Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2025 10:28 Baldur Þórallsson, prófessor í stjórnmálafræði, vill reyna að fá bandarískt fræðifólk sem hefur misst vinnuna eða lífsviðurværið í hreinsunum Bandaríkjastjórnar til Íslands. Vísir Háskóli Íslands ætti að ráða hundrað bandaríska fræðimenn til starfa til að lyfta upp rannsóknum, kennslu og nýsköpun, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Fjöldi bandarískra vísindamanna leitar nú að vinnu erlendis vegna stórfellds niðurskurðar í vísindarannsóknum og störfum vestanhafs. Frá því að repúblikanar tóku við völdum í Hvíta húsinu í janúar hefur herskara alríkisstarfsmanna verið sagt upp störfum, heilu stofnanirnar lagðar niður og styrkir til vísindarannsókna verið afturkallaðir, sérstaklega á sviði umhverfis- og heilbrigðisvísinda. Þá hefur ríkisstjórnin þjarmað að stærstu háskólum landsins og reynt að hafa bein áhrif á störf þeirra. Evrópusambandið og Frakkar eru á meðal þeirra sem reyna nú að nýta sér ástandið vestanhafs til þess að laða til sín bandaríska fræðimenn. Nú vill Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, að Íslandi taki þátt í kapphlaupinu um þjónustu þeirra. „Legg til að Háskóli Íslands í samvinnu við stjórnvöld og atvinnulífið kippi okkar hraðar inn í nýja öld vísinda og tækni með því að ráða hundrað bandaríska fræðimenn til starfa. Þeir leita nú margir hverjir logandi ljósi að atvinnutækifærum víðsvegar um heiminn,“ skrifar Baldur í færslu á Facebook. Tækifæri til að byggja íslenskt samfélag hratt upp Eina bestu leiðina til að bæta íslenskt samfélag segir Baldur sé að efla vísindi og nýsköpun. Nú gefist tækifæri til að byggja samfélagið upp með hröðum og skilvirkum hætti. „Á tímum mikilla framfara í vísindum og ger[v]igreind þurfa stjórnvöld að sýna áræðni. Þetta er ekki síst mikilvægt á tímum upplýsingaóreiðu og tilrauna stjórnvalda í Bandaríkj[u]num til að draga úr vægi þekkingar við stefnumótun og uppbyggingu samfélagsins. Bandarískt háskólasamfélg er enn eitt það besta í heimi,“ skrifar Baldur. Hann leggur því til að háskólinn ráði 25 nýdoktara, fimmtíu lektora og dósenta og 25 prófessora frá Bandaríkjunum. Sú samsetning stuðli að fjölbreytileika bæði hvað varðar reynslu og aldurssamsetningu. Fræðimennirnir kæmu bæði að rannsóknum og kennslu í öllum greinum háskólasamfélagsins. „Þvílíkt lyftistöng sem þetta yrði fyrir rannsóknir, kennslu og nýsköpun hér á landi sem og allt samfélagið í heild sinni,“ segir Baldur sem telur slíkt framtak myndu vekja heimsathygli og koma Íslandi á kortið sem landi framfara og þekkingar. Háskólar Vísindi Bandaríkin Donald Trump Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra. 18. apríl 2025 19:55 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Frá því að repúblikanar tóku við völdum í Hvíta húsinu í janúar hefur herskara alríkisstarfsmanna verið sagt upp störfum, heilu stofnanirnar lagðar niður og styrkir til vísindarannsókna verið afturkallaðir, sérstaklega á sviði umhverfis- og heilbrigðisvísinda. Þá hefur ríkisstjórnin þjarmað að stærstu háskólum landsins og reynt að hafa bein áhrif á störf þeirra. Evrópusambandið og Frakkar eru á meðal þeirra sem reyna nú að nýta sér ástandið vestanhafs til þess að laða til sín bandaríska fræðimenn. Nú vill Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, að Íslandi taki þátt í kapphlaupinu um þjónustu þeirra. „Legg til að Háskóli Íslands í samvinnu við stjórnvöld og atvinnulífið kippi okkar hraðar inn í nýja öld vísinda og tækni með því að ráða hundrað bandaríska fræðimenn til starfa. Þeir leita nú margir hverjir logandi ljósi að atvinnutækifærum víðsvegar um heiminn,“ skrifar Baldur í færslu á Facebook. Tækifæri til að byggja íslenskt samfélag hratt upp Eina bestu leiðina til að bæta íslenskt samfélag segir Baldur sé að efla vísindi og nýsköpun. Nú gefist tækifæri til að byggja samfélagið upp með hröðum og skilvirkum hætti. „Á tímum mikilla framfara í vísindum og ger[v]igreind þurfa stjórnvöld að sýna áræðni. Þetta er ekki síst mikilvægt á tímum upplýsingaóreiðu og tilrauna stjórnvalda í Bandaríkj[u]num til að draga úr vægi þekkingar við stefnumótun og uppbyggingu samfélagsins. Bandarískt háskólasamfélg er enn eitt það besta í heimi,“ skrifar Baldur. Hann leggur því til að háskólinn ráði 25 nýdoktara, fimmtíu lektora og dósenta og 25 prófessora frá Bandaríkjunum. Sú samsetning stuðli að fjölbreytileika bæði hvað varðar reynslu og aldurssamsetningu. Fræðimennirnir kæmu bæði að rannsóknum og kennslu í öllum greinum háskólasamfélagsins. „Þvílíkt lyftistöng sem þetta yrði fyrir rannsóknir, kennslu og nýsköpun hér á landi sem og allt samfélagið í heild sinni,“ segir Baldur sem telur slíkt framtak myndu vekja heimsathygli og koma Íslandi á kortið sem landi framfara og þekkingar.
Háskólar Vísindi Bandaríkin Donald Trump Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra. 18. apríl 2025 19:55 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Sjá meira
Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra. 18. apríl 2025 19:55