

Bónus-deild karla
Leikirnir

Olnbogarnir sem hafa komið Drungilas í kast við körfuboltalögin
Allra augu í Síkinu í kvöld verða eflaust á Adomas Drungilas þegar Tindastóll tekur á móti Val í öðrum leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.

„Drungilas er gríðarlega heppinn“
Teitur Örlygsson, sérfræðingur Subway Körfuboltakvölds, segir að Adomas Drungilas, leikmaður Tindastóls, geti prísað sig sælan að sleppa við leikbann fyrir að slá Kristófer Acox, leikmann Vals, í fyrsta leik liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.

Drungilas slapp við bann og spilar í Síkinu í kvöld
Nú er orðið ljóst að Adomas Drungilas verður ekki dæmdur í leikbann fyrir brot sitt á Kristófer Acox í fyrsta leik úrslitaeinvígis Tindastóls og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.

Ítalskur níðsöngur á Hlíðarenda
Það er alþekkt að stuðningsfólk íþróttaliða syngi söngva til að styðja lið sitt og jafnvel til að ögra andstæðingnum. Það er þekkt að sama laglínan fari landanna á milli en það er þó sjaldan sem það er fréttnæmt, fyrr en nú.

Pavel hvetur til stillingar: Jákvæðni á samfélagsmiðlum, kaffistofum og ekki síst vellinum
Pavel Ermolinski, þjálfari Tindastóls, hefur hvatt stuðningsfólk liðsins að sína stillingu en liðið er í miðri rimmu gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Vals um Íslandsmeistaratitilinn.

Gæti fengið bann rétt fyrir leik eftir blóðugt högg í Kristófer
Dregið gæti til stórra tíðinda í aðdraganda leiks Tindastóls og Vals í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta annað kvöld því Adomas Drungilas hefur verið kærður vegna höggsins sem hann veitti Kristófer Acox í fyrsta leik einvígisins.

Hilmar Smári spilar áfram með Haukaliðinu
Hilmar Smári Henningsson verður áfram í herbúðum Hauka í Subwaydeild karla á næstu leiktíð en þetta staðfesta Haukar á miðlum sínum.

Subway Körfuboltakvöld: Hefði Drungilas átt að fá brottvísun?
Tindastóll bar sigurorð af Val í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í gærkvöldi. Atvik á milli Adomas Drungilas og Kristófer Acox varð að umfjöllunarefni í Subway Körfuboltakvöldi eftir leik.

„Eitt það erfiðasta sem ég hef gert“
Hörður Axel Vilhjálmsson segir að það hafi verið eitt það erfiðasta sem hann hefur gert að hætta sem þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfuknattleik.

Umfjöllun og viðtöl: 82-83: Valur - Tindastóll | Stólarnir komnir í 1-0 eftir dramatík undir lokin
Tindastóll er með 1-0 forystu í úrslitaeinvíginu gegn Val í Subway-deild karla í körfuknattleik. Stólarnir voru nálægt því að missa niður tuttugu stiga forskot í síðari hálfleiknum.

Finnur Freyr: Mér finnst við eiga mikið inni og er bara spenntur að fara í næsta leik
Valsmenn lutu í gras í fyrsta leik úrslitarimmunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld, í leik sem varð æsispennandi síðustu fimm mínúturnar. Fram að þeim tímapunkti virtust Valsmenn í raun alls ekki líklegir til að ógna forystu gestanna en hrukku hressilega í gang og voru næstum búnir að stela sigrinum.

Áhugaverðasta sögulínan fyrir seríuna: „Einvígi þeirra á milli“
Körfuboltasérfræðingurinn Kjartan Atli Kjartansson segir samband Pavel Ermolinskij, þjálfara Tindastóls og Finns Frey Stefánssonar, þjálfara Vals eina áhugaverðustu sögulínu komandi úrslitaeinvígis liðanna í Subway deildinni sem hefst í kvöld.

Eftirspurnin margföld á við framboðið: „Það eru forréttindi“
Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals segir eftirspurnina eftir miðum á fyrsta leik Vals og Tindastóls í úrslitum Subway deildarinnar mun meiri en framboðið. Það sé af hinu góða, forréttindi sem eigi að njóta.

Grindavík fær mikinn liðsstyrk: „Langt síðan svona stór prófíll hefur komið“
Körfuknattleikslið Grindavíkur hefur tryggt sér afar öflugan liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í Subway-deild karla en í dag var tilkynnt um samninga við tvo nýja leikmenn.

Gerir ráð fyrir að spila áfram og segir engin særindi út í Keflavík
Í gær var greint frá því að Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika með Keflavík í Subway-deildinni á næstu leiktíð. Hörður Axel gerir ráð fyrir að spila á næstu leiktíð en segist setja fjölskylduna í fyrsta sætið.

Haukur Helgi yfirgefur Njarðvík
Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson hefur ákveðið að segja skilið við Njarðvík en greint var frá þessu á heimasíðu Njarðvíkur nú undir kvöld.

Jóhann Þór áfram með Grindvíkinga
Jóhann Þór Ólafsson verður áfram þjálfari Grindvíkinga í Subway-deild karla á næsta tímabili en skrifað var undir samning þess efnis nú undir kvöld.

Hörður Axel hættur hjá Keflavík
Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika áfram með körfuknattleiksliði Keflavíkur og auk þess hætta sem þjálfari kvennaliðs félagsins. Þetta herma öruggar heimildir íþróttadeildar Vísis.

Finnur Freyr hreinskilinn: Mér finnst við búnir að vera lélegir
Finnur Freyr Stefánsson hefur unnið sex Íslandsmeistaratitla á sjö tímabilum sem þjálfari í úrvalsdeild karla og nú er hann kominn einu skrefi nær þeim sjöunda.

„Fer enginn í fjölmiðla og reynir að sverta mitt mannorð“
Kristófer Acox, leikmaður Vals, ræddi ásakanir Lárusar Jónssonar, þjálfara Þórs, í sinn garð eftir oddaleik liðanna á Hlíðarenda í gærkvöld.

Umfjöllum og viðtöl: Valur - Þór - Þorlákshöfn 102 - 95| Valsmenn í úrslit annað árið í röð
Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér sæti í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla er liðið vann sjö stiga sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í oddaleik liðanna á Hlíðarenda í kvöld, 102-95.

„Þeim að þakka að við erum að spila í undanúrslitum í staðinn fyrir í 1. deildinni næsta vetur“
„Það hefði verið algjört kraftaverk ef við hefðum náð þessu. Það stefndi í það en við vorum búnir að grafa okkur holu. En ég er hrikalega stoltur af því hvernig strákarnir börðust og sýndu gríðarlega karakter. Karakter sem liðið er búið að sýna í allan vetur og ég rosalega stoltur af liðunu,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs eftir að hans lið datt út úr undanúrslitunum gegn Valsmönnum í kvöld.

Valsmenn geta orðið aðeins fimmta liðið til að koma til baka úr 0-2
Valsmenn hafa náð að jafna undanúrslitaeinvígið sitt á móti Þór eftir að Þórsarar unnu tvo fyrstu leikina í einvíginu.

Dómaranefnd KKÍ segir Kristófer ekki hafa átt skilið brottrekstur eða leikbann
Dómaranefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað í þriðja leik Vals og Þórs Þorlákshafnar í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta.

Lárus biður Kristófer afsökunar: „Ekki mitt hlutverk að vera dómari í þessu máli“
Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, hefur beðið Kristófer Acox, leikmann Vals, afsökunar eftir að þjálfarinn sakaði Kristófer um að hafa viljandi meitt Jordan Semple í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta síðastliðinn fimmtudag.

„Úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu“
Jordan Semple var heillum horfinn þegar Þór Þorlákshöfn tók á móti Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær. Semple fór úr axlarlið eftir samskipti sín við Kristófer Acox í þriðja leik liðanna og gat augljóslega ekki beitt sér af fullum krafti í leik gærdagsins.

Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik
Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik.

Lárus: „Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk“
Valsarar unnu frábæran sigur á Þór í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla og jöfnuðu einvígið í 2-2. Lárus Jónsson þjálfari Þórs var með einfalt og skýrt svar um það hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum.

Myndband: Logi Gunnarsson hefur leikið sinn síðasta leik á ferlinum
Logi Gunnarsson, einn reynslumesti körfuboltamaður Íslands, hefur leikið sinn síðasta leik á ferlinum.

Umfjöllun: Tindastóll – Njarðvík 117-76 | Njarðvíkingar sáu aldrei til sólar og Stólarnir á leið í úrslit
Tindastóll vann vægast sagt öruggan sigur er liðið tók á móti Njarðvík í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 117-76 í leik sem var í raun búinn í hálfleik og Stólarnir eru á leið í úrslit annað árið í röð.