Hinsta kveðja eiginmannins: „Við söknum þín, Halyna!“ Matthew Hutchins, eiginmaður kvikmyndatökustjórans Halynu Hutchins, sem lést af völdum voðaskots við kvikmyndatökur á fimmtudag, birti fyrr í dag á Instagram hjartnæmar myndir af þeim hjónum og syni þeirra með kveðjunni „Við söknum þín Halyna!“. Erlent 23. október 2021 21:48
Baldwin vissi ekki að skot væri í byssunni Leikarinn Alec Baldwin vissi ekki að byssa sem aðstoðarleikstjóri kúrekamyndarinnar Rust rétti honum væri hlaðin skoti, annað hvort raunverulegu eða púðurskoti. Tökumenn og aðrir höfðu lagt niður störf nokkrum klukkustundum áður, að hluta til vegna skorts á öryggisráðstöfunum. Erlent 22. október 2021 23:58
Öll í faginu taka slysaskotið til sín Bandaríski leikarinn Alec Baldwin segist í ólýsanlegu áfalli eftir að hafa orðið kvikmyndatökustjóra að bana á tökustað. Leikmyndahönnuður segir slysið víti til varnaðar fyrir kvikmyndaiðnaðinn. Innlent 22. október 2021 21:01
Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins Leikarinn Alec Baldwin segist niðurbrotinn vegna dauða Halyna Hutchins sem dó eftir að hann hleypti af byssu við tökur á kvikmynd í Nýju Mexíkó í gær. Hutchins var kvikmyndatökustjóri en auk hennar særðist Joel Souza leikstjóri. Erlent 22. október 2021 17:29
Leikstjórinn fékk skot í öxlina en hefur verið útskrifaður Leikstjórinn Joel Souza hefur verið útskrifaður af spítala í Santa Fe, eftir að hafa fengið skot í sig úr leikbyssu við tökur á myndinni Rust. Kvikmyndatökustjórinn Halyna Hutchins varð einnig fyrir skoti og var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús en það var leikarinn Alec Baldwin sem hleypti af vopninu. Erlent 22. október 2021 12:16
Alec Baldwin varð konu að bana við tökur á nýrri mynd Leikarinn Alec Baldwin er sagður hafa orðið konu að bana við tökur á kvikmynd í Nýju-Mexíkó. Samkvæmt erlendum miðlum hleypti Baldwin af skotvopni sem var einn af leikmunum myndarinnar, með þeim afleiðingum að kona dó og maður særðist. Erlent 22. október 2021 06:27
Hefur áhyggjur af viðbrögðum barnsföður Kourtney við trúlofuninni Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir fer yfir allt það helsta í Hollywood í Brennslutei vikunnar á þriðjudögum. Í þessari viku fer hún meðal annars yfir trúlofun Kourtney Kardashian og Travis Barker, nýja þætti Kardashian fjölskyldunnar og fréttir af Vanessu Bryant. Lífið 19. október 2021 11:30
Hét áður Kanye West en nú einfaldlega Ye Bandaríski rapparinn og tónskáldið Ye hét áður Kanye West en hefur nú hlotið blessun dómara í Los Angeles til þess breyta fullu nafni sínu í Ye. Lífið 18. október 2021 22:53
Kardashian og Barker trúlofuð Bandaríska raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og tónlistarmaðurinn Travis Barker eru trúlofuð. Þó það standi ekki skýrum stöfum í nýrri Instagram-færslu Kardashian þá tala myndirnar sannarlega sínu máli. Lífið 18. október 2021 08:55
Auðkýfingurinn Robert Durst dæmdur í lífstíðarfangelsi Auðkýfingurinn Robert Durst, sem öðlaðist frægð þegar hann var viðfangsefni heimildarþáttaraðar HBO, The Jinx, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Susan Berman árið 2000. Erlent 14. október 2021 23:16
Moon, 66 Questions hlýtur Gyllta lundann Fransk-gríska kvikmyndin Moon, 66 Questions eftir Jacqueline Lentzou hlaut Gyllta lundann, meginverðlaun RIFF, í ár, en hátíðin var haldin í átjánda sinn og hlaut mikla aðsókn. Bíó og sjónvarp 9. október 2021 18:06
Dýrið frumsýnd á 600 tjöldum í Bandaríkjunum í dag Íslenska kvikmyndin Dýrið. eða Lamb eins og hún heitir erlendis, verður sýnd á 600 tjöldum í Bandaríkjunum í dag. Aldrei áður hefur íslensk kvikmynd fengið jafn mikla almenna dreifingu vestanhafs. Lífið 8. október 2021 16:31
Chappelle sakaður um transfóbíu Forsvarsmenn Netflix eru undir þrýstingi um að fjarlægja nýjustu sýningu grínistans Dave Chappelle af streymisveitunni vegna ummæla hans um trans-fólk. Í sýningunni, sem heitir The Closer, lýsir Chappelle yfir stuðningi við rithöfundinn JK Rowling, sem hefur einnig verið sökuð um transfóbíu, og sagði kyn vera staðreynd. Erlent 8. október 2021 14:48
Bein útsending: Kvikmyndaframleiðsla rædd á Bransadögum RIFF Yfir hundrað fagaðilar, blaðamenn og kvikmyndagerðarmenn koma að utan og taka þátt í Bransadögum RIFF í ár en þeir hefjast í dag í Norræna húsinu og standa til 9. október. Bíó og sjónvarp 7. október 2021 14:00
Ósátt við fréttaflutning um þukl Thicke Emily Ratajkowski er ósátt við umfjöllun um bók hennar þar sem hún segir tónlistarmanninn Robin Thicke hafa káfað á sér við tökur á frægu myndbandi lagsins Blurred Lines frá 2013. Hún segir frásögnina hafa verið „lekið“ úr bókinni og að umfjöllunin hafi reynst henni erfið. Lífið 6. október 2021 11:09
„Guð blessi ykkur öll og kyssið minn hvíta, sæta rass“ Sjálfstæðisbarátta Britney Spears hefur vakið mikla athygli undanfarin misseri en þann 30. september öðlaðist poppsöngkonan loks fresli frá föður sínum sem hafði verið forráða-og fjárhaldsmaður hennar síðustu 13 ár. Lífið 5. október 2021 15:14
Segir Thicke hafa káfað á sér við tökur myndbands Blurred Lines Fyrirsætan Emily Ratajkowski segir tónlistarmanninn Robin Thicke hafa káfað á sér við tökur á frægu myndbandi lagsins Blurred Lines frá 2013. Í nýrri bók segir hún Thicke hafa gripið um ber brjóst hennar. Erlent 3. október 2021 11:50
Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Fyrsta RIFF helgin fer nú af stað eftir glæsilegan opnunardag. Hátíðin hófst í gær og veitti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, leikstjórunum Mia Hansen-Løve og Joachim Trier verðlaun fyrir framúrskandi listfengi við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Lífið 1. október 2021 16:45
Scarlett Johansson og Disney ná sáttum Afþreyingarrisinn Disney og bandaríska leikkonan Scarlett Johansson hafa náð sáttum í deilu sem sneri að dreifingu á Marvel-ofurhetjumyndinni Svörtu ekkjunni (e. Black Widow). Lífið 1. október 2021 07:34
Freddie Highmore giftur „yndislegri konu“ The Good Doctor leikarinn Freddie Highmore var gestur í þætti Jimmy Kimmel í gær. Þáttastjórnandinn spurði hann meðal annars út í giftingarhringinn sem hann gengur nú með. Lífið 30. september 2021 09:31
RIFF 2021 hefst í dag RIFF 2021 hefst í dag, 30. september, Í átjánda sinn fer RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, af stað. Bíó og sjónvarp 30. september 2021 09:00
Pabbi Britney ekki lengur við stýrið Jamie Spears, faðir poppstjörnunnar Britney Spears, er ekki lengur fjárhaldsmaður hennar eftir að dómari í Los Angeles kvað upp úrskurð sinn í nótt. Erlent 30. september 2021 06:55
Dýrið slær í gegn á Fantastic Fest í Texas Íslenska kvikmyndin Dýrið sló í gegn á Fantastic Fest en hátíðin fór fram í Austin, Texas og lýkur á morgun. Myndin hefur hlotið lof bæði áhorfanda og gagnrýnenda. Bíó og sjónvarp 29. september 2021 16:00
Stjörnurnar flykktust á langþráða Bond frumsýningu Bond kvimyndin No Time To Die var frumsýnd í Royal Albert Hall í London í gær. Upprunalega átti að frumsýna myndina fyrir ári síðan en ákveðið var að fresta því vegna heimsfaraldursins. Lífið 29. september 2021 09:26
Íslandsheimsókn Will Smith í sýnishorni fyrir nýja þætti Í fyrstu stiklunni fyrir þættina Welcome to Earth má sjá brot af ferðalagi leikarans Will Smith á Íslandi. Um er að ræða National Geographic ferðaþætti sem sýndir verða á Disney+ streymisveitunni í desember. Bíó og sjónvarp 28. september 2021 09:30
R. Kelly sakfelldur Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali. Erlent 27. september 2021 19:49
Angelina Jolie og The Weeknd mynduð saman eftir stefnumót Leikkonan Angelina Jolie fór út að borða um helgina með tónlistarmanninum The Weeknd. Ljósmyndarar biðu eftir þeim fyrir utan veitingastaðinn og mynduðu þau fara saman inn í bílinn hans. Lífið 27. september 2021 13:19
Jonas-bróðir á kosningavöku stjórnmálafræðinema Frankie Jonas, yngsti bróðir hinna víðfrægu tónlistarmanna Jonas-bræðra, er staddur á kosningavöku Politica, félags stjórnmálafræðinema. Lífið 26. september 2021 03:00
Wire-stjarnan lést úr ofskammti af eiturlyfjum Réttarmeinafræðingur í New York hefur úrskurðað að Michael K. Williams, leikarinn sem var helst þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni The Wire, hafi látist af því að hafa tekið óvart of stóran skammt af blöndu eiturlyfja og lyfja. Erlent 25. september 2021 08:47
Leiðir skilja hjá Elon Musk og Grimes Auðkýfingurinn Elon Musk og tónlistarkonan Grimes eru hætt saman eftir þriggja ára samband. Parið á eitt barn saman, soninn X Æ A-Xii Musk sem er eins árs gamall. Lífið 24. september 2021 17:32