Bilunin á afar erfiðum stað og bærinn áfram keyrður á varaafli Árni Sæberg skrifar 9. desember 2024 13:51 Það er mikið um að vera í Vík í Mýrdal og þar í kring um helgina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bilanaleit á Víkurstreng hefur staðið yfir frá því snemma í morgun. Nú rétt eftir hádegi kom í ljós að líklegast er bilunin staðsett í strengnum þar sem hann er plægður undir Skógá. Vík í Mýrdal verður áfram keyrð á varaafli. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að áin hafi flætt yfir bakka sína í vatnsveðri og leysingum í nótt og í henni sé gífurlega mikið vatn. Ólíklegt þyki að vatnsborð árinnar lækki nægilega í dag til að hægt verði að hefja viðgerð. „Þessi staðsetning er afar erfið og aðstæður hættulegar og mun það tefja viðgerð þar sem ekki þykir forsvaranlegt að senda framkvæmdaflokka til að lagfæra strenginn nærri ánni eða undir brúnni yfir hana. Allir okkar verktakar og starfsfólk á svæðinu er tilbúið að mæta til viðgerðar um leið og færi gefst.“ Von á öflugum varaaflsvélum Ljóst sé að keyra þurfi varaafl í Vík og Mýrdal í nokkurn tíma. Von sé á öflugum varaaflsvélum til Víkur í kringum klukkan 15, sem sé seinna en áður hafði verið gefið út. Varaflsvél frá RARIK sé einnig á leiðinni frá Stöðvarfirði. Minni varaaflsvél RARIK sem staðsett er í Vík sé í gangi og svo vel hafi viljað til að færanleg varaaflsvél RARIK hafi þegar verið í bænum og hafi verið gangsett. Varatenging frá Klaustri hafi einnig verið virkjuð og hún hafi náð að halda rafmagni inni á hluta bæjarins. Fleiri viðskiptavinir séu nú með rafmagn en voru í morgun en enn sé hluti Víkur og Mýrdalur án rafmagns. Íris Guðnadóttir, einn landeigenda í Reynisfjöru, segir í tilkynningu til fréttastofu að rafmagnslaust hafi verið í Reynishverfi og Mýrdal síðan í nótt. „Það veldur því að símasendar eru dottnir út því varaafl á þeim er bara einhverjar klukkustundir,“ segir Íris. „Það er því símasambandslaust t.d. á Dyrhólaey og í Reynisfjöru, hvorki íbúar né gestir geta t.d. hring í 112. Bara í Reynisfjöru koma 2.000 manns á dag.“ Þetta gerist reglulega. Mýrdalshreppur Orkumál Veður Tengdar fréttir Tvö þúsund ferðamenn án sambands: „Við erum mjög stressaðir yfir þessu“ Rafmagnsleysi í Mýrdal olli því að símasambandslaust var á stóru svæði í Mýrdal, þar á meðal í Reynisfjöru og Reynishverfi, fram eftir degi. Landeigandi á svæðinu segir óboðlegt að símasamband detti út á svæðinu svo lengi, sér í lagi í ljósi þess fjölda ferðamanna sem sækir Reynisfjöru. 2. september 2024 15:36 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að áin hafi flætt yfir bakka sína í vatnsveðri og leysingum í nótt og í henni sé gífurlega mikið vatn. Ólíklegt þyki að vatnsborð árinnar lækki nægilega í dag til að hægt verði að hefja viðgerð. „Þessi staðsetning er afar erfið og aðstæður hættulegar og mun það tefja viðgerð þar sem ekki þykir forsvaranlegt að senda framkvæmdaflokka til að lagfæra strenginn nærri ánni eða undir brúnni yfir hana. Allir okkar verktakar og starfsfólk á svæðinu er tilbúið að mæta til viðgerðar um leið og færi gefst.“ Von á öflugum varaaflsvélum Ljóst sé að keyra þurfi varaafl í Vík og Mýrdal í nokkurn tíma. Von sé á öflugum varaaflsvélum til Víkur í kringum klukkan 15, sem sé seinna en áður hafði verið gefið út. Varaflsvél frá RARIK sé einnig á leiðinni frá Stöðvarfirði. Minni varaaflsvél RARIK sem staðsett er í Vík sé í gangi og svo vel hafi viljað til að færanleg varaaflsvél RARIK hafi þegar verið í bænum og hafi verið gangsett. Varatenging frá Klaustri hafi einnig verið virkjuð og hún hafi náð að halda rafmagni inni á hluta bæjarins. Fleiri viðskiptavinir séu nú með rafmagn en voru í morgun en enn sé hluti Víkur og Mýrdalur án rafmagns. Íris Guðnadóttir, einn landeigenda í Reynisfjöru, segir í tilkynningu til fréttastofu að rafmagnslaust hafi verið í Reynishverfi og Mýrdal síðan í nótt. „Það veldur því að símasendar eru dottnir út því varaafl á þeim er bara einhverjar klukkustundir,“ segir Íris. „Það er því símasambandslaust t.d. á Dyrhólaey og í Reynisfjöru, hvorki íbúar né gestir geta t.d. hring í 112. Bara í Reynisfjöru koma 2.000 manns á dag.“ Þetta gerist reglulega.
Mýrdalshreppur Orkumál Veður Tengdar fréttir Tvö þúsund ferðamenn án sambands: „Við erum mjög stressaðir yfir þessu“ Rafmagnsleysi í Mýrdal olli því að símasambandslaust var á stóru svæði í Mýrdal, þar á meðal í Reynisfjöru og Reynishverfi, fram eftir degi. Landeigandi á svæðinu segir óboðlegt að símasamband detti út á svæðinu svo lengi, sér í lagi í ljósi þess fjölda ferðamanna sem sækir Reynisfjöru. 2. september 2024 15:36 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Tvö þúsund ferðamenn án sambands: „Við erum mjög stressaðir yfir þessu“ Rafmagnsleysi í Mýrdal olli því að símasambandslaust var á stóru svæði í Mýrdal, þar á meðal í Reynisfjöru og Reynishverfi, fram eftir degi. Landeigandi á svæðinu segir óboðlegt að símasamband detti út á svæðinu svo lengi, sér í lagi í ljósi þess fjölda ferðamanna sem sækir Reynisfjöru. 2. september 2024 15:36