

Andlát

Sonur Michaels Ballack lést í fjórhólaslysi
Emilio, sonur Michaels Ballack, lést í fjórhjólaslysi í Portúgal í morgun. Hann var átján ára.

TikTok-stjarna skotin til bana
Hinn nítján ára gamla TikTok-stjarna Anthony Barajas var skotinn til bana í síðustu viku. Fjölskylda hans greindi frá andlátinu á laugardaginn.

Ungi sleggjukastarinn sem fékk sleggjuna í höfuðið er látinn
Frjálsíþróttakonan efnilega Alegna Osorio frá Kúbu er látin en hún varð fyrir skelfilegu slysi á æfingu í vor.

Bassaleikari ZZ Top er dáinn
Dusty Hill, bassaleikari hljómsveitarinnar víðfrægu ZZ Top er dáinn. Hann var 72 ára gamall og lést í svefni á heimili sínu í Houston í Bandaríkjunum.

Joey Jordison trommari Slipknot er dáinn
Joey Jordison, trommari og einn stofnenda hljómsveitarinnar Slipknot, er dáinn. Hann var 46 ára gamall og er sagður hafa dáið friðsamlega í svefni. Dánarorsök liggur ekki fyrir.

Fjórtán ára strákur lést í mótorhjólakeppni
Hryllilegt slys varð í mótorhjólakeppni á Spáni í gær þegar fjórtán ára spænskur strákur varð fyrir hjóli annars keppenda og lést af sárum sínum.

Otelo látinn 84 ára að aldri
Portúgalski uppreisnarleiðtoginn Otelo Saraiva de Carvalho lést í gær, 84 ára að aldri. Otelo, eins og hann er best þekktur, dó á hersjúkrahúsi í Lissabon í gær að sögn uppreisnarhópsins April Captains.

Teiknari Múhameðsmyndanna er látinn
Danski skopmyndateiknarinn Kurt Westergaard, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa teiknað skopmyndaseríu af Múhameð spámanni og vekja þannig mikla reiði hjá fjölda múslima víða um heim, er látinn. Hann var 86 ára.

Biz Markie er látinn 57 ára að aldri
Rapparinn Biz Markie er látinn, 57 ára að aldri. Markie var fæddur og uppalinn í New York og var þekktastur fyrir taktsmíði og framleiðslu.

Víkingurinn allur
Andy Fordham, fyrrverandi heimsmeistari í pílukasti, er látinn, 59 ára að aldri. Fjölmargir þekktir pílukastarar hafa minnst hans á samfélagsmiðlum.

Þekktasti blaðamaður Hollands dáinn eftir skotárás í síðustu viku
Peter R. de Vries, þekktur hollenskur rannsóknarblaðamaður er látinn. Hann dó í dag eftir að hafa verið skotinn á götu út í Amsterdam í síðustu viku, þann 6. júlí. De Vries dó af sárum sínum í dag en hann var 64 ára gamall.

Þórunn Egilsdóttir er látin
Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er látin eftir baráttu við brjóstakrabbamein. Hún lést á sjúkrahúsinu á Akureyri í gærkvöldi.

Fyrrum framherji enska landsliðsins látinn
Paul Mariner, fyrrum framherji enska landsliðsins, er látinn. Mariner, sem var 68 ára, lést í faðmi fjölskyldunnar eftir stutta baráttu við krabbamein.

Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu
Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi.

Harmleikjakóngur Bollywood er látinn
Indverski leikarinn Dilip Kumar, sem hefur verið kallaður Harmleikjakóngur Bollywood, er látinn. Hann lést í morgun, 98 ára að aldri.

Tryggvi Ingólfsson er látinn
Tryggvi Ingólfsson, fyrrverandi verktaki á Hvolsvelli, er látinn, 71 árs að aldri. Tryggvi stofnaði verktakafyrirtækið Jón og Tryggvi ehf. með Jóni Óskarssyni árið 1980 og starfaði félagið til ársins 2006.

Braga og Gunnars minnst á Alþingi
Þingmenn minntust tveggja látinna þingmanna – þeirra Braga Níelssonar og Gunnars Birgissonar – þegar þing kom saman klukkan 11 í morgun. Bragi lést 13. júní síðastliðinn og Gunnar 14. júní.

Richard Donner er látinn
Leikstjórinn og framleiðandinn Richard Donner lést í dag, 91 árs að aldri. Hann var helst þekktur fyrir að hafa leikstýrt Lethal Weapon fjórleiknum og fyrstu Superman kvikmyndinni.

Markvörður Lettlands látinn aðeins 24 ára að aldri
Matiss Kivlenieks, markvörður Lettlands og Columbus Blue Jackets í NHL-deildinni í íshokkí, er látinn aðeins 24 ára að aldri. Aðeins rúmur mánuður er síðan Kivlenieks stóð í markinu er Lettland vann frækinn 2-0 sigur á Kanada á HM í íshokkí.

Donald Rumsfeld er dáinn
Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er dáinn en hann var 88 ára gamall. Rumsfeld dó í dag í Nýju Mexíkó. Rumsfeld vann fyrir fjóra forseta Bandaríkjanna var varnarmálaráðherra bæði George W. Bush og Gerald Ford og leiddi ráðuneytið í innrásum Bandaríkjanna í Afganistan og Írak.

„Peps“ Persson fallinn frá
Sænski tónlistarmaðurinn Peps Persson er fallinn frá, 74 ára að aldri. Umboðsmaður Perssons segir að hann hafi látist á laugardaginn, eftir að hafa glímt við veikindi um nokkurt skeið.

Skid Row-söngvarinn Johnny Solinger látinn
Bandaríski söngvarinn Johnny Solinger, sem var um árabil söngvari þungarokkssveitarinnar Skid Row, er látinn, 55 ára að aldri.

Fyrrverandi forseti Filippseyja fallinn frá
Benigno Aquino, fyrrverandi forseti Filippseyja, er látinn, 61 árs að aldri. Aquino var forseti landsins á árunum 2010 til 2016.

Umdeildur tæknifrömuður fannst látinn í fangelsi
John McAfee, bandaríski tæknifrömuðurinn, fannst látinn í fangaklefa sínum á Spáni skömmu eftir að þarlendur dómstóll heimilaði framsal hans til Bandaríkjanna. McAfee átti að hafa falið sig um tíma á Dalvík þegar hann var á flótta.

Ofurhugi látinn eftir tilraun til heimsmets
Bandaríski ofurhuginn Alex Harvill er látinn eftir að hafa lent í slysi þar sem hann var að undirbúa tilraun til að slá heimsmet þegar kemur að lengsta stökki á mótorhjóli af rampi.

Fyrsti forseti Sambíu fallinn frá
Kenneth Kaunda, sem var fyrstur til að gegna embætti forseta Afríkuríkisins Sambíu, er látinn, 97 ára að aldri. Hann var einn síðasti eftirlifandi af þeirri kynslóð leiðtoga Afríkuríkja sem hafði barðist gegn nýlendustefnu Evrópuríkja.

Látin eftir slys í Hvalfirði
Konan sem féll í skriðu í Hvalfirði síðastliðið þriðjudagskvöld lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi í morgun. Hún hét Sólveig Katrín Hallgrímsdóttir og var fædd árið 1977.

Gone-Girl stjarnan Lisa Banes látin eftir árekstur
Bandaríska leikkonan Lisa Banes, sem meðal annars er þekkt fyrir hlutverk sitt í spennumyndinni Gone Girl, er látin, 65 ára að aldri. Rafhlaupahjóli eða léttu bifhjóli var ekið á Banes nærri Lincoln Center í New York þann 4. júní og hafði hún dvalið á gjörgæslu sjúkrahúss í borginni síðan.

Gunnar Birgisson er látinn
Gunnar Birgisson, fyrrverandi alþingismaður og bæjar- og sveitarstjóri, er látinn. Samkvæmt andlátstilkynningu í Morgunblaðinu lést Gunnar á heimili sínu í gær. Hann var 73 ára.

Maðurinn á bak við „stærstu fjölskyldu heims“ látinn
Ziona Chana, maðurinn á bakvið eina stærstu fjölskyldu heims, er látinn. Chana, sem er sagður hafa átt 38 konur, 89 börn og 36 barnabörn, var 76 ára.