Eurovision

Eurovision

Fréttir af framlagi Íslendinga og annarra þjóða í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ís­land fékk stig frá þessum löndum

Ísland fékk 33 stig á úrslitakvöldi Eurovision í Basel. Öll 33 þeirra komu frá almenningi. Flest þeirra komu frá Danmörku eða tíu talsins sem þýðir að næstflest dönsk atkvæði fóru til Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Vin­sælir í Basel en hversu hátt ná þeir?

Væb-bræðurnir eru gríðarlega vinsælir í Basel meðal allra sem að Eurovision koma. Þó þeim sé spáð neðarlega á lokakvöldinu á laugardaginn er ekki þar með sagt að þeir endi kvöldið neðarlega.

Lífið
Fréttamynd

Svona verður röð laganna á laugar­daginn

Nú liggur fyrir í hvaða röð framlög landanna sem hafa tryggt sér sæti í úrslitum Eurovision á laugardaginn stíga á svið. Væb-bræður ásamt fríðu föruneyti Íslands verða tíunda atriðið á svið, beint á eftir JJ frá Austurríki sem er spáð afar góðu gengi í keppninni, og á undan sönghópnum Tautumeitas frá Lettlandi.

Lífið
Fréttamynd

Fjöl­skylda truflaði flutning Ís­raela

Hópur áhorfenda truflaði flutning ísraelsku söngkonunnar Yuval Raphael á æfingu fyrir seinni undanúrslitakeppni Eurovision sem fram fór fyrr í dag. Sex manna hópur, þar á meðal ein fjölskylda, er sagður hafa flautað á meðan æfingunni stóð og borið uppi stóra fána. 

Lífið
Fréttamynd

Þessi tíu lög komust í úr­slit

Seinna undankvöld Eurovision fór fram í Basel í kvöld. Sextán atriði stigu  á svið og kepptust um tíu laus sæti á úrslitakvöldinu á laugardaginn. Veðbankar voru ekki vissir hvaða atriði kæmust áfram og niðurstaðan olli ekki vonbrigðum hjá hinum hlutlausu. 

Lífið
Fréttamynd

Hera Björk mun kynna stigin

Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision í Basel í Sviss á laugardaginn. 

Lífið
Fréttamynd

„Ég fæddist fyrir þessa stund“

Síðasta rennsli Væb-strákanna á Eurovision-atriði þeirra gekk eins og í sögu. Nú styttist í stóru stundina en þeir eru fyrstir á svið klukkan 19 í kvöld. 

Lífið
Fréttamynd

Komast ekki á­fram nema þeir séu á skjánum

Fyrirkomulaginu um hvernig tilkynnt er hverjir komast áfram af undanúrslitakvöldi Eurovision hefur verið breytt lítillega í ár. Til að fanga viðbrögð þeirra sem komast áfram kemst atriði ekki áfram nema það sé á skjánum þegar verið er að tilkynna úrslitin.

Lífið
Fréttamynd

Norður­ljósin séu svalasta undur veraldar

Keppandi Ástralíu í Eurovision í ár segist elska að prakkarast með strákunum í Væb. Þá hafi hann alltaf langað til að heimsækja Ísland þar sem hann telur norðurljósin svalasta undur veraldar. 

Lífið
Fréttamynd

Ís­rael sendir kvörtun til EBU

Þátttöku Ísrael í Eurovision var mótmælt þegar atriði keppninnar óku eftir túrkis dreglinum í gær. Ísraelski hópurinn hefur sent kvörtun til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) vegna atviks í göngunni. 

Lífið