Buemi áfram hjá Torro Rosso Svisslendingurinn Sebastian Buemi verður áfram hjá Torro Rosso samkvæmt frétt á autosport.com í dag. Formúla 1 19. júlí 2010 14:53
Yamamoto tekur sæti Chandok Enn verða skipti á ökumönnum hjá Hispania liðinu spænska Formúlu 1. Í síðustu keppni tók Sakan Yamamoto sæti Bruno Senna án mikils fyrirvara, en í mótinu á Hockenheim um næstu helgi ekur Yamamoto bíl Karun Chandok. Formúla 1 19. júlí 2010 12:09
Villeneuve vill stofna Formúlu 1 lið Talið er að Formúlu 1 meistarinn frá 1997, Jacques Villeneuve hafi sett inn umsókn til FIA um að mæta með keppnislið á ráslínuna á næsta ári. Formúla 1 19. júlí 2010 10:18
Webber: Gekk of langt í ummælum Mark Webber var eldheitur eftir kappaksturinn á Silverstone sem hann vann og lét ummæli frá sér fara, sem hann segir í dga að hafa verið of langt gengið. Formúla 1 19. júlí 2010 09:49
Buemi hefur ekki skrifað undir Sebastian Buemi frá Sviss hefur ekki skrifað undir samning við Torro Rosso, þrátt fyrir að Franz Tost, framkvæmdarstjóri liðsins hafi tilkynnt í gær að hann og Jamie Alguersuari yrðu hjá liðinu á næsta ári. Formúla 1 16. júlí 2010 12:15
Alguersuari og Buemi áfram hjá Torro Rosso Torro Rosso liðið ítalska staðfesti í dag að Jamie Alguersuari og Sebastian Buemi verða áfram ökumenn Torro Rosso árið 2011. Formúla 1 15. júlí 2010 16:21
Webber og Red Bull stjórar hreinsuðu andrúmsloftið Mark Webber tilkynnti á vefsíðu sinni í dag að hann og yfirmenn Red Bull hafi rætt það sem kom upp í Silverstone kappakstrinum um síðustu helgi og andrúmsloftið á milli aðila hafi verið hreinsað. Autosport.com greinir frá þess í dag og lausleg þýðing á ummælum hans fylgir hér að neðan. Formúla 1 15. júlí 2010 10:57
Framtíð Petrovs ræðst af árangri Rússneski nýliðinn Vitaly Petrov hefur átt góða spretti um borð í Formúlu 1 bíl Renault á þessu ári, en hann hefur líka gert mistök á stundum. Formúla 1 14. júlí 2010 12:30
Button: Deila Red Bull manna hjápar McLaren Heimsmeistarinn Jenson Button telur að hamgangurinn milli Sebastian Vettel og Mark Webber muni hjálpa McLaren í titilslagnum, en Lewis Hamilton og Button eru í tveimur efstu sætum stigamótsins. Formúla 1 13. júlí 2010 15:49
Engin pressa að hygla að Vettel Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull segir að engin pressa sá á honum frá eigendum Red Bull liðsins að þjónusta Sebastian Vettel betur en Mark Webber í Formúlu 1 mótum. Webber var mjög ósáttur um helgina, þegar vængur var tekin af bíl hans og settur á bíl Vettels. Formúla 1 13. júlí 2010 09:54
McLaren klúðraði titli á innanhúsdeilum Staðan á milli ökumanna Red Bull liðsins hefur vakið athygli, þar sem Mark Webber taldi sér mismunað í mótinu á Silverstone um helgina varðandi búnað og taldi hann að Sebastian Vettel hefði verið tekinn framyrir sig. Webber svaraði þessu með sigri á Silverstone. Formúla 1 12. júlí 2010 10:55
Webber ekki vanmetinn af Red Bull Christian Horner segir Mark Webber ekki vera ökumann númer tvö hjá líðinu, þó Webber hafi skotið föstu skoti að liði sínu í talkerfi bílsins eftir að hann kom í endamark sem sigurvegari í gær á Silverstone. Formúla 1 12. júlí 2010 09:30
Webber: Réttlætinu fullnægt með sigrinum Mark Webber hjá Red Bull var ánægður að vinna Formúlu 1 mótið á Silverstone, þrátt fyrir að honum finndist liðið mismuna sér fyrir tímatökuna í gær. Formúla 1 11. júlí 2010 19:42
Webber vann eftir að hafa verið móðgaður Ástralinn Mark Webber sem býr í Englandi vann sætan sigur á Silverstone í dag, eftir hafa að hafa skákað liðsfélaga sínum Sebastian Vettel og heimamanninum Lewis Hamilton hjá McLaren. Formúla 1 11. júlí 2010 15:24
Vettel: Erum dálítið brjálaðir Sebastian Vettel náði besta tíma í tímatökum á Silverstone brautinni í dag, en einhver áhöld er um að hann hafi fengið betri framvæng á bíl sinn en Mark Webber af því liðið tekur hann framyfir Webber. Formúla 1 10. júlí 2010 18:46
Vettel fremstur á ráslínu á Silverstone Þjóðverjinn Sebastian var fljótastur á Red Bull í tímatökum annað árið i röð. Hann varð á undan Mark Webber á Red Bull og og Fernando Alonso, en fremstur heimamanna var Lewis Hamilton á McLaren. Formúla 1 10. júlí 2010 13:11
Vettel á flugi á Silverstone Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur allra á lokaæfingu keppnisliða á Silverstone brautinni í morgun. Hann varð á undan liðsfélaga sínum Mark Webber á Red Bull. Formúla 1 10. júlí 2010 10:34
Yamamoto sjokkeraður að fá sæti Senna Engar skýringar hafa verið gefnar á því afhverju Japaninn Sakan Yamamoto ekur Hispania keppnisbílnum í stað Bruno Senna frá Brasilíu. Hann keppir á bílnum í stað Senna á Silverstone um helgina. Formúla 1 9. júlí 2010 20:12
Webber á undan Alonso á Silverstone Mark Webber varð tæplega 0.4 sekúndum á undan Fernando Alonso á seinni æfingu keppnisliða á Silverstone í dag, en Sebastian Vettel varð þriðji, en Felipe Massa fjórði. Staðan á milli Red Bull og Ferrari því 2-2. Formúla 1 9. júlí 2010 18:36
Yngsti meistarakandídatinn fljótastur Þjóðverjinn Sebastian Vettel á Red Bull var fljótastur allra á fyrstu æfingu keppnisliða á breyttri Silverstone braut í dag. Hann varð á undan heimamanninum Lewis Hamilton á McLaren. Formúla 1 9. júlí 2010 10:37
Senna hættur hjá Hispania liðinu Brasilíumaðurinn Bruno Senna mun ekki aka í fleiri mótum með Hispania liðinu spænska og Japanainn Sakan Yamamoto keyrir í hans stað um helgina ásamt Karun Chandok. Formúla 1 9. júlí 2010 10:18
Schumacher stefnir á titil 2011 Michael Schumacher hjá Mercedes hefur gengist við því að eiga ekki möguleika á titilinum í ár, eftir brösótt gengi í mótum ársins. Besti árangur hans er fjórða sæti. Hann hefur sett stefnuna á 2011 hvað titil varðar. Formúla 1 8. júlí 2010 17:45
Barrichello setur markið hærra Rubens Barrichello vonast eftir góðum árangri á Williams á heimavelli liðsins á Silverstone um helgina. Williams hefur ekki landað sigri í mörg herrans ár, en hefur unnið marga meistaratitila gegnum tíðina. Formúla 1 8. júlí 2010 14:24
Fyrrum meistari í dómaraherberginu Bretinn Nigel Mansell sem varð heimsmeistari í Formúlu 1 árið 1992 verður dómurum til aðstoðar á breska kappakstrinum á Silverstone um helgina. Formúla 1 8. júlí 2010 10:32
Bandarískir aðilar vilja í Formúlu 1 Bandarískir aðilar hafa sótt formlega um að komast í Formúlu 1 á næsta ári og flagga m.a. Bandaríkjamanninum Jonathan Summerton sem ökumanni. Hann var einnig nefndur til sögunnar hjá USF1 liðinu sem sótti um fyrir þetta tímabil en allt fór handaskolum hjá þeim Formúla 1 8. júlí 2010 10:00
Mikilvægt fyrir Ferrari að sigra fljótlega Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir á vefsíðu liðsins að mikilvægt verði fyrir liðið að knýja fram sigur í næstu þremur mótum. Ferrari er á eftir Red Bull og McLaren í stigakeppni bílasmiða og Fernando Alonso er fimmti í stigamóti ökumanna. Formúla 1 7. júlí 2010 13:07
Kubica hjá Renault til loka 2012 Pólverjinn Robert Kubica hefur framlengt samning sinn við Renault til loka ársins 2012, en hann gat verið laus allra mála í lok þessa árs. Formúla 1 7. júlí 2010 12:10
Ecclestone vill mót í New York Bernie Ecclestone er enn að leita eftir að halda mót við New York, þó búið sé að semja um mótshald í Austin í Texas frá árinu 2010. Autosport.com greinir frá þessu í dag. Formúla 1 6. júlí 2010 16:18
Button: Nýjungar nauðsynlegar í titilslagnum Meistarinn Jenson Button hjá McLaren verður í faðmi aðdáenda sinna á Silverstone brautinni um næstu helgi, en hann er breskur í húð og hár. Hann er í öðru sæti á eftir Lewis Hamilton í stigamótinu og báðir eru þeir Bretar og verður vel fagnað Formúla 1 6. júlí 2010 11:38
Átta lið á heimavelli á Silverstone Óhætt er að segja að Silverstone sé vagga Formúlu 1, en fyrsta mótið fór fram á brautinni árið 1950 og átta keppnislið af tólf eru staðsett í Bretlandi. Ekkert lið er þó eins nærri brautinni og Force India, sem er raunverulega staðsett rétt utan brautarmarkanna. Formúla 1 6. júlí 2010 11:11
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti