Bætir þremur erlendum konum við Njarðvíkurliðið og lofar skemmtun Njarðvíkurliðið mætir gerbreytt til leiks í Subway deild kvenna í körfubolta næsta vetur og allir erlendu leikmenn liðsins hafa yfirgefið liðið. Körfubolti 21. júlí 2023 13:31
Nýliðarnir fá meistarana í heimsókn í fyrsta leiknum í efstu deild Álftanes mætir Íslandsmeisturum Tindastóls í fyrsta leik sínum í efstu deild. Búið er að gefa út leikjadagskrá fyrir Subway-deildirnar í körfubolta. Körfubolti 18. júlí 2023 16:01
Þjálfari Keflavíkur náði í dóttur sína úr Njarðvíkurliðinu Lovísa Bylgja Sverrisdóttir hefur skipt á milli Reykjanesbæjarliðanna en hún fer úr Njarðvík yfir í Keflavík fyrir komandi tímabil í kvennakörfunni. Körfubolti 17. júlí 2023 20:30
Þóra Kristín heim í Hauka Leikstjórnandi íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta hefur ákveðið að snúa aftur heim til Íslands og spila með sínu uppeldisfélagið. Körfubolti 5. júlí 2023 12:43
Ein efnilegasta körfuboltakona landsins varð fyrir mikli áfalli Nýliðar Stjörnunnar í Subway deildinni og íslenska tuttugu ára landsliðið urðu fyrir miklu áfalli á dögunum. Körfubolti 3. júlí 2023 10:31
Ævintýri Isabellu halda áfram á erlendri grundu Íslenska körfuknattleikskonan Isabella Ósk Sigurðardóttir spilar ekki áfram í Subway deild kvenna næsta vetur því hún hefur samið við lið í Króatíu. Körfubolti 28. júní 2023 15:00
Breiðablik nælir í þjálfara kvennaliðsins og leikmann karlaliðsins í einum pakka Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur samið við Guillermo Sánchez um að þjálfa kvennalið félagsins í Suway-deildinni í körfubolta á komandi tímabili. Hann mun einnig leik með karlaliðinu. Körfubolti 20. júní 2023 11:01
Hallveig leggur skóna á hilluna 27 ára gömul: „Langaði að hætta á toppnum“ Hallveig Jónsdóttir, sem hefur undanfarin tímabil verið fyrirliði Íslandsmeistara Vals í körfubolta, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna aðeins 27 ára gömul. Körfubolti 16. júní 2023 08:01
Íslandsmeistari og fyrrverandi landsliðskona leggur skóna á hilluna Hallveig Jónsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Vals og íslenska landsliðsins í körfubolta, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, aðeins 27 ára að aldri. Körfubolti 14. júní 2023 11:30
Hjalti Þór tekur við Íslandsmeisturum Vals Hjalti Þór Vilhjálmsson hefur tekið við þjálfun Íslandsmeistara Vals í Subway-deild kvenna. Valskonur hafa verið án þjálfara frá lokum tímabilsins en Ólafur Jónas Sigurðsson ákvað að taka sér frí frá þjálfun eftir að hafa landað titlinum í vor. Körfubolti 13. júní 2023 22:04
Þáðu boð tveimur árum eftir að hafa dregið lið sitt úr keppni Kvennalið Snæfells verður á ný með í efstu deild kvenna í körfubolta, Subway-deildinni, á næstu leiktíð eftir að hafa þegið boð þess efnis. Körfubolti 1. júní 2023 14:01
„Svalasta sjöa landsins“ áfram í rauðu Nýliðar Þórs Akureyrar í Subway deild kvenna í körfubolta eru að ganga frá sínum leikmannamálum. Félagið hefur endursamið við tvö öfluga leikmenn og fengið til sín einn af bestu leikmönnum 1. deildarinnar í vetur. Körfubolti 25. maí 2023 15:15
Fá aftur tvöfaldan meistaradúett Kvennalið Keflavíkur í körfubolta hefur endurheimt tvær algjörar aðalpersónur frá tímabilinu 2016-17 þegar liðið vann síðast Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 22. maí 2023 13:00
Grindavík fær Ólöfu Rún frá nágrönnunum Grindavík hefur fengið Ólöfu Rún Óladóttur frá nágrönnum sínum í Keflavík. Ólöf Rún er uppalin í Grindavík og snýr heim fyrir næsta tímabil í Subway-deildinni. Körfubolti 20. maí 2023 15:15
Fékk afsökunarbeiðni frá KR eftir að hafa misst af verðlaunaafhendingu Hulda Ósk Bergsteinsdóttir leikmaður KR í körfubolta var valin í lið ársins í 1. deild kvenna en missti af verðlaunaafhendingunni þar sem stjórn KR gleymdi að láta hana vita. Körfubolti 20. maí 2023 09:29
Grindvíkingar bæta líka leikmönnum við kvennaliðið sitt Grindvíkingar eru að safna liði í körfuboltanum þessa dagana og það á ekki bara við um karlalið félagsins sem hefur fengið marga öfluga leikmenn að undanförnu. Körfubolti 19. maí 2023 16:30
Kári og Eva Margrét valin best Kári Jónsson úr Val og Eva Margrét Kristjánsdóttir úr Haukum voru í dag valin leikmenn ársins í Subway deildunum í körfubolta en KKÍ stóð þá fyrir árlegri verðlaunahátíð sinni fyrir úrvals- og fyrstu deildir. Körfubolti 19. maí 2023 13:59
Hallgrímur tekur við Fjölni Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur komist að samkomulagi við Hallgrím Brynjólfsson um að hann taki við sem þjálfari kvennaliðs félagsins í Subway-deild kvenna á næsta tímabili. Körfubolti 12. maí 2023 23:01
Hættir sem þjálfari Íslandsmeistara Vals Ólafur Jónas Sigurðsson hefur ákveðið að taka sér frí frá körfubolta í eitt ár hið minnsta. Það þýðir að Íslandsmeistarar Vals í körfubolta kvenna eru í leit að nýjum þjálfara. Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Vals nú rétt í þessu. Körfubolti 8. maí 2023 19:30
Hörður Axel hættur hjá Keflavík Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika áfram með körfuknattleiksliði Keflavíkur og auk þess hætta sem þjálfari kvennaliðs félagsins. Þetta herma öruggar heimildir íþróttadeildar Vísis. Körfubolti 3. maí 2023 17:45
Sjáðu fagnaðarlæti Íslandsmeistara Vals þegar bikarinn fór á loft Valur varð Íslandsmeistari kvenna í körfubolta á föstudagskvöld. Eðlilega fylgdu því mikil fagnaðarlæti og sjá má stemninguna á Hlíðarenda þegar bikarinn fór á loft í mynbandinu hér að neðan. Körfubolti 29. apríl 2023 11:31
Embla: Vissum að þetta kæmi á endanum ef við héldum áfram allan leikinn Embla Kristínardóttir var hetja Valskvenna þegar hún skoraði þrjú af fimm síðustu stig liðsins sem gerði það að verkum að Valur vann Keflavík 72-68 og einvígið um Íslandsmeistaratitilinn 3-1. Embla setti niður þriggja stiga skot til að koma Valskonum yfir áður en Hildur Björg Kjartansdóttir setti niður tvö víti til að klára leikinn að fullu. Körfubolti 28. apríl 2023 23:07
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Keflavík 72-68 | Valur Íslandsmeistari eftir dramatískan sigur Valur er Íslandsmeistari kvenna í körfubolta eftir nauman fjögurra stiga sigur gegn Keflavík í Origo-höllinni í kvöld í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna. Lokatölur 72-68 og Valskonur unnu einvígið 3-1. Körfubolti 28. apríl 2023 22:08
Kiana: Það trúði engin að við myndum vinna mótið Kiana Johnson var valin besti leikmaður úrslitakeppni Subway deildar kvenna þegar uppi var staðið. Hún leiddi Valskonur til sigurs í kvöld og einvíginu við Keflavík og hampaði titlinum. Hún skilaði 13 stigum, átta fráköstum og fimm stoðsendingum í kvöld þegar Valskonur unnu fjórða leikinn 72-68. Hún taldi að vantrú annarra hafi drifið Valsliðið áfram. Körfubolti 28. apríl 2023 21:35
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 78-66 | Keflvíkingar halda úrslitaeinvíginu á lífi Keflavík vann afar mikilvægan tólf stiga sigur er liðið tók á móti Val í þriðja leik liðanna í úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta í kvöld, 78-66. Keflvíkingar voru með bakið upp við vegg fyrir leik kvöldsins, en komu í veg fyrir að Valskonur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. Körfubolti 25. apríl 2023 23:30
„Varnarlega djöfulsins kraftur í öllum, það er það sem skapar þetta“ Herði Axel Vilhjálmssyni, þjálfara Keflavíkur, var tíðrætt um samvinnu og liðsheild, eftir sigur hans kvenna á Val í úrslitaviðureign liðanna í Subway-deild kvenna í Keflavík í kvöld. Hans konur náðu að kalla fram þá kosti sem skiluðu þeim deildarmeistaratitlinum. Körfubolti 25. apríl 2023 21:44
„Við mætum dýrvitlausar í kvöld“ Dagbjört Dögg Karlsdóttir átti magnaðan leik fyrir Val er liðið vann annan leik einvígis liðsins við Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta á dögunum. Valur leiðir einvígið 2-0 og getur tryggt sér titilinn með sigri í Reykjanesbæ í kvöld. Körfubolti 25. apríl 2023 11:30
Umfjöllun og viðtöl: Valur 77 – 70 Keflavík | Valur hafði betur í framlengdum leik Valskonur eru komnar í stöðuna 2-0 í úrslitaeinvígi sínu við Keflavík í Subway deild kvenna í körfubolta. Þetta varð ljóst eftir 77-70 sigur liðsins í framlengdum leik í Origohöllinni að Hlíðarenda í kvöld. Körfubolti 22. apríl 2023 21:11
„Lærðum það gegn Haukum að við þurfum að stíga út og taka sóknarfráköst“ Valur vann ótrúlegan þriggja stiga sigur á deildarmeisturum Keflavíkur. Þetta var fyrsti leikurinn í úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna. Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með sigurinn. Körfubolti 19. apríl 2023 21:31
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 66-69 | Valskonur komnar yfir í úrslitaeinvíginu Valur hóf úrslitaeinvígi Subway-deildar kvenna í körfubolta með því að hirða heimavallarréttinn af Keflavík. Sannkallaður spennutryllir í Keflavík sem endaði með þriggja stiga sigri Vals. Körfubolti 19. apríl 2023 21:10