Eitt Íslandsmet og þrjú gullverðlaun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. maí 2025 23:30 Snæfríður Sól líkar lífið vel á Andorra. Sundsamband Íslands Eitt Íslandsmet í sundi féll á Smáþjóðaleikunum sem fara nú fram í Andorra. Þá vann íslenskt sundfólk alls þrjú gullverðlaun, fjögur silfurverðlaun og þrjú bronsverðlaun. Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti feiknavel 400m skriðsund í kvöld og bætti Íslandsmetið sitt sem hún setti á Möltu fyrir tveimur árum um þrjár sekúndur. Hún synti á 4:17,79 og varð önnur eftir mjög harða keppni við maltnesku stúlkuna Sashö, en aðeins 2/100 úr sekúndu skildu þær að. Ylfa Lind tryggði sér sín önnur gullverðlaun á mótinu þegar hún sigraði í 100m baksundi eftir mikla keppni. Jóhanna Elín Guðmundsdóttir synti mjög vel 100m flugsund og sigraði þar á flottum tíma og bætti sig um eina sekúndu. Nadja Djurovic kom næst í mark í flugsundinu og tryggði sér silfur en hún synti nákvæmlega upp á brot á sínum besta tíma. Kvennasveitin í 4x 200m skriðsundi sigraði með yfirburðum, en sveitin var skipuð þeim Evu Margréti Falsdóttur, Völu Dís Cicero, Snæfríði Sól Jórunnardóttur og Nadju Djurovic. Jóhanna Elín tryggði sér silfurverðlaun í 50m skriðsundi, flottur dagur hjá henni með 2 gull og eitt silfur. Einar Margeir synti gríðarlega vel 200m bringusund þegar hann bætti tíma sinn í greininni um 3 sekúndur. Hann varð annar eftir gríðarlega keppni við Finn Kemp frá Lúxemborg, en aðeins voru 4/100 á milli þeirra. Eva Margrét Falsdóttir tryggði sér þriðja sætið í 200m bringusundi þar sem hún synti alveg við sinn besta tíma. Guðmundur Leo Rafnsson synti vel 100m baksund hann varð í þriðja sæti og bætti tíma sinn í greininni. Birnir Freyr Hálfdánarson synti 100m flugsund og tryggði sér bronsverðlaunin. Karlasveitin í 4x 200m skriðsundi tryggði sér þriðja sætið í mjög spennandi keppni, en sveitina skipuðu þeir Guðmundur Leo, Magnús Víðir, Veigar Hrafn og Ýmir Chatenay. Símon Elías Statkevicius synti 50m skriðsund og var aðeins frá sínum besta tíma og varð í fjórða sæti. Birgitta Ingólfsdóttir synti 200m bringusund og varð í sjötta sæti aðeins frá sínum besta tíma. Vala Dís Cicero synti vel 400m skriðsund og bætti tíma sinn og varð í fjórða sæti. Bergur Fáfnir Bjarnason synti 100m baksund og varð sjöundi í sundinu örlítið frá tímanum sem hann synti á í morgun. Íslenska sundfólkið er komið með 12 gull, 8 silfur og 10 brons á leikunum. Sund Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti feiknavel 400m skriðsund í kvöld og bætti Íslandsmetið sitt sem hún setti á Möltu fyrir tveimur árum um þrjár sekúndur. Hún synti á 4:17,79 og varð önnur eftir mjög harða keppni við maltnesku stúlkuna Sashö, en aðeins 2/100 úr sekúndu skildu þær að. Ylfa Lind tryggði sér sín önnur gullverðlaun á mótinu þegar hún sigraði í 100m baksundi eftir mikla keppni. Jóhanna Elín Guðmundsdóttir synti mjög vel 100m flugsund og sigraði þar á flottum tíma og bætti sig um eina sekúndu. Nadja Djurovic kom næst í mark í flugsundinu og tryggði sér silfur en hún synti nákvæmlega upp á brot á sínum besta tíma. Kvennasveitin í 4x 200m skriðsundi sigraði með yfirburðum, en sveitin var skipuð þeim Evu Margréti Falsdóttur, Völu Dís Cicero, Snæfríði Sól Jórunnardóttur og Nadju Djurovic. Jóhanna Elín tryggði sér silfurverðlaun í 50m skriðsundi, flottur dagur hjá henni með 2 gull og eitt silfur. Einar Margeir synti gríðarlega vel 200m bringusund þegar hann bætti tíma sinn í greininni um 3 sekúndur. Hann varð annar eftir gríðarlega keppni við Finn Kemp frá Lúxemborg, en aðeins voru 4/100 á milli þeirra. Eva Margrét Falsdóttir tryggði sér þriðja sætið í 200m bringusundi þar sem hún synti alveg við sinn besta tíma. Guðmundur Leo Rafnsson synti vel 100m baksund hann varð í þriðja sæti og bætti tíma sinn í greininni. Birnir Freyr Hálfdánarson synti 100m flugsund og tryggði sér bronsverðlaunin. Karlasveitin í 4x 200m skriðsundi tryggði sér þriðja sætið í mjög spennandi keppni, en sveitina skipuðu þeir Guðmundur Leo, Magnús Víðir, Veigar Hrafn og Ýmir Chatenay. Símon Elías Statkevicius synti 50m skriðsund og var aðeins frá sínum besta tíma og varð í fjórða sæti. Birgitta Ingólfsdóttir synti 200m bringusund og varð í sjötta sæti aðeins frá sínum besta tíma. Vala Dís Cicero synti vel 400m skriðsund og bætti tíma sinn og varð í fjórða sæti. Bergur Fáfnir Bjarnason synti 100m baksund og varð sjöundi í sundinu örlítið frá tímanum sem hann synti á í morgun. Íslenska sundfólkið er komið með 12 gull, 8 silfur og 10 brons á leikunum.
Sund Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn