Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. mars 2025 20:13 Jens-Frederik Nielsen leiðir Demokraatit, stærsta flokkinn á grænlenska þinginu eftir nýafstaðnar kosningar. EPA/Christian Klindt Sølbeck Viðræðum um myndun meirihluta á grænlenska þinginu er lokið og koma fjórir fimm flokkanna á þinginu að nýrri ríkisstjórn. Til stendur að undirrita stjórnarsáttmála í hádeginu á morgun. Heimildir grænlenska ríkisútvarpsins herma að allir flokkarnir á grænlenska þinginu, að flokknum Naleraq undanskildum, komi að myndun ríkisstjórnarinnar. Grænlendingar gengu til kosninga þann ellefta mars undir mjög óvenjulegum kringumstæðum. Varla var þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum í og við kjörstaði og er skemmst frá því að segja að grænlenska þjóðin sé ekki vön því að umheimurinn sýni stjórnmálunum þar í landi þvílíkan áhuga. Grænlendingar hafa setið undir stöðugum hótunum frá Donald Trump Bandaríkjaforseta sem hefur heitið því að innlima landið sama hvað það kostar. Í þessari viku vakti það hneykslan að óboðin bandarísk sendinefnd hygði á ferðalag til Grænlands. J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna er á leið sinni þangað ásamt eiginkonu sinni en þau ætla sér einungis að heimsækja bandarísku herstöðina Pituffik á norðvestanverðu landinu vegna harkalegra viðbragða í Nuuk og Kaupmannahöfn. Í skugga væringanna bar stjórnarandstaðan stórsigur í kosningunum og í fyrsta sinn í sögu heima- og landsstjórnarinnar er frjálshyggjuflokkur sá stærsti á þinginu. Demokraatit undir handleiðslu Jens-Frederik Nielsen vann mikinn sigur og hafa leitt stjórnarmyndunarviðræður til þessa. Samkvæmt staðarmiðlinum Sermitsiaq stendur til að undirrita stjórnarsáttmála klukkan ellefu á morgun á grænlenskum tíma í menningarsetrinu Katuaq. Flokkarnir Demokraatit, Siumut, Inuit Ataqatigiit og Atassut eiga sín á milli 23 fulltrúa af 31 á þinginu en vinstri flokkarnir Siumut og Iniut Ataqatigiit mynduðu síðustu ríkisstjórn sem Múte B. Egede, formaður Inuit Ataqatigiit samstarfsflokks Vinstri grænna, fór fyrir. Jens-Frederik Nielsen, formaður Demokraatit og líklegt landsstjórnarformannsefni, hefur látið hafa það eftir sér að hann sæktist eftir því að mynda breiðfylkingarstjórn þvert yfir miðju til að takast á við varhugaverða þróun í heimsmálunum og svo virðist sem að honum hafi tekist það. Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Heimildir grænlenska ríkisútvarpsins herma að allir flokkarnir á grænlenska þinginu, að flokknum Naleraq undanskildum, komi að myndun ríkisstjórnarinnar. Grænlendingar gengu til kosninga þann ellefta mars undir mjög óvenjulegum kringumstæðum. Varla var þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum í og við kjörstaði og er skemmst frá því að segja að grænlenska þjóðin sé ekki vön því að umheimurinn sýni stjórnmálunum þar í landi þvílíkan áhuga. Grænlendingar hafa setið undir stöðugum hótunum frá Donald Trump Bandaríkjaforseta sem hefur heitið því að innlima landið sama hvað það kostar. Í þessari viku vakti það hneykslan að óboðin bandarísk sendinefnd hygði á ferðalag til Grænlands. J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna er á leið sinni þangað ásamt eiginkonu sinni en þau ætla sér einungis að heimsækja bandarísku herstöðina Pituffik á norðvestanverðu landinu vegna harkalegra viðbragða í Nuuk og Kaupmannahöfn. Í skugga væringanna bar stjórnarandstaðan stórsigur í kosningunum og í fyrsta sinn í sögu heima- og landsstjórnarinnar er frjálshyggjuflokkur sá stærsti á þinginu. Demokraatit undir handleiðslu Jens-Frederik Nielsen vann mikinn sigur og hafa leitt stjórnarmyndunarviðræður til þessa. Samkvæmt staðarmiðlinum Sermitsiaq stendur til að undirrita stjórnarsáttmála klukkan ellefu á morgun á grænlenskum tíma í menningarsetrinu Katuaq. Flokkarnir Demokraatit, Siumut, Inuit Ataqatigiit og Atassut eiga sín á milli 23 fulltrúa af 31 á þinginu en vinstri flokkarnir Siumut og Iniut Ataqatigiit mynduðu síðustu ríkisstjórn sem Múte B. Egede, formaður Inuit Ataqatigiit samstarfsflokks Vinstri grænna, fór fyrir. Jens-Frederik Nielsen, formaður Demokraatit og líklegt landsstjórnarformannsefni, hefur látið hafa það eftir sér að hann sæktist eftir því að mynda breiðfylkingarstjórn þvert yfir miðju til að takast á við varhugaverða þróun í heimsmálunum og svo virðist sem að honum hafi tekist það.
Grænland Kosningar á Grænlandi Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira