
Liverpool með fjögurra stiga forskot á toppnum
Í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni vann Liverpool 0-1 sigur á Crystal Palace á Selhurst Park. Með sigrinum náði Rauði herinn fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar.
Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni vann Liverpool 0-1 sigur á Crystal Palace á Selhurst Park. Með sigrinum náði Rauði herinn fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar.
Illan Meslier, markvörður Leeds United, hefur eflaust ekki sofið mikið í nótt eftir að hafa gert skelfileg mistök í leik gegn Sunderland í ensku B-deildinni.
Heimir Hallgrímsson hefur eftirlátið aðstoðarmanni sínum John O‘Shea að vera í sambandi við Liam Delap, framherja Ipswich í ensku úrvalsdeildinni, í von um að geta valið hann í írska landsliðið í fótbolta.
Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe, meirihlutaeigandi Manchester United, segir framtíð Erik ten Hag, þjálfara liðsins, ekki vera í sínum höndum. Hann vill ekki segja til um hvort hann styðji við bak Hollendingsins.
Liverpool á fyrir höndum enn einn hádegisleik liðsins í ensku úrvalsdeildinni er það sækir Crystal Palace heim á Selhurst Park á morgun. Jurgen Klopp kvartaði gjarnan undan því við fjölmiðla en eftirmaður hans í starfi nálgast það öðruvísi.
Milutin Osmajic, framherji enska B-deildarliðsins Preston, hefur verið úrskurðaður í átta leikja bann af enska knattspyrnusambandinu fyrir að bíta Owen Beck, leikmann Blackburn Rovers.
Það vakti furðu margra að Marcus Rashford skyldi ekki mæta til leiks í seinni hálfleik, með Manchester United gegn Porto í Portúgal í gær, eftir að hafa skorað fyrsta mark leiksins. Erik ten Hag segir ekki um meiðsli að ræða.
Evangelos Marinakis, eigandi Nottingham Forest, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir slæma hegðun eftir tap gegn Fulham síðustu helgi.
Dominic Solanke, framherji Tottenham, var valinn í enska landsliðshópinn sem mætir Grikklandi og Finnlandi í Þjóðadeild Evrópu síðar í þessum mánuði.
Kalvin Phillips segir að ummæli Peps Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, um holdafar hans hafi haft mikil áhrif á feril hans.
Bukayo Saka er lykilmaður hjá Arsenal og einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Og hann hefur náð mun lengra en Thierry Henry, markahæsti leikmaður í sögu Arsenal, hélt að hann myndi ná.
Alexis Mac Allister, leikmaður Liverpool, vildi lítið blanda sér í umræðuna um álag á knattspyrnumenn á efsta stigi. Sú umræða hefur verið hávær undanfarnar vikur. Hann hrósar þjálfara sínum þá í hástert.
Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að Hákon Rafn Valdimarsson verði að spila meira með sínu félagsliði en hann hefur gert undanfarna mánuði.
Matheus Nunes, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, var handtekinn í Madríd þann 8. september vegna gruns um að hann hafi stolið síma.
Benni McCarthy, sem var í þjálfarateymi Manchester United í tvö ár, segir að leikmenn liðsins hafi ekki lagt sig alla fram á æfingum.
Jack Stephens, varnarmaður Southampton, er á leið í tveggja leikja bann, fyrir að missa stjórn á skapi sínu og kalla fjórða dómarann í leik liðsins gegn Manchester United „litla helvítis kuntu.“ Þá þarf leikmaðurinn að borga sekt upp á níu milljónir króna.
Ben Brereton Diaz á nú met sem enginn vill í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Hann hefur leikið 20 leiki án þess að næla í einn einasta sigur.
Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, mun ekki missa af næstu þremur leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni þar sem rauða spjaldið sem hann fékk gegn Tottenham Hotspur hefur verið dregið til baka.
Ítalinn Federico Chiesa verður ekki með Liverpool gegn liði Bologna í Meistaradeild Evrópu annað kvöld. Diogo Jota ætti þó að ná leiknum eftir að hafa glímt við smávægileg meiðsli í vikunni.
Paul Scholes, goðsögn hjá Manchester United, vandar Erik ten Hag, þjálfara liðsins, ekki kveðjurnar. Hann segir United-liðið óþjálfað og leikmannakaupin ekki góð.
Krystian Bielik, fyrirliði enska C-deildarliðsins Birmingham City, er svo sannarlega með munninn fyrir neðan nefið. Hann segir sína menn alltof góða fyrir C-deildina og að eftir hálft ár verði liðið komið upp í B-deildina á nýjan leik.
Bournemouth vann Southampton í hálfgerðum nágrannaslag í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Heimamenn gerðu út um leikinn með þremur mörkum í fyrri hálfleik.
Dermot Gallagher, fyrrverandi dómari í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu og núverandi sérfræðingur Sky Sports, segir að fyrirliðinn Bruno Fernandes hefði ekki átt að fá beint rautt spjald gegn Tottenham Hotspur um helgina.
Oliver Heiðarsson, leikmaður ÍBV sem vann Lengjudeild karla í fótbolta, er nú við æfingar i Englandi þar sem faðir hans spilaði lengi vel.
Jurren Timber, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins, segir leikmönnum stafa hættu af leikjaálagi. Fjöldi leikja sé of mikill og segir hann leikmenn ræða mikið um þetta sín á milli.
Sparkspekingurinn Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, telur að Liverpool geti ekki barist við Manchester City og Arsenal um Englandsmeistaratitilinn. Lærisveinar Arne Slot séu langt á eftir þeim liðum.
Ousmane Dembélé, leikmaður Paris Saint-Germain, verður ekki með í för þegar liðið mætir Arsenal í Meistaradeild Evrópu í Lundúnum annað kvöld. Um er að kenna ósætti milli hans og Luis Enrique, þjálfara franska liðsins.
Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, fer í þriggja leikja bann vegna brots á James Maddison í 3-0 tapi Rauðu djöflanna fyrir Tottenham á Old Trafford í gær. Vera má að banninu verði áfrýjað.
Breski miðilinn The Telegraph heldur því fram í morgun að staða Hollendingsins Erik ten Hag í starfi knattspyrnustjóra Manchester United sé örugg þrátt fyrir afleit úrslit að undanförnu. Ten Hag mætti snemma til vinnu í dag eftir þungt tap á heimavelli gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Stuðningsmenn eru mjög reiðir yfir því að leikur á Englandi hafi ekki verið stöðvaður þó svo maður hafi látist í stúkunni.