„Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júlí 2025 14:02 Hægt er að greiða fyrir bílastæði í Höfðatorgi í þessari vél. Vísir/Vilhelm Samgöngustjóri Reykjavíkur segir engan vafa liggja á að fyrirkomulag bílastæðasjóðs um álagningu sekta án sektarmiða sé löglegt. Hún segist ekki hafa orðið var við óánægju með fyrirkomulagið. Fór því í nóvember árið 2023 hefur bílastæðasjóður Reykjavíkurborgar ekki sett sektarmiða undir rúðuþurrku ökutækja heldur fá þeir sem leggja ólöglega þess í stað rukkun í heimbanka og tilkynningu á Ísland.is. Danir hafa notast við svipað fyrirkomulag en í síðustu viku tók þar í gildi reglugerð um að ekki þurfti að greiða stöðumælasektir nema sektarmiði sé settur á bílinn. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir segir engan vafa á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs sé löglegt. „Við störfum í samræmi við 109. grein umferðalaga og þar kemur fram að gjald skuli lagt fram með skriflegri tilkynningu sem fest er við ökutæki, afhent ökumanni eða sent með sannanlegum hætti til eiganda ökutækis,“ sagði Guðbjörg Lilja í viðtali í hádegisfréttum. „Tilkynningin er send inn á Ísland.is sem telst vera tilkynning með sannanlegum hætti.“ Segir sektir berast mínútum eftir að gjald er lagt á Hún segir að málið hafi verið rætt og skoðað í ljósi þróunar mála í Danmörku. Hún segir breytinguna sem gerð var í Reykjavík haustið 2023 hafa farið mjúklega af stað. „Það voru í raun lítil viðbrögð við því. Við byrjuðum á því að setja upplýsingamiða á bílana en því var hætt þremur mánuðum síðar. Í raun hafa engar athugasemdir borist fyrr en núna í fjölmiðlum, ég tengi þær frekar við gjöld sem einkaaðilar eru að leggja á bifreiðar fyrir afnot af bílastæðum.“ Formaður Neytendasamtakanna sagði í viðtali í Kvöldfréttum í vikunni að neytendur séu ósáttir með fyrirkomulagið, sektir berist seint og ökumenn viti ekki hvað þeir hafi gert af sér. Hann segir samtökin fá kvartanir nánast daglega. „Tilkynning frá Ísland.is, hún kemur inn þar oft innan við mínútu en alltaf innan einhverra mínútna frá því gjaldið er lagt á. Greiðsluseðill birtist í heimabanka á sama tíma.“ Guðbjörg segir að þegar sekt sé birt sjái ökumaður nákvæmlega hvar brotið átti sér stað og hvers eðlis það sé. Hún segir mistök verða sem séu leiðrétt sé leitað eftir því. „Þetta fyrirkomulag að miðarnir fari ekki undir rúðuþurrkuna við höfum ekki orðið var við óánægju beint til okkar vegna þess.“ Neytendur Samgöngur Bílastæði Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Fjármál heimilisins Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
Fór því í nóvember árið 2023 hefur bílastæðasjóður Reykjavíkurborgar ekki sett sektarmiða undir rúðuþurrku ökutækja heldur fá þeir sem leggja ólöglega þess í stað rukkun í heimbanka og tilkynningu á Ísland.is. Danir hafa notast við svipað fyrirkomulag en í síðustu viku tók þar í gildi reglugerð um að ekki þurfti að greiða stöðumælasektir nema sektarmiði sé settur á bílinn. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir segir engan vafa á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs sé löglegt. „Við störfum í samræmi við 109. grein umferðalaga og þar kemur fram að gjald skuli lagt fram með skriflegri tilkynningu sem fest er við ökutæki, afhent ökumanni eða sent með sannanlegum hætti til eiganda ökutækis,“ sagði Guðbjörg Lilja í viðtali í hádegisfréttum. „Tilkynningin er send inn á Ísland.is sem telst vera tilkynning með sannanlegum hætti.“ Segir sektir berast mínútum eftir að gjald er lagt á Hún segir að málið hafi verið rætt og skoðað í ljósi þróunar mála í Danmörku. Hún segir breytinguna sem gerð var í Reykjavík haustið 2023 hafa farið mjúklega af stað. „Það voru í raun lítil viðbrögð við því. Við byrjuðum á því að setja upplýsingamiða á bílana en því var hætt þremur mánuðum síðar. Í raun hafa engar athugasemdir borist fyrr en núna í fjölmiðlum, ég tengi þær frekar við gjöld sem einkaaðilar eru að leggja á bifreiðar fyrir afnot af bílastæðum.“ Formaður Neytendasamtakanna sagði í viðtali í Kvöldfréttum í vikunni að neytendur séu ósáttir með fyrirkomulagið, sektir berist seint og ökumenn viti ekki hvað þeir hafi gert af sér. Hann segir samtökin fá kvartanir nánast daglega. „Tilkynning frá Ísland.is, hún kemur inn þar oft innan við mínútu en alltaf innan einhverra mínútna frá því gjaldið er lagt á. Greiðsluseðill birtist í heimabanka á sama tíma.“ Guðbjörg segir að þegar sekt sé birt sjái ökumaður nákvæmlega hvar brotið átti sér stað og hvers eðlis það sé. Hún segir mistök verða sem séu leiðrétt sé leitað eftir því. „Þetta fyrirkomulag að miðarnir fari ekki undir rúðuþurrkuna við höfum ekki orðið var við óánægju beint til okkar vegna þess.“
Neytendur Samgöngur Bílastæði Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Fjármál heimilisins Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira