Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Ljóst að stjórnar­and­staðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, segir nýjar kannanir sýna það greinilega að kjósendum líki það vel að sjötugustu og fyrstu grein þingskaparlaga, sem sumir hafa kallað „kjarnorkuákvæðið“, hafi verið beitt af stjórnarflokkunum til að ljúka umræðum um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Staða Sjálf­stæðis­flokksins versnar eftir þing­lok

Samfylkingin mælist langstærsti flokkurinn í nýrri könnun Maskínu, með 31 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er næststærstur með átján prósent, en það vekur athygli að fylgi flokksins dalaði verulega við þinglok og hefur sjaldan mælst jafn lítið í könnunum Maskínu. Varaformaðurinn telur hækkuð veiðigjöld skila auknu fylgi til flokksins. 

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­sagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálf­krafa við að ganga inn í Evrópu­sam­bandið“

Nefndarmaður Sjálfstæðisflokksins í atvinnuveganefnd segir það verulega gagnrýnisvert að atvinnuvegaráðherra hafi skrifað undir viljayfirlýsingu milli Íslands og Evrópusambandsins án þess að bera það undir þingið. Formaður atvinnuveganefndar segir sjálfsagt að taka málið fyrir á fundi þó hann sé verulega á móti Evrópusambandinu.

Innlent
Fréttamynd

Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í at­vinnu­vega­nefnd

Njáll Trausti Friðbertsson hefur óskað eftir fundi í atvinnuveganefnd með ráðherra vegna viljayfirlýsingar milli Íslands og Evrópusambandsins um „aukið samstarf í málefnum hafsins og sjávarútvegs.“ Óskað er eftir því að fundað verði sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Geta greint frá svörum Þor­gerðar ef hún gefur leyfi

Formaður utanríkismálanefndar segir sjálfsagt mál að utanríkismálanefnd komi saman og ræði stefnu Íslands í Evrópumálum, eftir heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB hingað til lands í liðinni viku. Trúnaður ríkir um það sem nefndarmanna fer á milli, nema annað sé ákveðið.

Innlent
Fréttamynd

„Lífið er miklu meira en peningar“

Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur vakið mikla athygli, annaðhvort fyrir vasklegan framgang í þágu hagsmuna almennings eða þá hagsmuna kvótakónga og stórútgerðarinnar. Það fer eftir því hvernig litið er á umtalaða hækkun veiðigjalda. Hann kemur úr auðugri fjölskyldu, hefur verið virkur á hlutabréfamarkaði og meðal annars fjárfest í sjávarútvegsfyrirtækjum. Hann segir ástríðuna alltaf þá sömu, að hjálpa börnum og unglingum. Lífið sé svo miklu meira en peningar.

Innlent
Fréttamynd

Vísar gagn­rýni stjórnar­and­stöðunnar á bug

Forseti Alþingis vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á hendur henni vegna beitingar 71. greinar þingskapalaga undir þinglok í síðustu viku á bug. Hún hafi verið að sinna skyldum sínum sem forseti þingsins þegar hún tók ákvörðun um beitingu hennar. 

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um brostin lof­orð ríkis­stjórnarinnar

Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. Í dag verður tekist á um veiðigjöldin og meðal annars rætt um heimsókn Ursulu von der Leyen, þinglok, fjármaámarkaði og fleira.

Innlent
Fréttamynd

Þor­gerður til í fund og það strax

Búið er að boða til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis strax á mánudag eftir að þingmenn stjórnarandstöðu óskuðu eftir því að svo yrði gert. Utanríkisráðherra segir miður að stjórnarandstaðan reyni að gera heimsókn forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins tortyggilega. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir ríkisstjórnina sjálf gera heimsóknina tortryggilega.

Innlent
Fréttamynd

Þetta er allt hinum að kenna!

Nýliðin þinglok voru fyrir margra hluta sakir áhugaverð. Ákvörðun meirihluta Alþingis um að nýta kjarnorkuákvæði 71. gr. þingskapalaga til þess að koma í gegn frumvarpi atvinnuvegaráðherra um skattahækkun á sjávarútveginn mun að líkindum breyta þingstörfum um ókomna tíð.

Skoðun
Fréttamynd

Af­leiðingarnar velti á Flokki fólksins

Prófessor emeritus í stjórnmálafræði segir það að sumu leyti óheppilegt hve skarðan hluta Flokkur fólksins bar frá borði á síðasta löggjafarþingi. Sum af stærstu kosningaloforðum flokksins urðu ekki að lögum og þurfa því að bíða fram á haust. Fordæmalaust málþóf hafi þó sett strik í reikninginn.

Innlent
Fréttamynd

Aukið við sóun með ein­hverjum ráðum

Eitt þeirra mála sem ekki tókst að afgreiða fyrir þinglok var frumvarp atvinnuvegaráðherra um að tryggja 48 strandveiðidaga á ári. Í umfjöllun Morgunblaðsins þann 15. júlí lýsir atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, því yfir að það sé miður að frumvarpið hafi ekki fengið hljómgrunn í þinglokaviðræðum. Jafnframt segir hún að nú sé verið að skoða hvort einhverjar leiðir séu færar til að verða við því.

Skoðun
Fréttamynd

Fagnar á­herslum ríkis­stjórnarinnar í sjávar­út­vegi

Halla Hrund Logadóttir þingkona Framsóknarflokksins segist styðja markmið ríkisstjórnarinnar um að auka ábata þjóðarinnar af sjávarútvegi. Hún ákvað að taka ekki þátt í málþófi stjórnarandstöðunnar í veiðigjaldamálinu og tók ekki þátt í lokaatkvæðagreiðslu um frumvarpið í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ræðukóngurinn talaði í rúman sólar­hring

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins raða sér í flest efstu sætin á lista yfir þá sem töluðu mest á liðnum þingvetri. Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring og segir titilinn leggjast ágætlega í sig

Innlent
Fréttamynd

Stjórn­mál sem virka og lýð­ræði sem kemst ekki fyrir í um­slagi

Fyrsta þinginu eftir hrein stjórnarskipti undir lok síðasta árs lauk á mánudag. Það byrjaði mun seinna en vani er fyrir en stóð á endanum líka um mánuði lengur. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur lagði fram afar metnaðarfulla stefnuyfirlýsingu og þingmálaskrá sem endurspeglaði að þrír flokkar breytinga og verka voru teknir við af kyrrstöðustjórn gömlu valdaflokkanna.

Skoðun
Fréttamynd

Inga ætlar ekki að biðjast af­sökunar

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hyggst ekki biðjast afsökunar á því að hafa spurt hvort stjórn­ar­andstaðan vildi að á Íslandi ríkti þannig ástand að nýir vald­haf­ar þyrftu að draga þá gömlu und­ir hús­vegg og skjóta þá svo að valda­skipti væru tryggð.

Innlent