Telur Sigurð Inga hafa misnotað umboð sitt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2024 11:14 Fulltrúar sveitarfélaganna ellefu sem undirrituðu samkomulagið í liðinni viku á Skógum. Sigurður Ingi er með þeim á myndinni. Vísir/Magnús Hlynur Landvernd segir Sigurð Inga Jóhannsson fjármála- og innviðaráðherra hafa misnotað umboð sitt með því að staðfesta svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið næstu tuttugu árin. Um sé að ræða stefnumarkandi mál sem óeðlilegt sé að starfsstjórn keyri áfram í tómarúmi. Þann 2. desember birtist tilkynning á vef Stjórnarráðsins þess efnis að Sigurður Ingi hefði staðfest Svæðisskipulag Suðurhálendis 2022-2042 sem ellefu sveitarfélög á Suðurlandi standa að. Svæðisskipulagið hefði áður verið samþykkt í svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis og í sveitarstjórnum allra sveitarfélaga sem ættu aðild að því. Sigurður Ingi tók við embætti innviðaráðherra þegar Vinstri græn höfnuðu að starfa í starfsstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum eftir að fyrrnefndi flokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tók matvæla- og félagsmálaráðuneytið upp á sína arma og Sigurður Ingi innviðaráðuneytið. Malbikaðir vegir á hálendinu Um er að ræða nýtt svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið en þar er m.a. mörkuð sameiginleg stefna um gerð og gæði þjóðvega, flokkun og uppbyggingu ferðaþjónustustaða og verndun landslagsheilda og sérstæðrar náttúru. Fimm ára vinna er að baki. Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis samþykkti svæðisskipulagið fyrr í ár og sendi til Skipulagsstofnunar í apríl. Skipulagsstofnun staðfesti ekki svæðisskipulagið heldur vísaði málinu til ráðherra. Fulltrúar sveitarfélaganna ellefu, sem undirrituðu í gær í Skógum samkomulagið, sem tók fimm ár að vinna. Innviðaráðherra er með þeim á myndinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Landverndar segir Skipulagsstofnun hafa gert margar athugsemdir við skipulagið varðandi uppbyggingaráform sem stofnunin taldi víkja verulega frá fyrirliggjandi stefnu um skipulagsmál á miðhálendinu. „Það varðar ákvæði svæðisskipulagsins um uppbyggða malbikaða vegi og uppbyggingu ferðaþjónustustaða. Landvernd telur það utan við umboð ráðherra í starfsstjórn að taka slíkar ákvarðanir sem hafa áhrif til langs tíma og geta haft veruleg áhrif á viðkvæma og mikilvæga náttúru, víðerni og ásýnd miðhálendisins,“ segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar í tilkynningu. Þorgerður María telur Sigurð Inga hafa misnotað vald sitt sem ráðherra í starfsstjórn.Vísir/Vilhelm „Við megum aldrei umgangast miðhálendið svona, að umboðslaus ráðherra starfsstjórnar ákveði stuttu fyrir kosningar að samþykkja skipulag þar sem malbika á og hækka upp ýmsa hálendisvegi. Hálendið er sameign okkar allra.“ Svæðisskipulagið tekur beint til níu sveitarfélaga á Suðurlandi en þau eru: Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Auk þeirra eiga Sveitarfélagið Árborg og Flóahreppur aðild að verkefninu. „Íbúar þessara sveitarfélaga eru 2% þjóðarinnar. Þetta er risavaxið mál að malbika þessa vegi sem varanlega breytir ásýnd hálendisins og allri umgengni við það. Landvernd fer fram á að staðfestingin verði dregin til baka og málið lagt fyrir ráðherra skipulagsmála í nýrri ríkisstjórn.“ Í tilkynningunni á vef Stjórnarráðsins sagði að ákvörðun Sigurðar Inga byggðist meðal annars á mikilli samstöðu allra 11 sveitarfélaganna á svæðinu um svæðisskipulagið sem byggt sé á eldri landsskipulagsstefnu. Ráðherra árétti jafnframt í ákvörðun sinni að við endurskoðun svæðisskipulags skuli taka mið af gildandi landsskipulagsstefnu. Svæðið sem nýja skipulagið tekur til. „Þetta plagg horfir af svo miklum metnaði og fagmennsku og væntumþykju þessa fólks til framtíðar, bæði uppbyggingar og verndar svæðisins,“ sagði Sigurður Ingi í fréttum Stöðvar 2 á dögunum. Skipulag Grímsnes- og Grafningshreppur Bláskógabyggð Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ásahreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Árborg Flóahreppur Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Þann 2. desember birtist tilkynning á vef Stjórnarráðsins þess efnis að Sigurður Ingi hefði staðfest Svæðisskipulag Suðurhálendis 2022-2042 sem ellefu sveitarfélög á Suðurlandi standa að. Svæðisskipulagið hefði áður verið samþykkt í svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis og í sveitarstjórnum allra sveitarfélaga sem ættu aðild að því. Sigurður Ingi tók við embætti innviðaráðherra þegar Vinstri græn höfnuðu að starfa í starfsstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum eftir að fyrrnefndi flokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tók matvæla- og félagsmálaráðuneytið upp á sína arma og Sigurður Ingi innviðaráðuneytið. Malbikaðir vegir á hálendinu Um er að ræða nýtt svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið en þar er m.a. mörkuð sameiginleg stefna um gerð og gæði þjóðvega, flokkun og uppbyggingu ferðaþjónustustaða og verndun landslagsheilda og sérstæðrar náttúru. Fimm ára vinna er að baki. Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis samþykkti svæðisskipulagið fyrr í ár og sendi til Skipulagsstofnunar í apríl. Skipulagsstofnun staðfesti ekki svæðisskipulagið heldur vísaði málinu til ráðherra. Fulltrúar sveitarfélaganna ellefu, sem undirrituðu í gær í Skógum samkomulagið, sem tók fimm ár að vinna. Innviðaráðherra er með þeim á myndinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Landverndar segir Skipulagsstofnun hafa gert margar athugsemdir við skipulagið varðandi uppbyggingaráform sem stofnunin taldi víkja verulega frá fyrirliggjandi stefnu um skipulagsmál á miðhálendinu. „Það varðar ákvæði svæðisskipulagsins um uppbyggða malbikaða vegi og uppbyggingu ferðaþjónustustaða. Landvernd telur það utan við umboð ráðherra í starfsstjórn að taka slíkar ákvarðanir sem hafa áhrif til langs tíma og geta haft veruleg áhrif á viðkvæma og mikilvæga náttúru, víðerni og ásýnd miðhálendisins,“ segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar í tilkynningu. Þorgerður María telur Sigurð Inga hafa misnotað vald sitt sem ráðherra í starfsstjórn.Vísir/Vilhelm „Við megum aldrei umgangast miðhálendið svona, að umboðslaus ráðherra starfsstjórnar ákveði stuttu fyrir kosningar að samþykkja skipulag þar sem malbika á og hækka upp ýmsa hálendisvegi. Hálendið er sameign okkar allra.“ Svæðisskipulagið tekur beint til níu sveitarfélaga á Suðurlandi en þau eru: Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Auk þeirra eiga Sveitarfélagið Árborg og Flóahreppur aðild að verkefninu. „Íbúar þessara sveitarfélaga eru 2% þjóðarinnar. Þetta er risavaxið mál að malbika þessa vegi sem varanlega breytir ásýnd hálendisins og allri umgengni við það. Landvernd fer fram á að staðfestingin verði dregin til baka og málið lagt fyrir ráðherra skipulagsmála í nýrri ríkisstjórn.“ Í tilkynningunni á vef Stjórnarráðsins sagði að ákvörðun Sigurðar Inga byggðist meðal annars á mikilli samstöðu allra 11 sveitarfélaganna á svæðinu um svæðisskipulagið sem byggt sé á eldri landsskipulagsstefnu. Ráðherra árétti jafnframt í ákvörðun sinni að við endurskoðun svæðisskipulags skuli taka mið af gildandi landsskipulagsstefnu. Svæðið sem nýja skipulagið tekur til. „Þetta plagg horfir af svo miklum metnaði og fagmennsku og væntumþykju þessa fólks til framtíðar, bæði uppbyggingar og verndar svæðisins,“ sagði Sigurður Ingi í fréttum Stöðvar 2 á dögunum.
Skipulag Grímsnes- og Grafningshreppur Bláskógabyggð Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ásahreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Árborg Flóahreppur Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira