Samherji Stefáns Teits í átta leikja bann fyrir að bíta mótherja Milutin Osmajic, framherji enska B-deildarliðsins Preston, hefur verið úrskurðaður í átta leikja bann af enska knattspyrnusambandinu fyrir að bíta Owen Beck, leikmann Blackburn Rovers. Enski boltinn 4. október 2024 13:01
Sjáðu Luis Enrique húðskamma Mbappé Í nýrri heimildamynd um Luis Enrique, knattspyrnustjóra Paris Saint-Germain, sést hann húðskamma stórstjörnuna Kylian Mbappé. Fótbolti 4. október 2024 12:32
Íslenskur HM-fari í Stjörnuna Knattspyrnumaðurinn Samúel Kári Friðjónsson hefur ákveðið að snúa heim til Íslands, 28 ára gamall, eftir langa veru í atvinnumennsku erlendis. Hann hefur skrifað undir samning til fjögurra ára við Stjörnuna. Íslenski boltinn 4. október 2024 12:04
Júlíus bætist við landsliðshópinn Júlíus Magnússon, leikmaður Fredrikstad í Noregi, hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni. Enginn víkur fyrir honum í hópnum. Fótbolti 4. október 2024 11:41
Verður áhorfendametið slegið á morgun? Valur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild kvenna á morgun. Búast má við fjölmenni á leiknum á N1-vellinum á Hlíðarenda. Íslenski boltinn 4. október 2024 11:36
Trúir ekki skýringum og tippar á rifrildi við Rashford Það vakti furðu margra að Marcus Rashford skyldi ekki mæta til leiks í seinni hálfleik, með Manchester United gegn Porto í Portúgal í gær, eftir að hafa skorað fyrsta mark leiksins. Erik ten Hag segir ekki um meiðsli að ræða. Enski boltinn 4. október 2024 11:09
Diarra fagnar: Reglur FIFA stangast á við lög ESB Evrópudómstólinn hefur komist að þeirri niðurstöðu að sumar af reglum FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, stangist á við lög Evrópusambandsins varðandi frelsi til flutninga. Fótbolti 4. október 2024 10:33
Njósnar ekki fyrir Heimi eftir gagnrýni á leikmenn: „Þekki manninn ekki neitt“ Írinn Glenn Whelan, fyrrverandi leikmaður Stoke og fleiri félaga, er hættur sem leikgreinandi fyrir írska karlalandsliðið í fótbolta, og því ekki í teymi landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar. Whelan gagnrýndi leikmenn írska liðsins harðlega í síðasta mánuði en óljóst er hvort það hafði áhrif á brotthvarf hans. Fótbolti 4. október 2024 10:02
Andri Lucas: „Vona að pabbi hafi haldið með mér“ Þrátt fyrir að Gent hafi tapað fyrir Chelsea segir Andri Lucas Guðjohnsen að endurkoman á Stamford Bridge hafi verið ánægjuleg. Fótbolti 4. október 2024 08:31
Ten Hag útskýrir af hverju hann tók Rashford út af í hálfleik Þrátt fyrir að Marcus Rashford hafi skorað og lagt upp í 3-3 jafntefli Manchester United og Porto í Evrópudeildinni í gær var Erik ten Hag, knattspyrnustjóri enska liðsins, ekki alls kostar sáttur við frammistöðu hans og tók hann út af í hálfleik. Fótbolti 4. október 2024 08:03
Morata í stríði við bæjarstjóra sem er stuðningsmaður Inter Álvaro Morata, fyrirliði spænska landsliðsins og leikmaður AC Milan, er fluttur úr bænum Corbetta vegna ummæla bæjarstjórans. Fótbolti 4. október 2024 07:31
Eiður Smári sá son sinn leggja upp mark á móti Chelsea Eiður Smári Guðjohnsen var staddur í stúkunni á Stamford Bridge ásamt syni sínum Sveini Aroni í gær þegar Chelsea vann 4-2 gegn Gent. Annar sonur hans, Andri Lucas, lagði upp fyrra mark gestanna. Fótbolti 4. október 2024 07:02
Eigandi Nottingham Forest ákærður af enska knattspyrnusambandinu Evangelos Marinakis, eigandi Nottingham Forest, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir slæma hegðun eftir tap gegn Fulham síðustu helgi. Enski boltinn 3. október 2024 23:31
„Fannst við spila fullkominn fyrri hálfleik“ „Þetta er bara svekkjandi. Við vitum í svona leikjum þá er refsað fyrir öll mistök, ekki bara einstaklingsmistök heldur líka taktísk. Það gerðist fjórum sinnum í dag og þetta er mjög svekkjandi,“ segir Gísli Gottskálk Þórðarson eftir 4-0 tap Víkings ytra fyrir Omonoia í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Fótbolti 3. október 2024 22:33
Bruno sá aftur rautt en Maguire bjargaði stigi í uppbótartíma Tíu menn Manchester United rétt björguðu stigi í uppbótartíma á útivelli gegn Porto. Allt stefndi í tap þrátt fyrir að gestirnir hafi tekið tveggja marka forystu í fyrri hálfleik. Fyrirliðinn Bruno Fernandes sá rautt annan leikinn í röð. Fótbolti 3. október 2024 21:00
Andri Guðjohnsen lagði upp í tapi gegn Chelsea Andri Lucas Guðjohnsen lagði upp mark Gent í 4-2 tapi gegn Chelsea á Stamford Bridge í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar. Fótbolti 3. október 2024 21:00
„Þarft að vera sami leikmaður og á Íslandi og bæta tuttugu prósentum ofan á það“ Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, fannst tapið fyrir Omonia í Sambandsdeild Evrópu vera of stórt. Hann sagði að sínir menn hefðu gert mistök sem þeir gera alla jafna ekki. Þá höfðu meiðsli Tariks Ibrahimagic mikil áhrif á gang mála að mati þjálfarans. Fótbolti 3. október 2024 19:46
„Það var helvíti maður, Jesús kristur“ „Manni líður ekki vel,“ segir Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, eftir 4-0 tap liðsins fyrir Omonoia í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Fótbolti 3. október 2024 19:31
Kristian meiddist | Elías hélt marki Midtjylland hreinu Níu leikir fóru fram síðdegis í annarri umferð Evrópudeildarinnar. Kristian Hlynsson fór meiddur af velli, Elías Ólafsson hélt hreinu og Orri Steinn Óskarsson var í byrjunarliðinu. Fótbolti 3. október 2024 19:00
Uppgjörið: Omonia - Víkingur 4-0 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik Víkingur tapaði fyrir Omonia á Kýpur, 4-0, í fyrsta leik sínum í Sambandsdeild Evrópu í dag. Andronikos Kakoullis skoraði tvö mörk og Senou Coulibaly og Saidou Alioum sitt markið hvor. Öll mörkin komu í seinni hálfleik. Fótbolti 3. október 2024 19:00
Miðasala hafin á EM 2025 og skipulagning hafin fyrir 2029 Fimm formleg boð bárust til UEFA um að halda Evrópumót kvenna í knattspyrnu árið 2029. Frá Þýskalandi, Póllandi, Portúgal og Ítalíu, auk sameiginlegs boðs frá nágrannaþjóðunum Danmörku og Svíþjóð. Fótbolti 3. október 2024 17:31
Valinn í landsliðið í fyrsta sinn í sjö ár Dominic Solanke, framherji Tottenham, var valinn í enska landsliðshópinn sem mætir Grikklandi og Finnlandi í Þjóðadeild Evrópu síðar í þessum mánuði. Enski boltinn 3. október 2024 17:01
Tottenham sótti sigur til Ungverjalands Tottenham vann 2-1 á útivelli gegn Ferencvaros í annarri umferð Evrópudeildarinnar. Lundúnarliðið hefur unnið báða sína leiki í keppninni hingað til. Fótbolti 3. október 2024 16:15
Hansen snýr aftur í lið Víkinga Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, snýr aftur í byrjunarlið félagsins fyrir leik dagsins við Omonoia í Sambandsdeild Evrópu. Fótbolti 3. október 2024 15:50
Holdafarsummæli Guardiola sem myllusteinn um háls Phillips Kalvin Phillips segir að ummæli Peps Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, um holdafar hans hafi haft mikil áhrif á feril hans. Enski boltinn 3. október 2024 15:17
Messi skoraði tvö þegar hann vann 46. titilinn á ferlinum Lionel Messi skoraði tvívegis þegar Inter Miami vann Columbus Crew, 3-2, og þar með stuðningsmannaskjöldinn í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Messi hefur nú unnið 46 titla með félagsliðum og landsliði á glæstum ferli. Fótbolti 3. október 2024 14:32
Heimir skildi stórt nafn eftir heima og Írar fagna Heimir Hallgrímsson gerir heilar sex breytingar á leikmannahópi Írlands fyrir komandi leiki liðsins í Þjóðadeild karla í fótbolta. Írar töpuðu báðum leikjum liðsins í síðasta landsleikjaglugga. Fótbolti 3. október 2024 13:34
„Það verður allt dýrvitlaust“ „Ég held að menn séu vel stemmdir, það hlýtur að vera. Við erum búnir að bíða lengi eftir þessum degi sem félag, ég sjálfur og leikmenn,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, um verkefni dagsins. Víkingur mætir Omonoia í fyrsta leik liðsins í Sambandsdeild Evrópu. Fótbolti 3. október 2024 13:02
Svona var kynningarfundurinn fyrir úrslitaleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi á Hlíðarenda vegna úrslitaleiks Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta kvenna. Íslenski boltinn 3. október 2024 12:31
Kári með skoðunarferð fyrir Víkinga á Kýpur Víkingar undirbúa sig fyrir fyrsta leik liðsins í Sambandsdeild Evrópu síðar í dag. Andstæðingurinn er Omonoia í Kýpur en Kári Árnason var leikmaður liðsins á sínum tíma. Þrátt fyrir að hafa stoppað stutt við þekkir hann til á svæðinu og kynnir menn fyrir landi og þjóð í dag. Fótbolti 3. október 2024 12:02