Staða bænda grafalvarleg Ingibjörg Ólöf Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, segir stöðu bænda í kjölfar innrás Rússa í Úkraínu vera grafalvarlega. Hún ræddi mögulegar aðgerðir á eldhúsdegi Alþingis. Innlent 8. júní 2022 20:11
„Hvað er að hjá ríkisstjórn eftir ríkisstjórn sem nærir þá auðugu á kostnað þeirra sem verst hafa það hér á landi?“ Þingflokksformaður Flokks fólksins sagði ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur vera fulltrúa þeirra sem nóg hafa á milli handanna og vilji helst ekki vita af tilvist fátæks fólks, öryrkja, fatlaðra og aldraðs fólks, í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum Alþingis. Innlent 8. júní 2022 20:02
Alþjóðasamstarf mikilvægt á tímum stríðs Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er þakklát fyrir þann samhug sem ríkt hefur á Íslandi um viðbrögð við innrás Rússlands í Úkraínu. Hún segir að alþjóðasamstarf sé lykillinn að hagsæld og að litlar líkur séu á því að friður verði rofinn í kringum okkur. Innlent 8. júní 2022 19:55
Bein útsending: Styttri eldhúsdagsumræður en venjulega Almennar stjórnmálaumræður, oft nefndar eldhúsdagsumræður, fara fram á Alþingi í kvöld. Umræðurnar hefjast klukkan 19:35 í kvöld og er áætlað að þær standi yfir til klukkan 21.45. Innlent 8. júní 2022 19:02
Ekki spretta grös við einsamlan þurrk Sú staða sem uppi er í heiminum í dag minnir okkur rækilega á hversu mikilvægt það er að tryggja fæðuöryggi í landinu. Innlend framleiðsla mun seint geta uppfyllt alla þá fjölbreytni sem eftirspurnin krefst. Skoðun 8. júní 2022 14:30
Minna talað á Alþingi í kvöld en oft áður Breytt fyrirkomulag verður á eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld með það að markmiði að stytta umræðurnar. Forseti Alþingis segir til greina koma að breyta einnig fyrirkomulagi á umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Innlent 8. júní 2022 13:49
Telur frumvarp Katrínar innleiða aftur bann við guðlasti Þingmaður Flokks fólksins telur að frumvarp forsætisráðherra um jafna meðferð fólks óháð kynþætti og þjóðernisuppruna feli í sér að bann við guðlasti sem var afnumið árið 2015 verði komið aftur á. Vegið sé að tjáningarfrelsinu með því. Innlent 8. júní 2022 09:17
„Það hefur alls ekki skort fjármagnið“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um stöðuna í heilbrigðiskerfinu, á Alþingi í dag. Innlent 7. júní 2022 14:51
Þörf á langtímasýn frekar en átaki í geðheilbrigðismálum Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis segir fátt koma óvart í svartsýnni skýrslu Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu. Of oft hafi stjórnvöld ráðist í átak í hinum og þessum málaflokkum en nú skorti langtímasýn, fjármagnaðar aðgerðir og pólitískt þrek. Innlent 7. júní 2022 13:30
Telja kynt undir ofbeldi í garð leigubílstjóra Bandalag íslenskra leigubifreiðarstjóra leggst alfarið gegn frumvarpi innviðaráðherra um leigubílakstur, sem ætlað er að rýmka mjög þau skilyrði sem þarf til að reka leigubíl. Formaður félagsins segir að beinlínis sé kynt undir ofbeldi í garð leigubílstjóra. Innlent 7. júní 2022 12:00
Leggjum raunverulega áherslu á skaðaminnkun Mér barst nýlega svar frá dómsmálaráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi um vörslu ávana- og fíkniefna til eigin nota. Svarið sem ég fékk var því miður ófullkomið, sem sagt á þá leið að ekki væri unnt að fá svar varðandi umbeðið tímabil. Tilgangur fyrirspurnarinnar var að skoða þróun lagaframkvæmdar varðandi ávana- og fíkniefni sem lýtur að vörslu svonefndra neysluskammta. Skoðun 7. júní 2022 07:30
Vinna ríkisstjórnarinnar ótrúverðug ef frumvarp Jóns nær fram að ganga Þingmaður Pírata segir að ríkisstjórnin geti ekki sett á fót ráðherranefnd sem endurskoða eigi útlendingamál á sama tíma og samþykkja eigi útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Forsætisráðherra segir að með nefndinni sé verið að setja útlendingamál í forgang. Innlent 4. júní 2022 12:59
Gagnrýnir ákvörðun flokkssystur um „enn eina nefndina“ Varaþingkona VG gagnrýnir sjávarútvegsráðherra og flokkssystur fyrir að setja á laggirnar enn eina nefndina um endurskoðun kvótakerfisins. Það sé brýnt að taka til hendinni strax og byggja á þeim gögnum sem nú þegar liggja fyrir. Innlent 3. júní 2022 13:52
Að minnsta kosti bið fram á haust eftir forgangsröðun jarðganga Það ætti að koma í ljós á næsta löggjafarþingi hvaða jarðgangakostum verður forgangsraðað. Þá mun þingið taka fyrir þingsályktunartillögu um nýja samgönguáætlun fyrir árin 2023-2037 þar sem jarðgangakostum verður forgangsraðað Innlent 3. júní 2022 11:10
Leigubílavandinn verður að leysast Í tæplega þrjátíu ár hafa stjórnvöld haft þak á leyfum til að veita leigubílaþjónustu. Þrátt fyrir fólksfjölgun, og gríðarlega fjölgun ferðamanna, hefur fjölgun leyfa alls ekki náð að mæta aukinni eftirspurn. Skoðun 3. júní 2022 08:31
Fylgi VG ekki verið minna síðan 2013 Fylgi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur ekki verið minna síðan fyrir alþingiskosningarnar árið 2013. Ný könnun Þjóðarpúls Gallup sýnir að stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka. Innlent 2. júní 2022 21:46
Inga segir Vinstri græn hafa svikið blóðmerarnar Inga Sæland fordæmir afstöðu vinstri grænna en tveir úr þeim flokki eru meðflutningsmenn hennar á frumvarpi þar sem lagt er til að bann verði lagt við blóðmerahaldi á Íslandi. Innlent 2. júní 2022 13:45
Afvegaleiðing Íslandsbankamálsins Íslandsbankamálið er í sérkennilegum farvegi eftir að Bjarni Benediktsson tók fram fyrir hendurnar á Alþingi um það hvar málið yrði rannsakað og beitti sér fyrir því að Ríkisendurskoðun tæki upp málið. Skoðun 2. júní 2022 13:30
Segir fyrirkomulag fasteignagjalda meingallað Fjármálaráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda vera meingallað. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stíga þurfi inn í þróunina og koma í veg fyrir hækkandi álögur. Innlent 2. júní 2022 12:03
Bjarni gerði athugasemd við endurgreiðslufrumvarp Lilju Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist í svari við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafa gert athugasemd við frumvarp Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á ríkisstjórnarfundi. Innlent 2. júní 2022 11:14
Bjartsýn á að Tyrkjum snúist hugur Umræða um staðfestingu á viðbótarsamningi Atlantshafsbandalagsins um inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í bandalagið hófst á Alþingi í gær. Yfirgnæfandi stuðningur var við málið á þinginu, þvert á flokka. Innlent 2. júní 2022 10:23
Starfshópur leggur til að blóðmerahald verði áfram leyfilegt Starfshópur, sem skipaður var af matvælaráðherra í lok síðasta árs, leggur til að blóðmerahald verði áfram leyfilegt. Matvælaráðherra hefur ákveðið að setja reglugerð um starfsemina sem gildir til þriggja ára þar sem skýrt er kveðið á um hvaða skilyrði starfsemin þurfi að uppfylla. Innlent 1. júní 2022 22:04
Diljá segir hatur og mannfyrirlitningu vella upp úr séra Davíð Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins, 4. varaforseti Alþingis, vandar séra Davíð Þór Jónssyni sóknarpresti í Laugarneskirkju ekki kveðjurnar í pistli sem birtist í Fréttablaðinu. Innlent 1. júní 2022 13:45
„Háttvirtur þingmaður er fallinn frá,“ sagði forsetinn og hló Líneik Anna Sævarsdóttir stýrði löngum fundi Alþingis í gær en rétt fyrir fundarslit varð henni á þegar hún tilkynnti þingheimi að Helga Vala Helgadóttir væri fallin frá. Lífið 1. júní 2022 12:30
Verðum að gera betur! Á síðustu árum höfum við fylgst með baráttu foreldra og annarra aðstandenda einstaklinga sem látið hafa lífið þar sem lögregla taldi tilefni til að hefja lögreglurannsókn á orsökum andlátsins. Skoðun 1. júní 2022 12:01
Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku. Innlent 31. maí 2022 20:40
„Draugagangur“ varð til þess að Guðni Th. birtist á sjónvarpsskjáum Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, voru báðar merktar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, þegar þær voru í ræðustól í umræðum á Alþingi í dag. Innlent 31. maí 2022 18:13
Willum Þór að missa lykilleikmenn úr liðinu Hart var sótt að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra á þinginu nú rétt í þessu, undir liðnum „störf þingsins“ vegna ófremdarástands á bráðamóttökunni. Helga Vala Helgadóttir reyndi að ná til ráðherra með líkingarmáli sem hún ætlar að hann skilji. Innlent 31. maí 2022 14:05
Vilja stuðla að auknu valfrelsi um hvar fólk vinnur Þingflokkur Viðreisnar vill að vinnumarkaðsráðherra skoði tækifæri í fjarvinnu og móti fjarvinnustefnu fyrir íslenskan vinnumarkað. Þingmaður segir að skrifstofan sé ekki eini vinnustaðurinn sem er í boði og aukið valfrelsi um að vinna heima sé af hinu góða. Innlent 29. maí 2022 20:58
Fjölgar atvinnuleyfum fyrir leigubíla um hundrað Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að fjölga atvinnuleyfum fyrir leigubifreiðaakstur um hundrað á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum, eða svokölluðu „takmörkunarsvæði I“. Innlent 27. maí 2022 15:04
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent