Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir og Svava Björg Mörk skrifa 4. október 2025 09:02 Markmið með breytingunum í Kópavogi var að “bæta starfsumhverfi í leikskólum Kópavogs og þjónustu við börn og foreldra í bæjarfélaginu. Kópavogsbær er barnvænt sveitarfélag og tilgangur breytinganna er að efla leikskólastarfið með hag barnanna í fyrsta sæti” en á Akureyri var markmiðið að: “huga að velferð starfsfólks og barna í leikskólum hvað varðar vinnuumhverfi og vinnuaðstöðu” (tilv. í fundargerðir í stjórnsýslunni). Áherslan var því tvíþætt, annars vegar á starfið í leikskólunum og hins vegar á hag barna og starfsfólks. Hún tónar einnig vel við lög um leikskóla þar sem kveðið er á um að skólunum sé “ætlað að búa börnum vandað, hvetjandi og öruggt uppeldis- og námsumhverfi þar sem velferð og farsæld barna er í fyrirrúmi”. Þátttaka foreldra í kostnaði við rekstur leikskóla er misjafn eftir sveitarfélögum en í sveitarfélögunum tveimur er nú boðið upp á sex gjaldfrjálsa skólatíma á dag og greiða foreldrar þá fyrir umfram tíma. Daga sem gjarnan eru frídagar í grunnskólum þarf að skrá mætingu sérstaklega og fyrir þá er greitt. Greiðslur eru tekjutengdar og taka mið af fjölda barna frá sama heimili. Rekstraraðillar leikskóla þekkja að það er erfitt að manna stöður í leikskólum, hvort heldur er með kennaramenntuðu fólki eða almennu starfsfólki, starfsmannavelta er tíð með tilheyrandi álagi og áreiti á börn og starfsfólk. Kjarasamningar um 36 stunda vinnuviku í skólum þar sem opnunartíminn er að lágmarki átta og hálf klukkustund bætti um betur, sérstaklega vegna þess að ekki var gert ráð fyrir auka mannskap til að mæta vinnutímastyttingunni. Ekki má gleyma að allt gerist þetta í kjölfar covid sem kom hart niður á leikskólaumhverfinu. Aðstæður í leikskólum voru því erfiðar og einkenndust af fáliðun, skorti á fagfólki og almennt erfiðum starfsaðstæðum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að í þeim skólum þar sem skólatímum barna fækkaði lýsa áhrifin sér í stöðugri mönnun sem léttir af álagi á bæði starfsfólk og börn. Það leiddi af sér að gæði skólastarfsins urðu meiri og betur var hægt að sinna umönnun og námi barnanna. Gögnin sýna einnig að starfsfólk telur að börnunum líði betur og minna sé um árekstra þegar börnunum fækkar ögn. Meðal annarra orða, þar sem vel tókst til jukust gæði skóla og greina mátti jákvæð áhrif á velferð barna. Að því leytinu má segja að miðað við markmiðin sem lagt var upp með hafi Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin skilað árangri, þ.e. í þeim skólum þar sem skólatímum barna fækkaði en sú varð ekki raunin alls staðar. Það er mikilvægt að samfélagið gleymi ekki að hafa hag barna að leiðarljósi í öllum þeim ákvörðunum sem að málefnum leikskóla snúa, skiptir þá engu hvort í hlut eiga atvinnurekendur, foreldrar, stéttarfélög eða rekstraraðillar. Leikskóli er meira en þak og veggir utan um öll þau börn sem þar má hýsa. Hann þarf að uppfylla ákveðin gæðastaðal og ef staðan er sú að gæðin falla undir ákveðið mark má spyrja hvort skólahugtakið standi. Breytingarnar leystu ekki allan vandann sem lýst er hér framar og í sumum skólum breyttist lítið sem ekkert, í þeim tilvikum þarf að bregðast við með öðrum hætti og má reikna með að sveitarfélögin skoði það. Í gögnum kom skýrt fram að starfsfólk telur að of mörg börn séu skráð á meðal leikskóladeild hverju sinni og ein leið til að mæta því væri þá að fækka börnum. Önnur fær leið er að takmarka keypta skólatíma við vinnutíma foreldra, þ.e. að það sé ekki sjálfsagt að allir hafi aðgang að skráningardögum og tímum utan sex gjaldfrjálsu stundanna. Það er eðlilegt að breytingar sem þessar hafi misjöfn áhrif á fjölskyldur og einhverjar óánægjuraddir heyrist en þegar upp er staðið leystu breytingarnar eins og þeim var ætlað, m.a. að bæta starf og starfsaðstæður og það var ekki bara þörf á að gera það heldur nauðsyn og því má ekki gleyma. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í tveimur ritrýndum greinum og þar má finna tilvísanir í þær heimildir sem hér er vísað til: Breytingar á rekstrarumhverfi leikskóla: Áhrif á velferð barna. Frá hlaupara til leiðtoga: Áhrif breytinga á starfsumhverfi og faglegt starf í leikskólum. Höfundar eru lektor við Háskólann á Akureyri og dósent við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Kópavogur Akureyri Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Markmið með breytingunum í Kópavogi var að “bæta starfsumhverfi í leikskólum Kópavogs og þjónustu við börn og foreldra í bæjarfélaginu. Kópavogsbær er barnvænt sveitarfélag og tilgangur breytinganna er að efla leikskólastarfið með hag barnanna í fyrsta sæti” en á Akureyri var markmiðið að: “huga að velferð starfsfólks og barna í leikskólum hvað varðar vinnuumhverfi og vinnuaðstöðu” (tilv. í fundargerðir í stjórnsýslunni). Áherslan var því tvíþætt, annars vegar á starfið í leikskólunum og hins vegar á hag barna og starfsfólks. Hún tónar einnig vel við lög um leikskóla þar sem kveðið er á um að skólunum sé “ætlað að búa börnum vandað, hvetjandi og öruggt uppeldis- og námsumhverfi þar sem velferð og farsæld barna er í fyrirrúmi”. Þátttaka foreldra í kostnaði við rekstur leikskóla er misjafn eftir sveitarfélögum en í sveitarfélögunum tveimur er nú boðið upp á sex gjaldfrjálsa skólatíma á dag og greiða foreldrar þá fyrir umfram tíma. Daga sem gjarnan eru frídagar í grunnskólum þarf að skrá mætingu sérstaklega og fyrir þá er greitt. Greiðslur eru tekjutengdar og taka mið af fjölda barna frá sama heimili. Rekstraraðillar leikskóla þekkja að það er erfitt að manna stöður í leikskólum, hvort heldur er með kennaramenntuðu fólki eða almennu starfsfólki, starfsmannavelta er tíð með tilheyrandi álagi og áreiti á börn og starfsfólk. Kjarasamningar um 36 stunda vinnuviku í skólum þar sem opnunartíminn er að lágmarki átta og hálf klukkustund bætti um betur, sérstaklega vegna þess að ekki var gert ráð fyrir auka mannskap til að mæta vinnutímastyttingunni. Ekki má gleyma að allt gerist þetta í kjölfar covid sem kom hart niður á leikskólaumhverfinu. Aðstæður í leikskólum voru því erfiðar og einkenndust af fáliðun, skorti á fagfólki og almennt erfiðum starfsaðstæðum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að í þeim skólum þar sem skólatímum barna fækkaði lýsa áhrifin sér í stöðugri mönnun sem léttir af álagi á bæði starfsfólk og börn. Það leiddi af sér að gæði skólastarfsins urðu meiri og betur var hægt að sinna umönnun og námi barnanna. Gögnin sýna einnig að starfsfólk telur að börnunum líði betur og minna sé um árekstra þegar börnunum fækkar ögn. Meðal annarra orða, þar sem vel tókst til jukust gæði skóla og greina mátti jákvæð áhrif á velferð barna. Að því leytinu má segja að miðað við markmiðin sem lagt var upp með hafi Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin skilað árangri, þ.e. í þeim skólum þar sem skólatímum barna fækkaði en sú varð ekki raunin alls staðar. Það er mikilvægt að samfélagið gleymi ekki að hafa hag barna að leiðarljósi í öllum þeim ákvörðunum sem að málefnum leikskóla snúa, skiptir þá engu hvort í hlut eiga atvinnurekendur, foreldrar, stéttarfélög eða rekstraraðillar. Leikskóli er meira en þak og veggir utan um öll þau börn sem þar má hýsa. Hann þarf að uppfylla ákveðin gæðastaðal og ef staðan er sú að gæðin falla undir ákveðið mark má spyrja hvort skólahugtakið standi. Breytingarnar leystu ekki allan vandann sem lýst er hér framar og í sumum skólum breyttist lítið sem ekkert, í þeim tilvikum þarf að bregðast við með öðrum hætti og má reikna með að sveitarfélögin skoði það. Í gögnum kom skýrt fram að starfsfólk telur að of mörg börn séu skráð á meðal leikskóladeild hverju sinni og ein leið til að mæta því væri þá að fækka börnum. Önnur fær leið er að takmarka keypta skólatíma við vinnutíma foreldra, þ.e. að það sé ekki sjálfsagt að allir hafi aðgang að skráningardögum og tímum utan sex gjaldfrjálsu stundanna. Það er eðlilegt að breytingar sem þessar hafi misjöfn áhrif á fjölskyldur og einhverjar óánægjuraddir heyrist en þegar upp er staðið leystu breytingarnar eins og þeim var ætlað, m.a. að bæta starf og starfsaðstæður og það var ekki bara þörf á að gera það heldur nauðsyn og því má ekki gleyma. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í tveimur ritrýndum greinum og þar má finna tilvísanir í þær heimildir sem hér er vísað til: Breytingar á rekstrarumhverfi leikskóla: Áhrif á velferð barna. Frá hlaupara til leiðtoga: Áhrif breytinga á starfsumhverfi og faglegt starf í leikskólum. Höfundar eru lektor við Háskólann á Akureyri og dósent við Háskóla Íslands
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar