita aðstoð ef upp koma óvænt tilfelli/atvik. Flokkur fólksins vill nefna hér nokkur brýn dæmi sem borgin ætti að stíga inn með fjárhagsstuðning og ekki síst sálrænan stuðning í formi áfallahjálpar. Fyrst er að nefna þolendur bakteríusýkingar e.coli sem kom upp á leikskólanum Mánagarði. Bjóða ætti foreldrum, börnum og starfsfólki á Mánagarði áfallahjálp og /eða annan stuðning eftir atvikum/þörfum. Það er það minnsta sem borgin getur gert í svona aðstæðum til að hjálpa fólkinu sem tengdist þessu erfiða máli að ná sér. Fleiri mál má nefna sem borgin þarf að stíga inn í og veita bæði fjármagn og andlega aðstoð. Flokkur fólksins leggur til að styrkur sá sem Reykjavíkurborg ætlar að veita Foreldrahúsi að upphæð 10 m.kr. verði hækkaður. Í stað 10 m.kr. verði styrkurinn 15 m.kr. Það er hætta á að Foreldrahús þurfi að leggja niður starfsemi sína vegna fjárskorts. Um er að ræða eina úrræðið sem foreldrum barna og ungmenn í vímuefnavanda stendur til boða. Þriðja atriðið sem mætti nefna er afleiðingar myglu og raka í skólabyggingum. Borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði árið 2023 fram tillögu um skaðabætur til þeirra sem komu verst út úr veikindum og fjarveru vegna myglu í skólahúsnæði. Dæmi eru um að starfsfólk hafi hrökklast úr starfi vegna veikinda tengdum myglu og að einhver börn séu orðin langveik og veikindin rakin til myglu- og raka í skólabyggingu. Nefna má í þessu sambandi þrautagöngu Laugarnesskóla. Vitlaust gefið Flokkur fólksins hefur sagt það árum saman að það hefur ekki verið rétt gefið rétt í þessari borg, forgangsröðun hefur verið röng. Börn og viðkvæmir minnihlutahópar hafa orðið verst fyrir barðinu á rangri forgangsröðun fjármagns. Nóg er nú samt lagt á börnin um þessar mundir, mörg eru að koma illa út námslega, líður illa og mörg hafa hallað sér í meiri mæli en gott er að símum og samfélagsmiðlum. Það væri nær að styrkja og auka þjónustu við börn og fjölskyldur í stað þess að skerða þjónustu við börn og ungmenni. Flokkur fólksins vill að fólkið sé sett í forgang, Fólkið fyrst og svo allt hitt. , sálfræðingur er borgarfulltrúi Flokks fólksins og skipar einnig 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi Alþingiskosningum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Grunnskólar Leikskólar Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Allt of gróflega er verið að skera niður, draga úr þjónustu við börn eins og rakið er í mörgum liðum í yfirliti frá skóla- og frístundasviði í Greinargerð fagsviða sem birt var með í Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025. Brúa á 1,1 ma.kr. halla sem er fullkomlega óraunhæft ef ekki á að koma illa niður á þjónustu við börn. Óumflýjanlegt er að skerðingarnar komi niður á þjónustu við börn. Hér verða tekin nokkur dæmi. Hagræða á í Brúarskóla sem er löngu sprunginn. Taka á upp samkennslu 1.-2. bekk og 3.-4. bekk sem leiða mun til þess að hvert barn fær minni athygli. Ráðast skal í að fresta verkefnum eins og „Fyrr á frístundaheimili“. Niðurskurðarhnífnum er jafnframt beitt á þjónustu frístundaheimila. Stytta á opnunartíma frístundaheimila frá skólabyrjun til skólaslita. Fækka á keyptum kennslustundum af tónlistarskólum og breyta samningi við Myndlistarskólann. Listinn er mun lengri og þess utan á að hækka gjaldskrár um 3,5% þann 1. janúar 2025. Ekki gert ráð fyrir óvissuþáttum Flokkur fólksins hefur áhyggjur af fjölda verkefna sem tengjast líðan barna og unglinga og sem snúa að því að sporna við einelti, ofbeldi og hatursumræðu. Einnig verkefnum sem tengjast álagi á starfsfólk og fjarvistum vegna veikinda. Það kann ekki góðri lukku að stýra að hagræða svo mikið að ekkert svigrúm er til veita aðstoð ef upp koma óvænt tilfelli/atvik. Flokkur fólksins vill nefna hér nokkur brýn dæmi sem borgin ætti að stíga inn með fjárhagsstuðning og ekki síst sálrænan stuðning í formi áfallahjálpar. Fyrst er að nefna þolendur bakteríusýkingar e.coli sem kom upp á leikskólanum Mánagarði. Bjóða ætti foreldrum, börnum og starfsfólki á Mánagarði áfallahjálp og /eða annan stuðning eftir atvikum/þörfum. Það er það minnsta sem borgin getur gert í svona aðstæðum til að hjálpa fólkinu sem tengdist þessu erfiða máli að ná sér. Fleiri mál má nefna sem borgin þarf að stíga inn í og veita bæði fjármagn og andlega aðstoð. Flokkur fólksins leggur til að styrkur sá sem Reykjavíkurborg ætlar að veita Foreldrahúsi að upphæð 10 m.kr. verði hækkaður. Í stað 10 m.kr. verði styrkurinn 15 m.kr. Það er hætta á að Foreldrahús þurfi að leggja niður starfsemi sína vegna fjárskorts. Um er að ræða eina úrræðið sem foreldrum barna og ungmenn í vímuefnavanda stendur til boða. Þriðja atriðið sem mætti nefna er afleiðingar myglu og raka í skólabyggingum. Borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði árið 2023 fram tillögu um skaðabætur til þeirra sem komu verst út úr veikindum og fjarveru vegna myglu í skólahúsnæði. Dæmi eru um að starfsfólk hafi hrökklast úr starfi vegna veikinda tengdum myglu og að einhver börn séu orðin langveik og veikindin rakin til myglu- og raka í skólabyggingu. Nefna má í þessu sambandi þrautagöngu Laugarnesskóla. Vitlaust gefið Flokkur fólksins hefur sagt það árum saman að það hefur ekki verið rétt gefið rétt í þessari borg, forgangsröðun hefur verið röng. Börn og viðkvæmir minnihlutahópar hafa orðið verst fyrir barðinu á rangri forgangsröðun fjármagns. Nóg er nú samt lagt á börnin um þessar mundir, mörg eru að koma illa út námslega, líður illa og mörg hafa hallað sér í meiri mæli en gott er að símum og samfélagsmiðlum. Það væri nær að styrkja og auka þjónustu við börn og fjölskyldur í stað þess að skerða þjónustu við börn og ungmenni. Flokkur fólksins vill að fólkið sé sett í forgang, Fólkið fyrst og svo allt hitt. , sálfræðingur er borgarfulltrúi Flokks fólksins og skipar einnig 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi Alþingiskosningum
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun