

Fótbolti
Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Gylfi Þór aftur orðaður við Val
Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er aftur orðaður við Val. Hann er um þessar mundir án samnings.

Ronaldo kominn upp fyrir Messi
Cristiano Ronaldo komst um helgina upp fyrir Lionel Messi á listanum yfir þá sem hafa skorað flest mörk utan af velli á sínum fótboltaferli.

Crystal Palace staðfestir að Roy Hodgson sé hættur
Roy Hodgson er hættur sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace en Lundúnafélagið hefur staðfest þetta á miðlum sínum.

KSÍ ræður lögmann í slaginn við ÍSÍ
Knattspyrnusamband Íslands hefur ekki fengið krónu úr Afrekssjóði Íþrótta- og ólympíusambands Íslands síðustu sjö ár, öfugt við öll önnur íþróttasérsambönd á Íslandi. Þolinmæði KSÍ er á þrotum og hefur sambandið ráðið lögmann vegna málsins.

Ráku Gennaro Gattuso
Franska fótboltafélagið Marseille hefur rekið þjálfara sinn Gennaro Gattuso.

Snertu allir boltann áður en Valdimar skoraði
Íslands- og bikarmeistarar Víkings R. skoruðu magnað mark í sigri sínum gegn Aftureldingu um helgina, í Lengjubikar karla í fótbolta.

Bónusar landsliðsfólks helmingi lægri og færri leikir eftir mikið tap KSÍ
Leikir knattspyrnulandsliða Íslands verða enn færri í ár en í fyrra, eða alls tíu leikjum færri, og greiðslur til leikmanna A-landsliðanna helmingi lægri, samkvæmt fjárhagsáætlun Knattspyrnusambands Íslands. Sambandið þarf að rétta af reksturinn eftir 126 milljóna tap á síðasta ári.

Elskar bjór og mætti alltaf með fimm aukakíló
Fyrrverandi knattspyrnustjarnan Eden Hazard viðurkennir að hafa ítrekað mætt of þungur og ekki í formi til æfinga hjá Real Madrid eftir sumarfrí.

Bitið kom í veg fyrir að Benzema færi til Arsenal
Úrúgvæski knattspyrnumaðurinn Luis Suárez kveðst í raun hafa komið í veg fyrir að franski framherjinn Karim Benzema færi frá Real Madrid til Arsenal á sínum tíma.

„Ég gæti verið að deyja hérna“
Luton maðurinn Tom Lockyer viðurkenndi í viðtali við Sky Sports að hann hafi óttast það að hann væri að deyja þegar hann hneig niður í leik Luton á móti Bournemouth í desember.

Slæmar fréttir fyrir Liverpool en ekki versta martröðin
Leikmenn bættust á meiðslalista Liverpool um helgina þegar liðið vann öruggan 4-1 sigur gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Alvarlegust virtust meiðsli Portúgalans Diogo Jota.

Fann ástríðuna aftur á Íslandi
Skotinn Steven Lennon lagði nýverið knattspyrnuskóna á hilluna eftir farsælan feril. Hann situr ekki auðum höndum og nú á þjálfun hug hans allan.

Varði sömu vítaspyrnuna tvisvar
Marco Carnesecchi, markvörður Atalanta í Seríu-A, gerði sér lítið fyrir í gær og varði „sömu“ vítaspyrnuna í tvígang.

„Hefðum auðveldlega getað skorað fimm mörk“
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var sáttur með frammistöðu sinna manna gegn Luton í dag. Það eina sem vantaði upp á að hans mati var að klára færin fyrir framan mörkin.

AC Milan máttu síns lítils gegn Monza
AC Milan gerði ekki góða ferð til nágranna sinna í Monza í kvöld en heimamenn fóru með 4-2 sigur af hólmi þar sem framherjinn Luka Jovic sá rautt.

Højlund sá yngsti í sögunni til að skora í sex leikjum í röð
Eftir að hafa ekki skorað í 14 fyrstu deildarleikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni virðist Rasmus Højlund hreinlega ekki geta hætt að skora en hann hefur nú skorað í sex leikjum í röð.

Fullt hús stiga hjá Val í Lengjubikarnum
Valskonur afgreiddu Selfyssinga nokkuð þægilega í Lengjubikarnum í dag en lokatölur leiksins urðu 4-0.

Bayern missteig sig í toppbaráttunni
Bayern München missti af þremur dýrmætum stigum í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar í dag þegar liðið tapaði á útivelli gegn Bochum 3-2.

Manchester United slapp með skrekkinn
Luton tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. United fékk sannkallaða draumabyrjun þegar Rasmus Højlund skoraði strax á 1. mínútu og varð þar með yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að skora í sex leikjum í röð.

Þórsarar rúlluðu yfir Stjörnuna í Lengjubikarnum
Lengjudeildarlið Þórs frá Akureyri vann öruggan sigur á Bestudeildarliðið Stjörnunnar í Lengjubikarnum í dag en lokatölur leiksins urðu 5-1, heimamönnum í vil.

Góður útisigur FCK í Íslendingaslag í Danmörku
Meistarar FCK í Danmörku unnu góðan útisigur á Silkeborg þegar liðin mættust í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Glódís skoraði þegar Bayern fór á toppinn á ný
Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir var á skotskónum hjá stórliði Bayern Munchen í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Öruggt hjá Brighton gegn lánlausu liði Sheffield United
Brighton vann stórsigur á Sheffield United þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Brighton fer upp í 7. sæti deildarinnar eftir sigurinn.

Kristian lék allan leikinn í grátlegu jafntefli
Kristian Nökkvi Hlynsson og samherjar hans í Ajax gerðu í dag 2-2 jafntefli gegn Nijmegen í hollensku deildinni í dag.

Real tapaði stigum án Bellingham
Real Madrid mistókst að auka forskot sitt á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar en liðið mætti Real Vallecano á útivelli í dag.

Andri Lucas á skotskónum þegar Lyngby tapaði
Andri Lucas Guðjohnsen skoraði annað marka Lyngby sem tapaði gegn Norsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Þrír Íslendingar komu við sögu hjá Lyngby í leiknum.

Súrt tap á heimavelli hjá Karólínu Leu
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var í liði Leverkusen sem tapaði mikilvægum leik í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Clattenburg kominn í áhugavert starf hjá Nottingham Forest
Fyrrum dómarinn Mark Clattenburg var í stúkunni í leik Nottingham Forest gegn West Ham í gær og sat þar við hlið eiganda Forest. Clattenburg er orðinn starfsmaður Forest og hlutverk hans er nokkuð áhugavert.

Sigrar hjá Íslendingum í sænska bikarnum
Tvö Íslendingalið voru í eldlínunni í sænska bikarnum í dag en keppnin fór af stað um helgina. Sigrar unnust hjá báðum liðum með mörkum á lokamínútunum.

Haaland sló met sem enginn vill eiga
Manchester City og Chelsea gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í gær og missti lið City þar með af tækifærinu til að koma sér aðeins tveimur stigum frá toppliði Liverpool. Norðmaðurinn Erling Haaland sló met í leiknum sem hann hefði eflaust viljað sleppa.