Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Í vand­ræðum í Bláa lóninu

Ökumaður bíls komst í hann krappann á bílastæði Bláa lónsins í gær þegar bíll hans endaði úti í skurði. Bandarískur ferðamaður festi vandræðin á filmu.

Lífið
Fréttamynd

Bíla­stæðin mal­bikuð og nýr útsýnispallur fyrir fatlað fólk

Íris Guðnadóttir, einn landeigenda við Reynisfjöru, segir nýju bílastæðin bæta umferðaröryggi við þennan vinsæla ferðamannastað til muna. Búið er að malbika bílastæðin og merkja gönguleiðir á bílastæðin sjálf. Þá er einnig búið að gera göngustíg á milli bílastæða en um 300 metrar eru á milli.

Innlent
Fréttamynd

Rukka fyrir stæðin í þjóð­garðinum

Sérstök bílastæðagjöld verða tekin upp í Snæfellsjökulsþjóðgarði næsta sumar. Tekjurnar eru sögð munu breyta rekstrarumhverfi þjóðgarðsins og nýtast til að standa kostnað af þjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Þreytt dæmi

Ísland er gífurlega vinsæll ferðamannastaður og hefur verið lengi. Skiljanlega hafa landsmenn og stjórnvöld reynt að hamra það járn meðan heitt er. Ferðamennskan býður upp á fjöldann allan af tækifærum og fátt er skemmtilegra en að fá að deila fallega landinu okkar og menningu með öðrum þjóðum.

Skoðun
Fréttamynd

Rann­sókn lokið á veikindum á há­lendi í sumar

Rannsókn embættis sóttvarnalæknis og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands á veikindum á hálendinu í sumar er lokið. Í öllum tilfellum þar sem fengust sýni greindist nóróveira. Líklegt er að hún hafi smitast með snerti- eða úðasmiti, af yfirborðsfleti eða manna á milli. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands er með eftirfylgd á Rjúpnavöllum en þar fundust saurgerlar í neysluvatni.

Innlent
Fréttamynd

Heimila íshellaferðir á ný

Íshellaferðir í Vatnajökulsþjóðgarði verða leyfðar á ný frá og með morgundeginum að uppfylltum nýjum öryggiskröfum. Hlé var gert á slíkum ferðum eftir að bandarískur ferðamaður lést þegar ísveggur hrundi á hann í slíkri ferð í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Mal­bika bíla­stæðin í Reynisfjöru

Bílaplön við Reynisfjöru verða lokuð fimmtudag og föstudag í næstu viku á meðan planið verður malbikað. Ferðamenn geta lagt ókeypis í tveggja kílómetra fjarlægð frá fjörunni meðan á framkvæmdum stendur.

Innlent
Fréttamynd

Reikna með 700 þúsund ferða­mönnum í Reykjadal

Framkvæmdir eru nú hafnar við Reykjaböðin, ný náttúrböð í Reykjadal við Hveragerði. Auk baðanna á að byggja upp miðstöð fyrir vinnustofur, ráðstefnusali, veitingastað og gistirými fyrir um 180 manns í fjölda skála á svæðinu. Framkvæmdirnar eru nú þegar full fjármagnaðar.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi á vinnu­aldri á hvern eftir­launa­þega mun fara ört lækkandi

Hlutfallsleg aukning mannfjölda á Íslandi undanfarin ár hefur verið gríðarleg, mun meiri en þekkist í flestum öðrum Evrópulöndum, drifin áfram af aðfluttu vinnuafli umfram brottflutta samtímis eftirspurn eftir starfsfólki með uppbyggingu ferðaþjónustunnar og byggingargeirans. Í nýrri lýðfræðigreiningu Stefnis er meðal annars vakin athygli á því að með lækkandi fæðingartíðni og öldrun þjóðarinnar þá sé ljóst að fjöldi fólks á vinnualdri á hvern eftirlaunaþega muni fækka verulega í náinni framtíð.

Innherji
Fréttamynd

Nokkur vitni að banaslysi við Brúar­á

Þó nokkrir urðu vitni að því þegar karlmaður féll í Hlauptungufoss í Brúará um klukkan 13 í dag. Maðurinn fannst látinn skömmu síðar. Um var að ræða erlendan ferðamenn.

Innlent
Fréttamynd

Maðurinn fannst látinn

Maðurinn sem féll í Hlauptungufoss fannst látinn nú fyrir stundu. Um erlendan ferðamann er að ræða. 

Innlent
Fréttamynd

Stöðva þurfi rán­yrkju bílastæðaeigenda

Félag íslenskra bifreiðaeigenda telur gjaldtöku á bílastæðum á ferðamannastöðum komna út í öfgar, ekki síst hvað varðar himinhá vangreiðslugjöld. Lóðarhafar, landeigendur og bílastæðafyrirtæki stundi rányrkju með því að fénýta sér aðkomu að náttúrperlum.

Neytendur
Fréttamynd

Brýnt að finna þyrluflugi nýjan sama­stað

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra telur það brýnt að finna þyrluflugi annan samastað en á Reykjavíkurflugvelli. Á sama tíma þurfi að vinna að aðgerðum til að draga úr hávaða vegna flugs á Reykjavíkurflugvelli í nærsamfélagi flugvallarins.

Innlent
Fréttamynd

Um ferða­þjónustu og ADHD

Við lestur fréttamiðla undanfarna daga má ætla að stærsta vandamál þjóðarinnar (fyrir utan ofurvexti) sé íslensk ferðaþjónusta og fólk með ADHD eða aðrar greiningar (aðalega drengir samt) Vandi Íslenskrar ferðaþjónustu virðist aðalega snúast um hver má keyra hvaða farartæki og hver má leiðsegja í söguferðum (með tilliti til menntunar og móðurmáls), eins og það sé eina tegund ferðaþjónustu á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Ferða­þjónustan - hvernig gengur?

Skilaboðin sem bárust frá erlendum mörkuðum íslenskrar ferðaþjónustu síðastliðinn vetur voru mjög skýr. Eftirspurn eftir ferðum til Íslands var að dragast verulega saman á meðan sala til annarra áfangastaða gekk með ágætum. Því duldist engum að það voru blikur á lofti í íslenskri ferðaþjónustu og á brattann að sækja.

Skoðun
Fréttamynd

Nú er of seint að fara í parísarhjólið

Unnið er að því að taka parísarhjólið við Miðbakka í Reykjavík niður. Hjólið fékk að standa á bakkanum frá því um miðjan júní en í könnun kom fram að fimmtán prósent landsmanna hyggðust fara hring í hjólinu í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Snúum leiknum í á­vinning fyrir alla

Ein af aðalforsendum að geta opnað Grindavík á nýjan leik er að til staðar sé öflugt atvinnulíf. Án fyrirtækja er lítill grundvöllur fyrir opnun bæjarins. Stjórnvöld lögðu á það áherslu strax í upphafi náttúruhamfaranna í Grindavík að leita leiða til að styðja við atvinnulíf bæjarins. Hvernig hefur það gengið og hvar stöndum við í dag?

Skoðun