Málum þar sem gervigreind kemur við sögu fer fjölgandi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Karlmaður var í vikunni handtekinn vegna gruns um vörslu á slíku efni. Við ræðum við yfirlögregluþjón um þessa óhugnalegu þróun.
Þá fáum við álit forsætisráðherra á nýgerðum kjarasamningum kennara, kíkjum í flugstöðina á Keflavík þar sem verið er að hækka gjöld fyrir skammtímastæði auk þess sem Magnús Hlynur kynnir sér nýja Náttúrufræðistofnun. Þá hittum við þjálfarann Þórir Hergeirsson sem liggur undir feldi varðandi framtíð sína í handboltanum.
ÞEtta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.