Níutíu prósent Íslendinga hlynnt móttöku flóttafólks frá Úkraínu Rúm níutíu prósent landsmanna eru hlynnt því að Ísland taki á móti flóttafólki frá Úkraínu. Innlent 11. mars 2022 07:18
Vaktin: Rússar nálgast Kænugarð og beita stórskotavopnum á íbúasvæði Rússar hófu árásir á borgirnar Lutsk og Dnipro snemma í morgun en þetta er í fyrsta sinn sem innrásarsveitirnar beina sjónum sínum að borgunum tveimur. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Erlent 11. mars 2022 06:49
Bandaríkjamenn vara Rússa við því að þjóðnýta eignir erlendra fyrirtækja Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði á Twitter í nótt að bandarísk stjórnvöld fögnuðu ákvörðunum fyrirtækja að hætta starfsemi í Rússlandi vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Erlent 11. mars 2022 06:20
Telja Úkraínumenn geta haldið aftur af Rússum við Kænugarð Þó þeir hafi sótt lítillega fram í dag er sókn Rússa að Kænugarði talin vera strand, ef svo má að orði komast. Hugveitan Institute for the Study of War segir auknar líkur á því að Úkraínumenn geti varist sókn Rússa að höfuðborginni, áður en þeim tekst að umkringja hana. Erlent 10. mars 2022 23:55
„Við erum að fara lengra og lengra út af brautinni“ Utanríkisráðherra segist ekki bjartsýnn á að niðurstaða fáist í friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna. Stríðið sýni skýrt að hægt sé að brjóta niður þau kerfi og réttindi, sem byggð hafa verið upp áratugum saman, á svipstundu. Innlent 10. mars 2022 22:33
Vaktin: Sjá ekki fyrir endann á átökunum í Úkraínu Ekkert lát er á átökunum í Úkraínu en rússneski herinn er sagður hafa sótt fram nærri Kænugarði í dag. Þá funduðu utanríkisráðherrar Rússlands og Úkraínu í Tyrklandi í dag en fundurinn bar lítinn árangur. Erlent 10. mars 2022 21:20
Hátt í tvö hundruð hafa boðið húsnæði fyrir flóttafólkið Landsmenn hafa keppst við að bjóða flóttafólki frá Úkraínu húsnæði eftir að opnað var fyrir skráningu hjá Fjölmenningarsetri í gær. Innlent 10. mars 2022 20:32
Úkraínumenn þjakaðir af samviskubiti gagnvart heimalandinu Úkraínskar mæðgur sem hafa búið hér á landi um árabil hafa hafið söfnun fyrir fólk í vanda í heimalandinu. Innlent 10. mars 2022 20:30
Martröð í Mariupol: Föllnum hrúgað í fjöldagröf milli sprengjuárása Íbúar í Mariupol í Úkraínu eru að niðurlotum komnir vegna stöðugra loftárása og skorts á öllum helstu lífsnauðsynjum. Á milli loftárása reynir fólk að ná sér í vatn úr brunnum og koma hinum látnu fyrir í fjöldagröfum. Engin handbær niðurstaða varð á fundi utanríkisráðherra Úkraínu og Rússlands í dag. Erlent 10. mars 2022 19:21
Stærsti styrktaraðili Chelsea hættir stuðningi við félagið Stærsti styrktaraðili enska knattspyrnufélagsins Chelsea, farsímafyrirtækið Three, hefur hætt stuðningi sínum við félagið, að minnsta kosti tímabundið. Enski boltinn 10. mars 2022 18:31
Úkraína varð að gefa frá sér möguleikann á stórmóti með strákunum okkar Á meðan að strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta freista þess í næsta mánuði að tryggja sig inn á HM 2023 eiga Úkraínumenn ekki lengur möguleika á því vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Handbolti 10. mars 2022 15:30
Chelsea gæti misst aðalstyrktaraðilann Aðalstyrktaraðili Chelsea, fjarskiptafyrirtækið Three, ætlar að endurskoða samstarf sitt við félagið eftir að eignir eiganda þess, Romans Abramovich, voru frystar. Enski boltinn 10. mars 2022 15:00
Rauði krossinn sendir 70 milljónir til mannúðaraðgerða í Úkraínu og nágrannaríkjum Rauði krossinn á Íslandi tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í gær um 70 milljónir króna til mannúðaraðstoðar í Úkraínu vegna átakanna þar í landi og til aðstoðar flóttafólki í nágrannaríkjum. Framlagið er afrakstur neyðarsöfnunar Rauða krossins þar sem nú hafa tæplega 40 milljónir króna safnast auk 30 milljóna króna framlags frá utanríkisráðuneytinu. Heimsmarkmiðin 10. mars 2022 14:48
Schröder til fundar við Pútín Gerhard Schröder, fyrrverandi kanslari Þýskalands, er kominn til rússnesku höfuðborgarinnar Moskvu þar sem hann mun funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta á morgun. Fundurinn er liður í sáttaumleitunum sem ætlað er að binda endi á stríðið í Úkraínu. Erlent 10. mars 2022 14:43
Úkraínumenn vilja refsa gamla fyrirliðanum fyrir að kóa með Rússum Anatoliy Tymoshchuk, fyrrverandi fyrirliði og leikjahæsti leikmaður í sögu úkraínska landsliðsins, gæti misst þjálfararéttindi sín vegna þagnar sinnar eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fótbolti 10. mars 2022 14:32
Bein útsending: Málstofa um stríðið í Úkraínu og áhrif efnahagslegra refsiaðgerða á orku- og fjármálamarkaði Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir málstofu um stríðið í Úkraínu og áhrif efnahagslegra refsiaðgerða á orku- og fjármálamarkaði í hádeginu. Viðskipti erlent 10. mars 2022 11:30
Fundi ráðherranna lokið: Lavrov heitir því að Rússar verði aldrei aftur háðir Vesturlöndum Fundi Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, er lokið. Viðræður ráðherranna skiluðu ekki teljandi árangri en ekki er útilokað að þeir muni funda á ný á næstunni. Erlent 10. mars 2022 10:36
Eignir Abramovichs frystar og salan á Chelsea í uppnámi Ríkisstjórn Bretlands hefur fryst eignir Romans Abramovich, eiganda Chelsea, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Abramovich ku hafa sterk tengsl við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, en hefur sjálfur hafnað því. Enski boltinn 10. mars 2022 09:42
Treysti sér ekki til að keppa á ÓL eftir að Rússar tóku föður hennar Anastasia Laletina var að keppa fyrir Úkraínu á Vetrarólympíumóti fatlaða þegar hún fékk slæmar fréttir. Fréttir sem enduðu þáttöku hennar á leikunum. Sport 10. mars 2022 09:31
Svíar stórauka framlög sín til varnarmála Sænska ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að til standi að stórauka framlög til varnarmála og að miðað verði við að tvö prósent af vergri landsframleiðslu verði lögð til málaflokksins. Þá verður fleirum gert að gegna herskyldu. Erlent 10. mars 2022 09:01
Kappkosta við þjálfun starfsfólks til að geta sinnt verkefnum kollega sinna á flótta í Úkraínu Starfsmenn tölvuöryggisfyrirtækisins Cyren í Hafnarfirði vinna nú hörðum höndum að því að þjálfa starfsmenn sína þannig að þeir geti tekið að sér verkefni sem hafa verið á könnu kollega sinna á starfstöð fyrirtækisins í Kænugarði í Úkraínu. Starfsmenn fyrirtækisins í Úkraínu hafa margir neyðst til að flýja höfuðborgina á síðustu dögum og hefur því þurft að bregðast við með undirbúa flutning verkefna annað til að hægt sé að tryggja áfram tölvu- og netvarnir viðskiptavina alls staðar um heim. Viðskipti innlent 10. mars 2022 07:31
Utanríkisráðherrarnir hittast í Tyrklandi til að ræða varanlegt vopnahlé Utanríkisráðherrar Rússlands og Úkraínu munu funda í Tyrklandi í dag en Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segist vonast til að á fundinum verði „dyrnar opnar“ fyrir varanlegu vopnahléi. Erlent 10. mars 2022 06:36
Segir árásina á barnaspítalann til marks um þjóðarmorð Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sendi leiðtogum Vesturlanda tóninn í kvöld. Það gerði hann í nýju ávarpi, sem hann birti á netinu þar sem hann sagði Rússa hafa sannað að þeir ætluðu sér að fremja þjóðarmorð gagnvart Úkraínumönnum. Erlent 9. mars 2022 23:44
Vaktin: Selenskí sendir vestrinu tóninn Úkraínumenn segjast hafa komið um fjörutíu þúsund manns úr nokkrum borgum Úkraínu sem Rússar sitja um í dag. Tímabundið vopnahlé náðist í morgun og lauk því klukkan sjö að íslenskum tíma. Erlent 9. mars 2022 23:00
Óskar segir Rússa ráðast vísvitandi á flóttafólk Óskar Hallgrímsson sem býr með úkraínskri eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði sá í fyrsta skipti í dag þar sem flugskeyti var skotið frá borginni. Hann segir loftvarnir Kænugarðs hafa verið efldar til muna en í morgun hrukku þau hjónin upp við sprengjugný. Innlent 9. mars 2022 22:00
Líf milljóna manna í algerri upplausn og neyð Líf milljóna manna er í algerri upplausn og að minnsta kosti hundruð þúsunda eru í algerri neyð vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Í dag voru gerðar tilraunir til að flytja þúsundir manna frá umkringdum borgum víðs vegar um landið. Nú hafa um 2,2 milljónir manna flúið Úkraínu. Erlent 9. mars 2022 20:01
Vændi - framboð og eftirspurn Það var frétt á RÚV um helgina þar sem kom fram að glæpasamtök sem stunda mansal sætu um úkraínskar konur á flótta til að ræna þeim og selja þær í vændi. Skoðun 9. mars 2022 19:01
Myndir þú berjast fyrir Ísland? Sem ungur maður eftir átta mánaða endurhæfingu, vegna heilaæxlis í annað sinn, þá hefur það vakið áhuga minn að sjá samstöðuna í Úkraínu og hve miklu fólk er tilbúið að fórna fyrir hvert annað. Skoðun 9. mars 2022 17:00
Sprengjum varpað á barnaspítala í Mariupol Barnaspítali og meðgöngudeild í úkraínsku borginni Mariupol er nú í rústum eftir að sprengjum var varpað á borgina í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska hermenn hafa verið að verki. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléi sem komið var á í dag. Erlent 9. mars 2022 16:49
Gata eða torg í Reykjavík verði kennd við Úkraínu eða Kænugarð Skipulags- og samgönguráð hefur falið nafnanefnd að gera tillögu að götu eða torgi í Reykjavík sem kennd væru við Úkraínu eða Kænugarð. Nefndinni er falið að koma með tillögur að mögulegum staðsetningum og nöfnum og skila þeim til skipulags- og samgönguráðs. Innlent 9. mars 2022 16:39