
Antony sendur heim vegna ásakana kærustunnar
Knattspyrnumaðurinn Antony, leikmaður Manchester United, hefur verið sendur heim úr æfingabúðum brasilíska landsliðsins eftir ásakanir kærustu hans um líkamlegt og andlegt ofbeldi.
Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Knattspyrnumaðurinn Antony, leikmaður Manchester United, hefur verið sendur heim úr æfingabúðum brasilíska landsliðsins eftir ásakanir kærustu hans um líkamlegt og andlegt ofbeldi.
Antony, vængmaður Manchester United, segir ekkert til í ásökunum Gabriela Cavallin - fyrrverandi kærustu hans. Gabriela segir leikmanninn hafa beitt sig andlegu og líkamlegu ofbeldi á meðan þau voru saman.
Ryan Gravenberch, nýjasti lekmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, neitaði að mæta í verkefni með U-21 árs landsliði Hollands. Segja má að sú ákvörðun hafi ekki vakið mikla lukku hjá Ronald Koeman, landsliðsþjálfara Hollands.
Þó félagaskiptaglugginn á Englandi sé lokaður þá er hann enn opinn í Tyrklandi og það hefur tyrkneska knattspyrnuliðið Galatasaray nýtt sér til hins ítrasta. Í dag sótti liðið tvo leikmenn sem eiga ekki upp á pallborðið hjá Ange Postecoglou, þjálfara Tottenham Hotspur.
Al-Ittihad frá Sádi-Arabíu stefnir á að bjóða einu sinni til viðbótar í Mohamed Salah, framherja enska knattspyrnufélagsins Liverpool, áður en félagaskiptaglugginn þar í landi lokar á fimmtudaginn kemur.
Sperkspekingurinn Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir að eigendur félagsins telji sig vera í leik og að Manchester United sé leikfangið.
Lexi Potter varð í gær sú yngsta frá upphafi til að skrifa undir atvinnumannasamning í enska boltanum.
Arsenal og Manchester United áttust við um nýliðna helgi í stórleik 4.umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Svo fór að Arsenal vann leikinn með þremur mörkum gegn einu, tvö mörk á síðustu andartökum leiksins tryggðu Skyttunum sigurinn.
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hvetur Kai Havertz sýna þolinmæði eins og hann gerði þegar hann var að byrja að hitta konuna sína.
Stuðningsmenn Arsenal fögnuðu marki Declans Rice gegn Manchester United í gær vel og innilega. Fagnaðarlæti þeirra flestra bárust þó ekki alla leið í sjónvarp Breta.
Þrátt fyrir að tæp tuttugu ár séu síðan Roy Keane lagði skóna á hilluna hafa vinsældir hans hjá stuðningsmönnum Arsenal ekkert aukist. Það kom bersýnilega í ljós í gær.
Jadon Sancho var ekki valinn í leikmannahóp Manchester United gegn Arsenal í gær. Erik ten Hag, þjálfari United, sagði í viðtali að Sancho hefði ekki staðið sig nógu vel á æfingum og hefði því ekki verið valinn í liðið.
Þeir Erling Haaland, Son Heung-min og Evan Ferguson skrifuðu nöfn sín í sögubækurnar í gær þegar þeir skoruðu þrennu hver. Var þetta í fyrsta sinn síðan 1995 að þrír mismunandi leikmenn skora þrennu í ensku úrvalsdeildinni sama daginn.
Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var vonsvikinn með úrslit dagsins gegn Arsenal en hann sagði sína menn hafa spilað vel og átt skilið að fá meira út úr leiknum.
Fornir fjendur áttust við í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag þegar að Arsenal tók á móti Manchester United á Emirates leikvanginum. Allt stefndi í jafntefli þar til Declan Rice opnaði markareikning sinn í uppbótartíma.
Liverpool vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Erling Braut Haaland, framherji Manchester City, telur að annað mark liðsins í 5-1 sigri gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær hafi ekki átt að fá að standa.
Svo virðist sem Glazer-fjölskyldan, eigendur enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United, sé hætt við að selja félagið í bili og vilji fá umtalsvert meira fyrir félagið en áður var talið.
Mikel Arteta, þjálfari Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, hefur vakið mikla athygli fyrir undarlegt svar sitt á blaðamannafundi fyrir stórleik dagsins.
„Við erum svekktir því gerðum allt til að ná í önnur úrslit en fótbolti snýst um að gera ekki mistök. Við gerðum ein og okkur var refsað,“ sagði Mauricio Pochettino eftir 0-1 tap sinna manna í Chelsea gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Erling Braut Håland skoraði þrennu í 5-1 sigri Englandsmeistara Manchester City á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann segir að lið sitt verði bara betra þegar fram líði stundir.
Evan Ferguson skoraði þrennu þegar Brighton & Hove Albion lagði Newcastle United 3-1 í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Englandsmeistarar Manchester City unnu öruggan 5-1 sigur er liðið tók á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. City er eina liðið í deildinni sem enn er með fullt hús stiga.
Heung-Min Son var allt í öllu í liði Tottenham er liðið vann öruggan 2-5 sigur gegn Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hans í Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag. Á sama tíma mátti Chelsea þola 0-1 tap gegn Nottingham Forest.
Þrátt fyrir að félagsskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu hafi lokað í gær er enn um vika eftir af glugganum í Sádi-Arabíu. Búist er við því að Al-Ittihad muni bjóða 200 milljónir punda í Mohamed Salah, leikmann Liverpool.
Sheffield United og Everton gerðu 2-2 jafntefli er liðin mættust í fyrsta leik dagsins í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Bæði lið nældu sér þar með í sitt fyrsta stig á tímabilinu.
Félagsskiptagluggi stærstu deilda Evrópu lokaði í gær og eins og svo oft áður var nóg að gera hjá félögum í ensku úrvalsdeildinni. Aldrei hafa félög þar í landi eytt jafn háum fjárhæðum í einum glugga eins og nú.
Enski knattspyrnumaðurinn Mason Greenwood er genginn í raðir Getafe á láni frá Manchester United.
Egypski auðkýfingurinn Mohamed Al Fayed, sem var meðal annars eigandi Harrods verslunarinnar og enska knattspyrnuliðslins Fulham FC, er látinn 94 ára að aldri. Al Fayed lætur lífið rétt rúmlega 26 árum eftir að sonur hans Dodi Fayed og Díana prinsessa fórust í bílslysi í París þann 31. ágúst 1997. Fayed hélt því fram að dauði þeirra hafi verið skipulagður af bresku leyniþjónustunni.
Hollenski landsliðsmaðurinn Ryan Gravenberch er genginn í raðir Liverpool frá Þýskalandsmeisturum Bayern München.