Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Vilja að beðist verði afsökunar

Þrettán þing­menn tveggja flokka hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu þess efnis að Alþingi lýsi því yfir að rangt hafi verið að samþykkja máls­höfðun gegn fjór­um ráðherr­um í september 2010 vegna starfa þeirra í rík­is­stjórn Íslands fyr­ir efna­hags­hrunið. Auk þess eigi ráðherr­arn­ir skilið af­sök­un­ar­beiðni.

Innlent
Fréttamynd

Hefur alltaf séð mjög eftir „já“-inu

Fyrrverandi varaþingmaður Viðreisnar, sem sat á Alþingi þegar Landsréttarmálið var afgreitt snemmsumars 2017, segist alltaf hafa séð mjög eftir því að hafa greitt atkvæði með málinu. Þá segir hann Sjálfstæðisflokkinn hafa beitt aðra stjórnarflokka miklum þrýstingi í málinu á sínum tíma og lýsir hótunum um stjórnarslit „við minnsta tilefni“.

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­miðla­frum­varp og breytingar á lögum um RÚV meðal frum­varpa sem dreift var á Al­þingi í dag

Nýtt frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla var birt á vef Alþingis í kvöld. Auk fjölda annarra frumvarpa sem dreift var á Alþingi í dag, hefur sömuleiðis verið birt frumvarp um breytingar á lögum um Ríkisútvarpið sem varða upplýsingarétt almennings um tiltekin atriði er varða starfsmenn Ríkisútvarpsins.

Innlent
Fréttamynd

Kvörtun vegna ummæla Þórhildar Sunnu vísað frá

Forsætisnefnd Alþingis hefur vísað frá erindi um meint brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem varðar ummæli sem hún lét falla á þinginu þann 21. október. Ummæli Þórhildar Sunnu vörðuðu viðbrögð hennar við umfjöllun um þýðingu merkja sem lögreglukona hafði borið við skyldustörf á sáust á ljósmynd sem birtist af henni við frétt mbl.is.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin þriggja ára og ráð­herrann þrí­tugur

Þrjú ár eru í dag liðin frá því að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum í landinu. Afmælisdagurinn ber upp á sama degi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra heldur upp á þrítugsafmæli sitt.

Innlent
Fréttamynd

Búast við nýju fjölmiðlafrumvarpi

Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að reynt hafi verið að ná samkomulagi milli stjórnarflokkanna um fjölmiðlafrumvarpið sem menntmálaráðherra lagði fram á síðasta ári og fjallar um opinberan fjárstuðning til einkarekinna fjölmiðla. Nú sé búist við að nýtt frumvarp verði lagt fram.  

Innlent
Fréttamynd

„Hugsunin góð“ hjá Páli en hefði viljað ganga lengra

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar og Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, mættust í umræðu um sjávarútveg í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Alþingi samþykkti lög á verkfall flugvirkja

Frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra til laga um kjaramál flugvirkja Landhelgisgæslunnar var samþykkt rétt í þessu. Með lögunum er lagt bann við vinnustöðvun flugvirkjanna.

Innlent
Fréttamynd

Áhrifa verkfallsins muni gæta næstu mánuði

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir vonbrigði að ekki hafi tekist að leysa kjaradeilu flugvirkja hjá stofnuninni með samningum. Hins vegar hafi verið nauðsynlegt að stöðva verkfall þeirra með lögum eins og dómsmálaráðherra ákvað að gera í dag. Áhrifa verkfallsins muni engu að síður gæta fram í febrúar.

Innlent
Fréttamynd

„Stundum eru bara engin önnur úrræði“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir samstöðu hafa verið innan ríkisstjórnarinnar um að setja lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Það sé þó alltaf algjört neyðarúrræði að grípa til lagasetningar vegna vinnudeilna.

Innlent
Fréttamynd

Segja ríkið ætla sér það eitt að rjúfa tenginguna

Stjórn Flugvirkjafélags Ísland segir ljóst að það eina sem vaki fyrir íslenska ríkinu sé að slíta tengingu samnings flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni vi. Formaður félagsins telur litlar líkur á því að samninganefndir flugvirkja og ríkisins nái saman fyrir 4. janúar.

Innlent
Fréttamynd

Réttar­tann­læknar saka Rósu Björk um al­var­legar rang­færslur

Fjórir réttartannlæknar, sem hafa séð um aldursgreiningar flóttamanna hér á landi frá upphafi, hafa gert harðorðar athugasemdir við frumvarp Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur til breytinga á lögum um útlendinga. Telja þeir frumvarpið auðvelda fullorðnum að smeygja sér í raðir barna til að njóta réttarverndar sem ætluð er börnum.

Innlent