Svona verða bílastæðagjöldin hjá Háskóla Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júní 2025 10:08 Stór hluti nemenda við Háskóla Íslands kemur akandi í skólann. Umræða um bílastæðagjöld hafa verið áberandi undanfarin ár og nú er komið að stóru stundinni. Vísir/Vilhelm Gjaldtaka í bílastæði við Háskóla Íslands hefst þann 18. ágúst eða við upphaf haustmisseris. Gjaldskylda verður frá 8 til 16 á virkum dögum. Mánaðaráskrift hljóðar upp á 1500 krónur en tímagjald á öllum bílastæðum verður 230 krónur. Gjaldtaka átti upphaflega að hefjast í fyrrahaust. Í tilkynningu frá Háskóla Íslands segir að í stefnu háskólans sé lögð áhersla á að skólinn sé leiðandi á sviði sjálfbærni- og umhverfismála. „HÍ er einn stærsti vinnustaður landsins og því í góðri stöðu til að hafa jákvæð áhrif út í samfélagið hvað þetta varðar. Liður í sjálfbærnistefnu skólans er innleiðing á skráningu og gjaldtöku af ökutækjum þeirra sem nýta bílastæði skólans,“ segir í tilkynningunni. Breytingunni sé ætlað að bæta umferð og umhverfi á háskólasvæðinu og gjaldtöku verði stillt í hóf. Gjaldtaka hefst 18. ágúst, eða við upphaf haustmisseris. Gjaldskylda verður frá kl. 8.00-16.00 virka daga. Mánaðaráskrift mun kosta 1.500 kr. Tímagjald á öllum bílastæðum verður 230 kr. Bílastæðum verður skipt í tvo flokka: Valin bílastæði næst helstu byggingum verða gjaldskyld með tímagjaldi fyrir alla. Um er að ræða skammtímastæði sem verða merkt sérstaklega. Öll önnur bílastæði verða gjaldskyld með tímagjaldi, en starfsfólki og nemendum býðst að nýta þau sem langtímastæði gegn mánaðarlegri áskrift á vægu gjaldi. Aðilar með P-merki, stæðiskort fyrir hreyfihamlað fólk, geta lagt í bílastæði án endurgjalds. Tímagjald á öllum bílastæðum verður 230 kr. sem jafngildir verðflokki P4 hjá Bílastæðasjóði. Nemendum og starfsfólki gefst kostur á að skrá sig í mánaðaráskrift fyrir 1.500 kr. og geta þá lagt bíl sínum án viðbótarkostnaðar á langtímastæði. Hver einstaklingur getur skráð tvo bíla, en aðeins verður hægt að leggja einum bíl í einu (eða þeim sem fyrr er lagt) á þessum kjörum. Verði báðum bílum lagt á sama tímabili gildir tímagjald fyrir þann sem seinna kemur. Starfsmenn og nemendur í Læknagarði munu geta nýtt sér sömu kjör og lagt bílum sínum á svæði Landspítalans. Haft hefur verið náið samráð við Landspítalann sérstaklega og aðrar nágrannastofnanir við undirbúning þessa verkefnis. Verður þess m.a. gætt að nemendur og starfsfólk í heilbrigðisgreinum, sem eiga erindi bæði á lóð Háskóla Íslands og Landspítalans, greiði ekki tvisvar. Parka lausnir ehf. mun annast þjónustu við rekstur og gjaldtöku fyrir bílastæðin. Háskólar Neytendur Bílastæði Samgöngur Reykjavík Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Hætta í bili að rukka fyrir stæðin í þremur götum nærri HÍ Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hætta við gjaldskyldu fyrir notkun bílastæða í þremur götum nálægt Háskóla Íslands þar til að skólinn mun sjálfur hefja gjaldtöku á bílastæðum sínum. 18. október 2024 08:47 Nemandi borgar fjögur þúsund á dag í bílastæðagjöld Móðir nemanda í Tækniskólanum við Hallgrímskirkju í Reykjavík, furðar sig á því að hann þurfi að greiða um fjögur þúsund krónur á dag í bílastæðagjöld, á bílastæði sem var gjaldfrjálst síðasta vetur. Skólameistari segir að skólinn sé í 101, og þar fækki bílastæðum stöðugt og fleiri og fleiri stæði verði gjaldskyld. 22. ágúst 2024 12:23 Gjaldtaka hefst á bílastæðum HÍ í haust Gjaldtaka mun hefjast á bílastæðum við Háskóla Íslands í haust. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. 13. mars 2024 18:16 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Sjá meira
Í tilkynningu frá Háskóla Íslands segir að í stefnu háskólans sé lögð áhersla á að skólinn sé leiðandi á sviði sjálfbærni- og umhverfismála. „HÍ er einn stærsti vinnustaður landsins og því í góðri stöðu til að hafa jákvæð áhrif út í samfélagið hvað þetta varðar. Liður í sjálfbærnistefnu skólans er innleiðing á skráningu og gjaldtöku af ökutækjum þeirra sem nýta bílastæði skólans,“ segir í tilkynningunni. Breytingunni sé ætlað að bæta umferð og umhverfi á háskólasvæðinu og gjaldtöku verði stillt í hóf. Gjaldtaka hefst 18. ágúst, eða við upphaf haustmisseris. Gjaldskylda verður frá kl. 8.00-16.00 virka daga. Mánaðaráskrift mun kosta 1.500 kr. Tímagjald á öllum bílastæðum verður 230 kr. Bílastæðum verður skipt í tvo flokka: Valin bílastæði næst helstu byggingum verða gjaldskyld með tímagjaldi fyrir alla. Um er að ræða skammtímastæði sem verða merkt sérstaklega. Öll önnur bílastæði verða gjaldskyld með tímagjaldi, en starfsfólki og nemendum býðst að nýta þau sem langtímastæði gegn mánaðarlegri áskrift á vægu gjaldi. Aðilar með P-merki, stæðiskort fyrir hreyfihamlað fólk, geta lagt í bílastæði án endurgjalds. Tímagjald á öllum bílastæðum verður 230 kr. sem jafngildir verðflokki P4 hjá Bílastæðasjóði. Nemendum og starfsfólki gefst kostur á að skrá sig í mánaðaráskrift fyrir 1.500 kr. og geta þá lagt bíl sínum án viðbótarkostnaðar á langtímastæði. Hver einstaklingur getur skráð tvo bíla, en aðeins verður hægt að leggja einum bíl í einu (eða þeim sem fyrr er lagt) á þessum kjörum. Verði báðum bílum lagt á sama tímabili gildir tímagjald fyrir þann sem seinna kemur. Starfsmenn og nemendur í Læknagarði munu geta nýtt sér sömu kjör og lagt bílum sínum á svæði Landspítalans. Haft hefur verið náið samráð við Landspítalann sérstaklega og aðrar nágrannastofnanir við undirbúning þessa verkefnis. Verður þess m.a. gætt að nemendur og starfsfólk í heilbrigðisgreinum, sem eiga erindi bæði á lóð Háskóla Íslands og Landspítalans, greiði ekki tvisvar. Parka lausnir ehf. mun annast þjónustu við rekstur og gjaldtöku fyrir bílastæðin.
Háskólar Neytendur Bílastæði Samgöngur Reykjavík Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Hætta í bili að rukka fyrir stæðin í þremur götum nærri HÍ Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hætta við gjaldskyldu fyrir notkun bílastæða í þremur götum nálægt Háskóla Íslands þar til að skólinn mun sjálfur hefja gjaldtöku á bílastæðum sínum. 18. október 2024 08:47 Nemandi borgar fjögur þúsund á dag í bílastæðagjöld Móðir nemanda í Tækniskólanum við Hallgrímskirkju í Reykjavík, furðar sig á því að hann þurfi að greiða um fjögur þúsund krónur á dag í bílastæðagjöld, á bílastæði sem var gjaldfrjálst síðasta vetur. Skólameistari segir að skólinn sé í 101, og þar fækki bílastæðum stöðugt og fleiri og fleiri stæði verði gjaldskyld. 22. ágúst 2024 12:23 Gjaldtaka hefst á bílastæðum HÍ í haust Gjaldtaka mun hefjast á bílastæðum við Háskóla Íslands í haust. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. 13. mars 2024 18:16 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Fleiri fréttir Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Sjá meira
Hætta í bili að rukka fyrir stæðin í þremur götum nærri HÍ Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hætta við gjaldskyldu fyrir notkun bílastæða í þremur götum nálægt Háskóla Íslands þar til að skólinn mun sjálfur hefja gjaldtöku á bílastæðum sínum. 18. október 2024 08:47
Nemandi borgar fjögur þúsund á dag í bílastæðagjöld Móðir nemanda í Tækniskólanum við Hallgrímskirkju í Reykjavík, furðar sig á því að hann þurfi að greiða um fjögur þúsund krónur á dag í bílastæðagjöld, á bílastæði sem var gjaldfrjálst síðasta vetur. Skólameistari segir að skólinn sé í 101, og þar fækki bílastæðum stöðugt og fleiri og fleiri stæði verði gjaldskyld. 22. ágúst 2024 12:23
Gjaldtaka hefst á bílastæðum HÍ í haust Gjaldtaka mun hefjast á bílastæðum við Háskóla Íslands í haust. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. 13. mars 2024 18:16