Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2025 10:28 Baldur Þórallsson, prófessor í stjórnmálafræði, vill reyna að fá bandarískt fræðifólk sem hefur misst vinnuna eða lífsviðurværið í hreinsunum Bandaríkjastjórnar til Íslands. Vísir Háskóli Íslands ætti að ráða hundrað bandaríska fræðimenn til starfa til að lyfta upp rannsóknum, kennslu og nýsköpun, að mati prófessors í stjórnmálafræði. Fjöldi bandarískra vísindamanna leitar nú að vinnu erlendis vegna stórfellds niðurskurðar í vísindarannsóknum og störfum vestanhafs. Frá því að repúblikanar tóku við völdum í Hvíta húsinu í janúar hefur herskara alríkisstarfsmanna verið sagt upp störfum, heilu stofnanirnar lagðar niður og styrkir til vísindarannsókna verið afturkallaðir, sérstaklega á sviði umhverfis- og heilbrigðisvísinda. Þá hefur ríkisstjórnin þjarmað að stærstu háskólum landsins og reynt að hafa bein áhrif á störf þeirra. Evrópusambandið og Frakkar eru á meðal þeirra sem reyna nú að nýta sér ástandið vestanhafs til þess að laða til sín bandaríska fræðimenn. Nú vill Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, að Íslandi taki þátt í kapphlaupinu um þjónustu þeirra. „Legg til að Háskóli Íslands í samvinnu við stjórnvöld og atvinnulífið kippi okkar hraðar inn í nýja öld vísinda og tækni með því að ráða hundrað bandaríska fræðimenn til starfa. Þeir leita nú margir hverjir logandi ljósi að atvinnutækifærum víðsvegar um heiminn,“ skrifar Baldur í færslu á Facebook. Tækifæri til að byggja íslenskt samfélag hratt upp Eina bestu leiðina til að bæta íslenskt samfélag segir Baldur sé að efla vísindi og nýsköpun. Nú gefist tækifæri til að byggja samfélagið upp með hröðum og skilvirkum hætti. „Á tímum mikilla framfara í vísindum og ger[v]igreind þurfa stjórnvöld að sýna áræðni. Þetta er ekki síst mikilvægt á tímum upplýsingaóreiðu og tilrauna stjórnvalda í Bandaríkj[u]num til að draga úr vægi þekkingar við stefnumótun og uppbyggingu samfélagsins. Bandarískt háskólasamfélg er enn eitt það besta í heimi,“ skrifar Baldur. Hann leggur því til að háskólinn ráði 25 nýdoktara, fimmtíu lektora og dósenta og 25 prófessora frá Bandaríkjunum. Sú samsetning stuðli að fjölbreytileika bæði hvað varðar reynslu og aldurssamsetningu. Fræðimennirnir kæmu bæði að rannsóknum og kennslu í öllum greinum háskólasamfélagsins. „Þvílíkt lyftistöng sem þetta yrði fyrir rannsóknir, kennslu og nýsköpun hér á landi sem og allt samfélagið í heild sinni,“ segir Baldur sem telur slíkt framtak myndu vekja heimsathygli og koma Íslandi á kortið sem landi framfara og þekkingar. Háskólar Vísindi Bandaríkin Donald Trump Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra. 18. apríl 2025 19:55 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Frá því að repúblikanar tóku við völdum í Hvíta húsinu í janúar hefur herskara alríkisstarfsmanna verið sagt upp störfum, heilu stofnanirnar lagðar niður og styrkir til vísindarannsókna verið afturkallaðir, sérstaklega á sviði umhverfis- og heilbrigðisvísinda. Þá hefur ríkisstjórnin þjarmað að stærstu háskólum landsins og reynt að hafa bein áhrif á störf þeirra. Evrópusambandið og Frakkar eru á meðal þeirra sem reyna nú að nýta sér ástandið vestanhafs til þess að laða til sín bandaríska fræðimenn. Nú vill Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, að Íslandi taki þátt í kapphlaupinu um þjónustu þeirra. „Legg til að Háskóli Íslands í samvinnu við stjórnvöld og atvinnulífið kippi okkar hraðar inn í nýja öld vísinda og tækni með því að ráða hundrað bandaríska fræðimenn til starfa. Þeir leita nú margir hverjir logandi ljósi að atvinnutækifærum víðsvegar um heiminn,“ skrifar Baldur í færslu á Facebook. Tækifæri til að byggja íslenskt samfélag hratt upp Eina bestu leiðina til að bæta íslenskt samfélag segir Baldur sé að efla vísindi og nýsköpun. Nú gefist tækifæri til að byggja samfélagið upp með hröðum og skilvirkum hætti. „Á tímum mikilla framfara í vísindum og ger[v]igreind þurfa stjórnvöld að sýna áræðni. Þetta er ekki síst mikilvægt á tímum upplýsingaóreiðu og tilrauna stjórnvalda í Bandaríkj[u]num til að draga úr vægi þekkingar við stefnumótun og uppbyggingu samfélagsins. Bandarískt háskólasamfélg er enn eitt það besta í heimi,“ skrifar Baldur. Hann leggur því til að háskólinn ráði 25 nýdoktara, fimmtíu lektora og dósenta og 25 prófessora frá Bandaríkjunum. Sú samsetning stuðli að fjölbreytileika bæði hvað varðar reynslu og aldurssamsetningu. Fræðimennirnir kæmu bæði að rannsóknum og kennslu í öllum greinum háskólasamfélagsins. „Þvílíkt lyftistöng sem þetta yrði fyrir rannsóknir, kennslu og nýsköpun hér á landi sem og allt samfélagið í heild sinni,“ segir Baldur sem telur slíkt framtak myndu vekja heimsathygli og koma Íslandi á kortið sem landi framfara og þekkingar.
Háskólar Vísindi Bandaríkin Donald Trump Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra. 18. apríl 2025 19:55 Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Sjá meira
Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra. 18. apríl 2025 19:55