Innlent

Kviku­hlaup hafið í Svarts­engi

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Landris í Svartsengi heldur áfram.
Landris í Svartsengi heldur áfram. Vísir/Vilhelm

Kvikuhlaup er hafið á Sundhnúksgígaröðinni. Áköf skjálftahrina hófst 23:55 og hafa á þessum tímapunkti yfir 130 skjálftar verið mældir samkvæmt Veðurstofunni. Borholugögn og ljósleiðari sýna skýr merki um kvikuhlaup. Líklegt er talið að eldgos hefjist í kjölfarið.

Samhæfingarstöð almannavarna hefur verið virkjuð að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, hjá almannavörnum.

Öll merki eru sögð til staðar um að eldgos geti hafist hvað úr hverju. Rýming stendur yfir í Grindavík og í Bláa Lóninu.

Fylgst verður með gangi mála í vaktinni hér að neðan.

Ef vaktin birtist ekki hér að neðan er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×