Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Hvað svo?

Stjórnartíð VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur ekki farið vel með heilsu ríkissjóðs. Viðvarandi hallarekstur hins opinbera er nú staðreynd sem ríkisstjórnin telur sig ekki geta undið ofan af á kjörtímabilinu. Meðalið, sem á að efla þrekið alla vega næsta árið, er fólgið í ríflega 70 milljarða söluandvirði þess hluta sem ríkið á enn í Íslandsbanka.

Skoðun
Fréttamynd

Hefðu ekki náð öllum mark­miðum sölunnar á hærra verði

Ríkið hefði ekki getað náð öllum markmiðum sínum með sölu á hlut í Íslandsbanka og fengið hærra verð fyrir, að sögn fjármálaráðherra. Hann segist ekki sjá orsakasamhengi á milli mistaka sem gerð voru í söluferlinu og þess að rangar ákvarðanir hafi verið teknar.

Innlent
Fréttamynd

Katrín aldrei í sam­skiptum við Gretu Thun­berg

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gaf Björk Guðmundsdóttur, söngkonu, aldrei fyrirheit um að gefa út formlega yfirlýsingu um neyðarástand í loftslagsmálum, þvert á fullyrðingar Bjarkar. Þá var forsætisráðherra aldrei í samskiptum við Gretu Thunberg sem Björk sagði að hefði verið með í ráðum.

Erlent
Fréttamynd

Katrín varði Bjarna fimlega á þinginu

Þingmennirnir Kristrún Frostadóttir Samfylkingu, Halldóra Mogensen Pírötum og Þorgerður K. Gunnarsdóttir Viðreisn sóttu hart að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á þinginu nú rétt í þessu.

Innlent
Fréttamynd

Sér engar al­var­legar á­bendingar um lög­brot

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki sjá neinar alvarlegar ábendingar eða ásakanir um lögbrot í skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.  Hann segir að vandlega verði farið yfir þær ábendingar sem finna má í skýrslunni.

Innlent
Fréttamynd

Klúður! Stað­fest

Það er ljóst á skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandsbankasöluna, sem birt hefur verið á vef stofnunarinnar, að þessari ríkisstjórn eru ákaflega mislagðar hendur við að skipuleggja stór verkefni. Stærstu tíðindin eru auðvitað þau að þetta klúður stjórnvalda kemur að öllum líkindum í veg fyrir að meira verði selt í bankanum í bráð.

Skoðun
Fréttamynd

Banka­sýslan bregst við Ís­lands­banka­skýrslunni: Fram­kvæmd sölunnar hafi verið í fullu sam­ræmi við lög

Bankasýsla ríkisins gerir viðamiklar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem birt verður á morgun. Bankasýslan segir meðal annars að fyrirkomulag sölunnar hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur og að starfsfólk stofnunarinnar búi yfir haldgóðri menntun og mikilli reynslu af umsýslu og sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjöl­þættir ann­markar á Ís­lands­banka­sölunni

Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan verður gerð opinber eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins um hana á morgun. Í skýrslunni er fjallað um „fjölþætta annmarka“ á undirbúningi og framkvæmd sölunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Satt, hálf­satt og ó­satt í um­ræðu um læsis­kennslu á Ís­landi: Stríð og friður um læsis­kennslu í ís­lenskum skólum

Umræðan um læsiskennslu í íslenskum grunnskólum tekur stundum á sig undarlegar myndir. Flest skólafólk man eflaust eftir því þegar reynt var að hasla þjóðarátaki um læsi völl, haustið 2015, með áhlaupi á þróunarstarf undir merkjum Byrjendalæsis og gera um leið lítið úr faglegum heilindum og dómgreind kennara og skólastjóra sem innleitt höfðu verkefnið.

Skoðun
Fréttamynd

Biðin eftir leigubíl

Við viljum meira frelsi á leigubílamarkaði. Það sýnir nýleg könnun Maskínu. Hún sýnir líka að stórnotendur þjónustunnar eru þeir sem helst vilja sjá breytingar.

Skoðun
Fréttamynd

„Þurfum að fylgja vísindunum í notkun hugvíkkandi efna“

Formaður læknaráðs Landspítalans er ánægður yfir auknum áhuga á geðheilbrigðismálum sem lýsi sér m.a. í nýrri þingsályktunartillögu um sílósíbín sem finnst í ofskynjunarsveppum. Það sé hins vegar mikilvægt að bíða eftir frekari rannsóknum um efnið. Íslendingar hafi þegar fengið tilboð um að taka þátt í síðasta fasa stórrar rannsóknar á gagnsemi efnisins.  

Innlent
Fréttamynd

Jólabónus á þriðja farrrými

Farþegaskipið glæsta Titanic sökk eins og frægt er fyrir 110 árum. Slysið var afar mannskætt. Aðeins 705 manns björguðust af 2224. Langflestir þeirra farþega sem björguðust voru á fyrsta farrými en flestir farþeganna sem létust voru á þriðja farrými. Þaðan var löng leið og torsótt upp á þilfar og björgunarbátar allt of fáir þegar loks kom að þeim.

Skoðun
Fréttamynd

SOS allt í neyð

Í þessari viku mælti ég fyrir tillögu minni til þingsályktunar um fyrirkomulag matvælaframleiðslu til neyðarbirgða. Með tillögunni er matvælaráðherra falið af Alþingi að útfæra fyrirkomulag vegna neyðarbirgða landbúnaðarafurða sem hægt er að framleiða hér á landi við endurskoðun búvörusamninga árið 2023 þar sem markmiðið yrði að tryggja lágmarksbirgðir af landbúnaðarafurðum í landinu á hverjum tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Umræðan verði að fara fram á grundvelli staðreynda – ekki tilfinningu

Helga Vala Helgadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis, er undrandi að loknum nefndarfundi með ráðherra og Útlendingastofnun um hælisleitendur. Hún segir fjölmörgum spurningum ekki svarað þrátt fyrir að gestir nefndarinnar hafi fengið þær fyrir fram. Skortur á upplýsingum og heildarsýn sé ekki góð því umræðan verði að fara fram á grundvelli staðreynda - ekki tilfinningu.

Innlent
Fréttamynd

100 þúsund króna högg fyrir há­tíðirnar

Tekjulægstu einstaklingar landsins hafa fengið vel yfir 100 þúsund króna högg þetta árið. Öryrkjar- og ellilífeyrisþegar á grunnlífeyri eru með um 300 þúsund krónur á mánuði í óskertar tekjur. Langar greinar mætti skrifa um uppsafnaða skuld við þessa samborgara okkar, hvernig pólitísk ákvörðun hefur verið tekin um að fylgja ekki lögum um almannatryggingar og auka ójöfnuð á kostnað örorku- og ellilífeyrisþega.

Skoðun
Fréttamynd

Bjarni segir stjórnvöld ekki eiga að tryggja öllum sömu niðurstöðu í lífinu

Matvælaráðherra segir að málaferli gegn Samherja vegna meintrar spillingar hafi skaðað orðspor íslensks sjávarútvegs og fjármálaráðherra telur að stjórnvöld eigi að tryggja að allir hafi sömu tækifæri en eigi ekki einu sinni að reyna að tryggja öllum sömu útkomu í lífinu. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Þver­pólitísk sátt um of­skynjunar­sveppi

Þingmenn úr öllum flokkum standa að baki þingsályktunartillögu sem var mælt fyrir á Alþingi í dag um að heimila notkun efnisins sílósíbín í geðlækningaskyni. Efnið er svokallað hugvíkkandi efni og er virka efnið í 250 mismunandi sveppategundum, sem stundum eru nefndir ofskynjunarsveppir.

Innlent
Fréttamynd

Á Íslandi missa um 100 börn foreldri í ár

Á hverju ári verða um 100 börn á Íslandi fyrir því þunga áfalli að missa foreldri. Á árunum 2009–2018 misstu 1.007 börn á Íslandi foreldri samkvæmt tölum Hagstofunnar. Á því tímabili létust 649 foreldrar barna undir 18 ára aldri; 448 feður og 201 móðir. Um 40% foreldranna létust úr krabbameinum. Það er sárt til þess að hugsa á hverju ári upplifi svo mörg börn þá sáru sorg að missa mömmu sína eða pabba.

Skoðun