98,7 prósenta áhorf á Eurovision Nærri allir sem horfðu á sjónvarp laugardagskvöldið 13. maí, milli klukkan 19 og 23, á Íslandi horfðu á Eurovision. Þetta er langhæsta hlutfall í Evrópu. Lífið 26. maí 2023 10:18
Útiloka að ABBA komi saman á Eurovision 2024 Sænsku tónlistarmennirnir Björn Ulvaeus og Benny Andersson hafa útilokað að hljómsveitin ABBA komi aftur saman þegar Eurovision fer fram í Svíþjóð í maí á næsta ári. Þá verða fimmtíu ár liðin frá því að ABBA vann Eurovision með lagi sínu Waterloo. Lífið 25. maí 2023 08:32
Diljá á lausu Diljá Pétursdóttir, söngkona og Eurovisionfari, er orðin einhleyp. Þetta herma heimildir fréttastofu. Lífið 23. maí 2023 10:23
Er sigurlag Eurovision stolið? Spænsk hljómsveit heldur því fram að sigurlag Eurovision sé stolið lag sem sveitin gaf út fyrir rúmlega 20 árum. Meðlimir sveitarinnar íhuga að leita réttar síns. Lífið 20. maí 2023 18:00
Sviðshöfundur Loreen segist ekki hafa stolið af Sæmundi Lotta Furebäck, einn sviðshöfunda atriðis Loreen í Eurovisison, segist ekki hafa séð kvikmynd íslenska listamannsins Sæmundar Þórs Helgasonar en þótti útlit söngkonunnar í keppnini ansi líkt útliti aðalpersónu úr stuttmynd Sæmundar. Líkindin séu einungis tilviljun. Lífið 18. maí 2023 14:25
Skiptar skoðanir hlustenda Útvarps Sögu um ágæti Loreen Hlustendur Útvarps Sögu eru misánægðir með úrslitin í Eurovision um síðustu helgi. Lífið 16. maí 2023 13:30
Útlit Loreen sláandi líkt persónu Sæmundar Þórs Listamaðurinn Sæmundur Þór Helgason klórar sér nú í kollinum því eins og Loreen birtist á Eurovision-sviðinu í Liverpool var hún útlits nánast eins og persóna hans. Sæmundur Þór skoðar nú réttarstöðu sína. Lífið 15. maí 2023 13:25
Danir gáfu Diljá tólf stig Danir gáfu framlagi Íslands fullt hús stiga, eða tólf stig, í atkvæðagreiðslunni á seinna undanúrslitakvöldinu í Eurovision síðastliðinn fimmtudag. Lífið 15. maí 2023 10:12
Þessi skipuðu íslensku dómnefndina í Eurovision Íslenska dómnefndin í Eurovision í ár samanstóð af fimm einstaklingum úr ólíkum áttum í íslensku tónlistarlífi. Tónlist 15. maí 2023 10:12
Vikudvöl á „versta hóteli Bretlandseyja“ Þegar ljóst varð að Eurovision yrði haldið í Liverpool nú í maí sáu markaðsöflin í borginni sér leik á borði. Verð á gistingu var á meðal þess sem rauk upp úr öllu valdi yfir nýliðna Eurovision-helgi og herbergi bókuðust hratt. Fulltrúar Eurovísis lentu þannig á vægast sagt umdeildum gististað í fréttaferð sinni til Liverpool: hinu sögufræga Hótel Adelphi, því ódýrasta sem bauðst í hjarta borgarinnar. Lífið 15. maí 2023 09:01
Loreen kemur til landsins: „Nafnið hans byrjar á Ólafur“ Nýbakaður sigurvegari Eurovision kemur senn til landsins til þess að starfa með íslenskum tónlistarmanni. Til þessa hefur hún ekki viljað gefa upp hver það er en í viðtali á dögunum sagði hún að nafnið hans byrjaði á „Ólafur.“ Ólafur Arnalds tónlistarmaður deildi myndskeiði af viðtalinu á Twitter. Tónlist 14. maí 2023 11:03
Diljá var einu sæti frá því að komast áfram Veðbankar höfðu rétt fyrir sér að þessu sinni og Diljá Pétursdóttir komst ekki áfram í aðalkeppni söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Íslands hönd. Hún var hins vegar eins nálægt því og hugsast getur, aðeins einu sæti frá því að komast áfram. Lífið 14. maí 2023 09:40
Svíþjóð vann Eurovision Svíar eru sigurvegarar söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Loreen vann keppnina öðru sinni fyrir hönd Svía, sem hafa nú unnið keppnina sjö sinnum. Engin þjóð hefur unnið keppnina oftar. Lífið 13. maí 2023 23:01
Sjáðu langþráðan Eurovision-flutning Daða Freys Daði Freyr Pétursson flutti í fyrsta sinn lag á Eurovision-sviði í kvöld, þrátt fyrir að hafa í tvígang verið valinn fulltrúi Íslands í keppninni. Daði Freyr heillaði áhorfendur á úrslitakvöldi keppninnar í Liverpool með lagi úr smiðju bresku stúlknasveitarinnar Atomic Kitten. Lífið 13. maí 2023 22:46
Graham Norton kallaði Einar „svifaseinasta strippara heims“ „Hatari er eins og svifaseinasti strippari heims,“ sagði Eurovision-kynnirinn Graham Norton í Liverpool í kvöld, þegar Hatarinn Einar Hrafn Stefánsson hafði kynnt dómnefndarstig okkar Íslendinga í kvöld. Lífið 13. maí 2023 22:44
Eurovisionvaktin: Sænskur eða finnskur sigur í kvöld? Sigurvegari Eurovision 2023 verður krýndur í Liverpool í kvöld. Allra augu beinast að framlögum Svíþjóðar og Finnlands sem þykja líklegust til sigurs. Eurovisionvaktin fylgist með gangi mála í allt kvöld, beint frá Liverpool. Lífið 13. maí 2023 17:08
Varð vitni að verstu martröð lýsandans á seinna undankvöldinu Gísli Marteinn Baldursson íslenski lýsandi Eurovision er kominn í stellingar fyrir úrslitin sem fram fara í Liverpool í kvöld. Hann segist enn eiga eftir fáeina góða brandara í handraðanum fyrir kvöldið – og lýsir sannri martröð Eurovision-lýsandans sem kollegi hans hér úti í Liverpool lenti í á seinna undankvöldinu á fimmtudag. Lífið 13. maí 2023 15:23
Furðar sig á því að Eurovision setji leikjadagsrána úr skorðum Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, furðar sig á því að leik liðsins gegn Everton hafi verið frestað um einn dag sökum þess að Eurovision fer fram í Liverpool í kvöld. Fótbolti 13. maí 2023 10:00
Svæsnasta kvöldið í Eurovision-vikunni hingað til? Eurovision-goðsagnirnar Selma Björnsdóttir og Friðrik Ómar Hjörleifsson létu ekki sitt eftir liggja á Eurovision-vertíðinni sem nú stendur sem hæst í Liverpool. Í kringum þau hefur myndast stór og tryggur aðdáendahópur karlmanna sem þau hlakka til að hitta á hverju ári. Eurovísir fylgdi Selmu og Friðriki á æfingu í Euroclub, þar sem mesta og svæsnasta Eurovision-djammið fer fram. Lífið 12. maí 2023 21:01
Fengu drauminn loksins uppfylltan eftir þungbær svik í fyrra Tveir vinir sem sviknir voru um miða á Eurovision í fyrra hafa nú fengið ósk sína uppfyllta, og rúmlega það. Þeir eru mættir til Liverpool með ósvikna miða á úrslitakvöldið á morgun og voru einnig viðstaddir undanúrslitakvöldið á þriðjudag. Viðtal við félagana má horfa á neðar í fréttinni. Lífið 12. maí 2023 16:09
Einar í Hatara verður stigakynnir Íslands Trommugimpið Einar úr hljómsveitinni Hatara verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision í Liverpool annað kvöld. Lífið 12. maí 2023 14:26
Selenskí fær ekki að ávarpa Eurovision annað árið í röð Volodomír Selenskí forseti Úkraínu fær ekki að halda ávarp í úrslitum Eurovision söngvakeppninnar sem fer fram um helgina. Þetta er annað árið í röð sem forsetinn leitast eftir því að ávarpa söngvakeppnina án árangurs. Erlent 12. maí 2023 09:06
RÚV má hita sitt grill og éta sitt eigið snakk Ég var undrandi í gær þegar ég heyrði auglýsingu Ríkisútvarpsins um kynningu á Eurovisionkeppninni. Hitum upp grillin, græjurnar og tökum upp snakkið. Hér er stofnunin að hlutast til um hvað við Íslendingar eigum að borða og maula yfir Eurovisionkeppninni. Skoðun 12. maí 2023 08:50
Austurríski dúettinn ríður á vaðið og Loreen níunda á svið Austurríski kvendúettinn sem spyr sig hver Edgar sé verður fyrstur á svið á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer annað kvöld. Sænska söngkonan Loreen verður níunda, hinn finnski Käärijä þrettándi og breska söngkonan Mae Muller mun síðust stíga á stokk. Lífið 12. maí 2023 07:41
Bjóst við því að komast áfram „Þetta eru náttúrulega vonbrigði. Ég bjóst við því að komast áfram en þetta gekk ógeðslega vel og ég er bara mjög góð,“ segir Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, innt eftir viðbrögðum við niðurstöðu kvöldsins. Lífið 11. maí 2023 23:30
Íslendingar sárir, svekktir og súrir: „Evrópa er ekki með eyru“ Þrátt fyrir fagmannlega frammistöðu hlaut Diljá Pétursdóttir ekki brautargengi hjá Evrópubúum á seinna undanúrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Íslendingar flykktust á samfélagsmiðla til að lýsa yfir vonbrigðum með niðurstöðuna. Lífið 11. maí 2023 22:30
Diljá komst ekki áfram Diljá Pétursdóttir, fulltrúi Íslands í Eurovision, komst ekki áfram á seinna undanúrslitakvöldi keppninar sem haldið var í Liverpool í kvöld. Lífið 11. maí 2023 21:09
Íslendingar ánægðir með flutning Diljár Íslendingar voru yfir sig hrifnir af flutningi Diljár Pétursdóttur á Power á seinna undanúrslitakvöldi Eurovision í kvöld. Forsætisráðherrann, borgarstjórinn og fjöldi annarra lýstu yfir stuðningi og aðdáun sinni á Diljá á samfélagsmiðlum. Lífið 11. maí 2023 20:57
Fyrrum leikmaður Liverpool kynnir Eurovision-stig Eista Ragnar Klavan, fyrrverandi leikmaður Liverpool, mun sjá um það verkefni að kynna stig Eistlands í Eurovision sem fram fer í Liverpool næstkomandi laugardagskvöld. Fótbolti 11. maí 2023 20:15
Eurovisionvaktin: Kemst Diljá áfram í úrslit? Seinna undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2023 verður haldið í M&S-höllinni í Liverpool í kvöld. Eurovisionvaktin á Vísi fylgist náið með, beint frá Liverpool, þar til yfir lýkur. Lífið 11. maí 2023 18:02