
Martin og Christian óttast að verða fluttir í flóttamannabúðir á Ítalíu
Tveir hælisleitendur sem töpuðu máli sínu fyrir Hæstarétti í gær eiga yfir höfði sér brottvísun til Ítalíu nema innanríkisráðherra taki í taumana.
Fréttir af málefnum flóttamanna.
Tveir hælisleitendur sem töpuðu máli sínu fyrir Hæstarétti í gær eiga yfir höfði sér brottvísun til Ítalíu nema innanríkisráðherra taki í taumana.
Í ágúst og september sótti fordæmalaus fjöldi einstaklinga um hæli hér á landi.
Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu héraðsdóms að tveimur flóttamönnum skuli vísað úr landi. Annars bíður möguleg dauðarefsins í heimalandinu vegna kynhneigðar sinnar.
Um mikla aukningu er að ræða frá fyrri spá stofnunarinnar sem birt var fyrir mánuði. Þá var gert ráð fyrir um 400 þúsund flóttamönnum.
Þau Laura, Janie og Petrit geta öll hafið skólagöngu á Íslandi innan fárra daga en eiga ekkert til skólagöngunnar. Fjölmargir vildu leggja börnunum lið og gefa þeim gjafir til að létta undir með þeim.
Samtökin, Barnaheill - save the children á Íslandi, segja engan vafa á því að verið sé að brjóta barnasáttmála sameinuðu þjóðanna með því að veita börnum hælisleitenda ekki skólavist, en á annan tug barna í slíkum aðstæðum eru nú utan skóla hér á landi. Forstjóri Útlendingastofnunar segir stofnunina ekki anna eftirspurn.
Útlendingastofnun hefur í dag sótt um skólavist fyrir fimm börn í Reykjavík og vinnur nú að því að koma tólf börnum í Hafnarfirði í skóla.
Umboðsmaður barna lítur alvarlegum augum á vinnubrögð Útlendingastofnunar, sem hefur látið hjá líða að sækja um skólavist fyrir á annan tug barna hælisleitenda hér á landi.
Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda.
Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní.
Sænski fræðimaðurinn Hans Rosling flutti magnaða ræðu á styrktartónleikum sem fram fóru í Globen-höllinni í Stokkhólmi í gærkvöldi.
Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim.
Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur hvatt stofnanir á vegum hins opinbera til að bjóða fram fasteignir sem mögulega væri hægt að nýta til að hýsa hælisleitendur.
Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna.
Um miðjan ágúst var tekið í notkun á Bæjarhrauni í Hafnarfirði nýtt búsetuúrræði fyrir hælisleitendur hér á landi. Þar búa nú um 50 einstaklingar. Er þetta þriðja búsetuúrræðið sem Útlendingastofnun hefur úr að spila í dag.
Króatar hafa opnað landamæri sín að Serbíu að nýju og er nú öll umferð yfir landamærin heimiluð.
Í Rauða krossinum fer fram öflugt félagsstarf fyrir hælisleitendur. Markmiðið er að veita þeim stuðning á meðan þeir eru í óvissu og rjúfa einangrun þeirra. Hælisleitendur hafa í september farið í réttir, í hvalaskoðun og fengi
"Einhverjir reyndu að drepa mig rétt við íbúðina mína í Moskvu, þegar ég var á leið heim frá vinnu,“ segir Eduard Sakash.
Leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu í kvöld aukafjárveitingu til Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna upp á einn milljarð evra.
Forsætisráðherra Bretlands vill þess í stað beina kröftunum að flóttamannabúðum í nágrannaríkjum Sýralnds.
Fjögur ESB-ríki voru andvíg samkomulagi um lausn flóttamannavandans. Taka á við 120 þúsund manns í viðbót. Ákvörðun tekin á fundi innanríkisráðherra ESB-ríkjanna í gær.
Forsætisráðherra telur að fjöldi hælisleitenda muni tvöfaldast í ár. Fimmtíu sóttu um hæli í ágúst og fjöldinn er að verða svipaður í þessum mánuði. Yfir hundrað fá stöðu flóttamanns í ár.
Ungverska hernum hefur verið veitt aukið vald gegn flóttafólki sem reynir að komast ólöglega til landsins.
Erna Kristín Blöndal skoðaði aðstæður í flóttamannabúðum í Tyrklandi og Líbanon og segir ljóst að grípa þurfi til aðgerða strax til að koma í veg fyrir miklar hörmungar.
Þess eru dæmi að börn eru flutt til landsins á fölsuðum gögnum. Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal eru íslensk stjórnvöld gagnrýnd vegna þess að hér á landi er engin sérhæfð þjónusta fyrir börn sem grunur leikur á að séu fórnarlömb mansals.
Segir ekki þjóðarmýta okkar að hingað höfum við komið sem aðkomufólk í leit að betra lífi? Og margir verið beinlínis á flótta?
Búist er við að fyrsti hópur flóttamanna komi til landsins frá Líbanon í desember.
Aukaríkisstjórnarfundur hófst klukkan 13 þar sem málefni flóttamanna eru meðal annars rædd.
Fari svo að Ísland bjóði til sín kvótaflóttafólki verða þeir líklega valdir úr hópi sýrlenskra flóttamanna í Líbanon. Tveir íslenskir þingmenn kynntu sér stöðu mála í Líbanon og segja flóttamenn þar afar vonlitla.
Þúsundir flóttamanna sem flúið hafa stríðsátök og örbirgð í heimalöndum sínum eru strandaglópar í Króatíu.