Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Vista­­skipti Ísaks til Düsseldorf stað­­fest form­lega

Þýska B-deildar liðið Fortuna Düsseldorf staðfesti formlega í morgun að Ísak Bergmann Jóhannesson yrði leikmaður liðsins á komandi tímabili en eins og Vísir hafði áður grein frá ákvað félagið að virkja klásúlu í lánssamningi hans og kaupa leikmanninn.

Fótbolti
Fréttamynd

Bolaði þjálfaranum burt en fram­lengdi svo ekki samninginn

Edin Terzić sagði óvænt af sér í dag sem knattspyrnustjóri Borussia Dortmund aðeins tveimur vikum eftir að hafa leitt liðið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ósætti við Mats Hummels er talin ástæðan, leikmaðurinn sagðist ekki vilja spila fyrir félagið undir hans stjórn, en hann vildi svo ekkert spila yfir höfuð. 

Fótbolti
Fréttamynd

Dreymir um að dæma Evrópu- eða lands­leiki

Draumur Twana Khalid Ahmed, kúrdísks flóttamanns frá Írak, rættist á síðasta ári þegar hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild í fótbolta hér á landi. Hann vildi óska að hann hefði byrjað að dæma fyrr hér á landi til að geta dæmt á erlendri grundu sem og íslenskri.

Íslenski boltinn