Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Kjartan Kjartansson skrifar 1. apríl 2025 12:25 Einar Sveinn Jónsson, slökkviðliðsstjóri í Grindavík, ræðir við Kristján Má Unnarsson, fréttamann, í hádegisfréttatíma vegna eldgossins við Grindavík 1. apríl 2025. Vísir Slökkviliðsstjórinn í Grindavík segir að eldgosið sem hófst í morgun ógni bænum en að öllum brögðum verði beitt til þess að stýra hraunrennsli og lágmarka tjón ef það nær þangað. Gosið sé enn í upphafsfasa sínum og óljóst sé hvernig það þróast. Eldgos hófst suðaustan við fjallið Þorbjörn rétt utan við Grindavík um klukkan 9:45 í morgun. Bærinn var rýmdur vegna kvikuhlaups um klukkan hálf sjö í morgun. Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, sagði að sér litist illa á staðsetningu gossins í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu. Hann hefði þegið að það kæmi upp utan varnargarða norðan við bæinn en gossprunga nær nú rétt inn fyrir hann. Byggðin næst sprungunni stendur fyrir neðan hana og hraun gæti því runnið þangað. „Þannig að hún er í hættu,“ sagði Einar Sveinn. „Ef að svo ólíklega vill til að þetta kemur hérna inn í byggðina þá þurfum við að reyna að hafa einhver áhrif á hraunflæðið. Við ætlum ekki að láta það fara allt út um allt og reyna allt sem við getum til þess að stýra rennslinu í svona ásættanlegan farveg,“ sagði Einar Sveinn. Öll brögð í bókinni yrðu notuð til þess, þar á meðal hraunkælingarbúnaður og jarðvinnuvélar. „Við notum bara allt sem við getum til þess að minnka tjónið eins og við getum“ „Það voru svona örfáir sem ákváðu að fara heima hjá sér en þeir hafa farið í seinni rýmingu sem var þegar byrjaði að gjósa. Við höfum fækkað í bænum eins og við getum,“ sagði slökkviliðsstjórinn. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Eldgos hófst suðaustan við fjallið Þorbjörn rétt utan við Grindavík um klukkan 9:45 í morgun. Bærinn var rýmdur vegna kvikuhlaups um klukkan hálf sjö í morgun. Einar Sveinn Jónsson, slökkviliðsstjóri í Grindavík, sagði að sér litist illa á staðsetningu gossins í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu. Hann hefði þegið að það kæmi upp utan varnargarða norðan við bæinn en gossprunga nær nú rétt inn fyrir hann. Byggðin næst sprungunni stendur fyrir neðan hana og hraun gæti því runnið þangað. „Þannig að hún er í hættu,“ sagði Einar Sveinn. „Ef að svo ólíklega vill til að þetta kemur hérna inn í byggðina þá þurfum við að reyna að hafa einhver áhrif á hraunflæðið. Við ætlum ekki að láta það fara allt út um allt og reyna allt sem við getum til þess að stýra rennslinu í svona ásættanlegan farveg,“ sagði Einar Sveinn. Öll brögð í bókinni yrðu notuð til þess, þar á meðal hraunkælingarbúnaður og jarðvinnuvélar. „Við notum bara allt sem við getum til þess að minnka tjónið eins og við getum“ „Það voru svona örfáir sem ákváðu að fara heima hjá sér en þeir hafa farið í seinni rýmingu sem var þegar byrjaði að gjósa. Við höfum fækkað í bænum eins og við getum,“ sagði slökkviliðsstjórinn.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Slökkvilið Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira