Vonskuveður framundan Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 31. janúar 2025 21:02 Haraldur þurfti bæði að halda í húfuna og handriði út af roki. Vonskuveður á öllu landinu er framundan í kortunum að sögn veðurfræðings. Veðrið í dag hafði mikil áhrif á flugumferð. „Það má segja í meginatriðunum að það sé ein eða ein og hálf lægð á dag í kortunum eins langt og má sjá. Þetta verða tómir umhleypingar og þetta eru alvöru vetrarlægðir. Það er stormur í þeim öllum,“ segir Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur. Hlý sunnanátt sé á leiðinni sem gæti leitt til úrhellisrigningu. „Á mánudag og miðvikudag verða líklega hressandi gusur með hlýindum, mjög hvössum vindi og úrhellisrigningu. Svona inn á milli að þá dúrar aðeins útsynning og éljagang.“ Versta veðrið verði líklega á Suður- og Vesturlandi. „Það verður ekkert blíðskaparveður neins staðar á landinu,“ segir Haraldur. „Það er kannski betra að vera heima og lesa bók.“ Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, fékk að finna fyrir úrhellisrigningu og roki þegar hann ræddi við Harald í kvöldfréttum Stöðvar 2. Umtalsverðar raskanir á flugi Flestum flugferðum í dag var aflýst eftir hádegi. Flugvélarnar hafi því náð til Evrópu en sitja nú þar fastar. „Við náðum að fljúga til hádegis í dag eftir stöðvuðum við flug. Það var orðið það hvasst víða á landinu og komið í rauninni slæm veðurskilyrði yfir landinu sjálfu, í rauninni ófært til þess að vera á flugi þannig að við stoppuðum flug og tökum stöðuna upp úr sama tíma um hádegi á morgun,“ segir Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugrekstrarstjóri Icelandair. Ferðaáætlanir margra röskuðust vegna aflýstra fluga. „Þetta hefur áhrif á gríðarlegan fjölda, þetta eru hátt í tvö þúsund manns sem að verða fyrir áhrifum með einum eða öðrum hætti en þetta er í rauninni besta lausnin til að tryggja að fólk komist á sína áfangastaði frekar en að vera fast hérna í mögulegri gistingu hérna á Íslandi ef að verðrið færi á versta veg,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að flugfélagið hafi ákveðin tæki og tól til að koma fólki á áfangastaði sína með öðrum leiðinum. Samt sem áður getur veðrið haft umtalsverðar raskanir. Veður Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
„Það má segja í meginatriðunum að það sé ein eða ein og hálf lægð á dag í kortunum eins langt og má sjá. Þetta verða tómir umhleypingar og þetta eru alvöru vetrarlægðir. Það er stormur í þeim öllum,“ segir Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur. Hlý sunnanátt sé á leiðinni sem gæti leitt til úrhellisrigningu. „Á mánudag og miðvikudag verða líklega hressandi gusur með hlýindum, mjög hvössum vindi og úrhellisrigningu. Svona inn á milli að þá dúrar aðeins útsynning og éljagang.“ Versta veðrið verði líklega á Suður- og Vesturlandi. „Það verður ekkert blíðskaparveður neins staðar á landinu,“ segir Haraldur. „Það er kannski betra að vera heima og lesa bók.“ Vésteinn Örn Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, fékk að finna fyrir úrhellisrigningu og roki þegar hann ræddi við Harald í kvöldfréttum Stöðvar 2. Umtalsverðar raskanir á flugi Flestum flugferðum í dag var aflýst eftir hádegi. Flugvélarnar hafi því náð til Evrópu en sitja nú þar fastar. „Við náðum að fljúga til hádegis í dag eftir stöðvuðum við flug. Það var orðið það hvasst víða á landinu og komið í rauninni slæm veðurskilyrði yfir landinu sjálfu, í rauninni ófært til þess að vera á flugi þannig að við stoppuðum flug og tökum stöðuna upp úr sama tíma um hádegi á morgun,“ segir Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugrekstrarstjóri Icelandair. Ferðaáætlanir margra röskuðust vegna aflýstra fluga. „Þetta hefur áhrif á gríðarlegan fjölda, þetta eru hátt í tvö þúsund manns sem að verða fyrir áhrifum með einum eða öðrum hætti en þetta er í rauninni besta lausnin til að tryggja að fólk komist á sína áfangastaði frekar en að vera fast hérna í mögulegri gistingu hérna á Íslandi ef að verðrið færi á versta veg,“ segir Guðmundur. Guðmundur segir að flugfélagið hafi ákveðin tæki og tól til að koma fólki á áfangastaði sína með öðrum leiðinum. Samt sem áður getur veðrið haft umtalsverðar raskanir.
Veður Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira