
Orðrómur um að Ronaldo og Messi gætu tekið saman eitt tímabil
Cristiano Ronaldo er sagður vera með augun á samningi við franska liðið Paris Saint-Germain takist Manchester United ekki að vinna sér sæti í Meistaradeildinni í vor.
Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Cristiano Ronaldo er sagður vera með augun á samningi við franska liðið Paris Saint-Germain takist Manchester United ekki að vinna sér sæti í Meistaradeildinni í vor.
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, var að sjálfsögðu himinlifandi með frammistöðu sinna manna eftir 5-0 stórsigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Ralf Rangnick hefur þurft að glíma við ýmis vandamál síðan hann tók við sem þjálfari Manchester United. Hann telur leikmenn sína skorta andlegan styrk en liðið tapaði 4-1 fyrir nágrönnum sínum í Man City um helgina.
Nottingham Forest varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða FA bikarsins á Englandi er liðið vann 2-1 sigur á Huddersfield Town. Bæði liðin leika í B-deildinni.
Það er fátt erfiðara en að spá fyrir um hvernig leikir Tottenham Hotspur fara. Liðið vann 5-0 sigur á Everton í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Aðeins tvö félög ku vera eftir í kapphlaupinum um norska framherjann Erling Håland hjá Borussia Dortmund.
Frank O'Farrell, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, lést í gær, 94 ára að aldri.
Ekkert vantar upp á ættjarðarástina hjá úkraínsku íþróttafólki sem hefur gengið til liðs við herinn þar í landi til að reyna að halda aftur af Rússum sem réðust inn í Úkraínu fyrir tólf dögum.
Það er óhætt að segja að Manchester United goðsögninni Roy Keane hafi verið lítið skemmt eftir 4-1 tap Manchester United á móti nágrönnum sínum í Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina.
Cristiano Ronaldo var ekki með Manchester United í borgarslagnum gegn Manchester City í gær, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Samkvæmt frétt The Athletic var hann ekki einu sinni í borginni.
Graeme Souness, fyrrum fyrirliði og knattspyrnustjóri Liverpool, er hrifinn af nýjasta leikmanni liðsins, Kólumbíumanninum Luis Diaz.
Roy Keane, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, var foxillur vegna frammistöðu liðsins gegn Manchester City í gær og sagði United-menn einfaldlega hafa gefist upp.
Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, var eðlilega ósáttur við 4-1 tap sinna mann í borgarslagnum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann segist vita fullvel að liðið þurfi að vinna næstu leiki.
Englandsmeistarar Manchester City unnu mikilvægan 4-1 sigur gegn Manchester United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Arsenal vann 3-2 útisigur á Watford í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var einkar fjörugur og mörkin í glæsilegri kantinum.
Arsenal jók forystu sína í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu á Englandi með 4-2 sigri á Birmingham City. Eftir að komast 3-0 yfir voru gestirnir nálægt því að jafna metin undir lok leiks en allt kom fyrir ekki.
Cristiano Ronaldo var hvergi sjáanlegur er leikmenn Manchester United hittust á Lowry-hótelinu í gærkvöld til að undirbúa sig fyrir stórleik dagsins er þeir mæta Englandsmeisturum Manchester City á Etihad-vellinum. Alls vantaði fjóra leikmenn sem væru öllu jafna í hóp liðsins.
Brandon Williams, leikmaður Norwich, snöggreiddist í 3-1 tapi liðsins gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni er brotið var á honum í leiknum. Hann var hins vegar alveg jafn fljótur að jafna sig þegar hann sá hver það var sem braut á honum.
Knattspyrnustjóri Chelsea, Thomas Tuchel, gagnrýndi stuðningsmenn félagsins eftir 4-0 sigur liðsins gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Trent Alexander-Arnold, bakvörður Liverpool, var kátur með 1-0 sigur sinna manna gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hann segir að það séu leikir sem þessir sem muni skipta máli þegar uppi er staðið.
Liverpool heldur sigurgöngu sinni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta áfram, en liðið hefur nú unnið sjö deildarleiki í röð eftir 1-0 sigur gegn West Ham í kvöld.
Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson skoraði þriðja mark Bolton er liðið vann öruggan 3-0 útisigur gegn Gillingham í ensku C-deildinni í fótbolta í dag.
Alls voru fimm leikir í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta að klárast nú rétt í þessu.
Chelsea vann afar sannfærandi 4-0 sigur er liðið heimsótti Burnley á Turf Moor í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Leicester City vann góðan sigur, 1-0, á Leeds United í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikurinn var sá fyrsti sem Leeds leikur undir stjórn hins nýráðna kanttspyrnustjóra, Jesse Marsch.
Manchester United fékk Leicester City í heimsókn í úrvalsdeild kvenna á Englandi, WSL deildinni. Leikurinn varð aldrei spennandi og Manchester United vann auðveldan 4-0 sigur.
Mauricio Pochettino, stjóri París Saint-Germain, er einkar eftirsóttur maður. Hann er nú orðaður við endurkomu í Lundúnum.
Leicester City tekur á móti Leeds United í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni en þetta er líka fyrsti leikur Jesse Marsch sem stjóri Leeds.
Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa tök á að sækja leikmenn í nær hvaða lið sem þeim dettur í hug, slíkt er aðdráttarafl félagsins. Það vekur því athygli að Bæjarar horfi nú í annað sinn á skömmum tíma í ensku B-deildina í leit að leikmönnum.
Caoimhín Kelleher, markvörður Liverpool, var hetjan – að vissu leyti allavega – er Liverpool vann enska deildarbikarinn um síðustu helgi. Það hefur eflaust hjálpað kauða að hann lék sem framherji til 13 ára aldurs.