Umfjöllun og viðtöl: KA - FH 2-2 | KA-menn misstu af þriðja sætinu KA-menn misstu af þriðja sætinu þegar að liðið gerði 2-2 jafntefli gegn FH á Greifavellinum í lokaumferð Pepsi MAx deildar karla í dag. Íslenski boltinn 25. september 2021 17:53
Umfjöllun: Stjarnan - KR 0-2 | KR-ingar tryggðu sér þriðja sætið og eiga enn von á Evrópusæti Stjörnumenn fengu KR-inga í heimsókn í Garðabæinn í dag í lokaleik sínum í Pepsi-Max deild karla. KR-ingar tryggðu sér 3.sæti í deildinni með 2-0 sigri sem gæti gefið Evrópusæti ef Víkingur R. vinnur Mjólkurbikarinn. Íslenski boltinn 25. september 2021 17:44
Eftir fyrstu umferðina trúði ég að við gætum orðið Íslandsmeistarar Víkingur Reykjavík varð Íslandsmeistari í dag eftir 30 ára bið. Víkingur lagði Leikni 2-0 og tryggðu sjötta Íslandsmeistaratitil félagsins.Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings, var í skýjunum þegar hann var tekinn á tal í fagnaðarlátunum eftir leik. Fótbolti 25. september 2021 17:10
Umfjöllun: Breiðablik - HK 3-0 | HK fallið úr efstu deild eftir sannfærandi sigur Breiðabliks Blikar stóðu sína plikt og lögðu granna sína í HK 3-0 í síðustu umferð deildarinnar fyrr í dag og með því hafa HK-ingar lokið veru sinni í efstu deild í þetta sinn. Skagamenn unnu Keflvíkinga og tryggðu veru sína í efstu deild þar sem HK tapaði.Umfjöllun og viðtöl síðar. Íslenski boltinn 25. september 2021 17:05
Rúnar Kristinsson: Við viljum vinna bikar á hverju einasta ári KR-ingar unnu 0-2 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í lokaleik þeirra í Pepsi-Max deild karla. Með sigrinum og öðrum úrslitum í dag náðu KR-ingar 3.sætinu í deildinni og eiga því veika von á því að komast í Evrópukeppni á næsta ári. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður í leikslok. Íslenski boltinn 25. september 2021 16:54
Úrslit: Fylkir - Valur 0-6 | Valssigur í leik sem skipti litlu Valur vann Fylki í leik sem skipti litlu máli í lokaumferð Pepsi Max deildarinnar í dag. Íslenski boltinn 25. september 2021 16:15
Lokaumferð deildarinnar: Íslandsmeistarar krýndir, mögulegt Evrópusæti í boði og hvaða lið fellur? Sjaldan eða aldrei hefur verið eins mikil spenna fyrir lokaumferð efstu deildar karla í fótbolta og er í dag. Klukkan 16.00 í dag verður ljóst hvaða lið er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla árið 2021 sem og hvaða lið mun fylgja Fylki niður í Lengjudeildina. Íslenski boltinn 25. september 2021 08:00
Arnar um stórleik dagsins: „Þetta er bara móðir allra leikja“ „Það hefur gengið mjög vel eftir að við náðum okkur niður eftir KR-leikinn, það var svona tveir dagar og svefnlausar nætur eftir það,“ sagði Arnar Gunnlaugsson aðspurður hvernig vikan hefði verið hjá Víkingum sem spila sinn stærsta leik í að minnsta kosti 30 ár í dag. Íslenski boltinn 25. september 2021 07:01
Óskar Hrafn og Halldór framlengja í Kópavoginum Óskar Hrafn Þorvaldsson og Halldór Árnason hafa framlengt samninga sína við Breiðablik. Eru þeir nú samningsbundnir næstu fjögur árin. Þetta kemur fram á vef Breiðabliks. Íslenski boltinn 24. september 2021 23:02
Segja Hermann líklegastan til að taka við ÍBV Talið er að Eyjamaðurinn Hermann Hreiðarsson sé líklegastur til að taka við ÍBV en liðið mun leika í Pepsi Max deild karla í fótbolta sumarið 2022. Íslenski boltinn 24. september 2021 22:00
Jafntefli í lokaleik Lengjudeildar Kórdrengir misstu frá sér tveggja marka forystu á Ísafirði er liðið gerði 3-3 jafntefli við Vestra í lokaleik tímabilsins í Lengjudeild karla. Um var að ræða frestaðan leik og því var þetta síðasti leikur deildarinnar áður en haldið er í frí. Íslenski boltinn 24. september 2021 18:16
Breiðablik og HK án mikilvægra leikmanna í Kópavogsslagnum Breiðablik og HK verða án mikilvægra leikmanna í Kópavogsslagnum í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla á morgun. Íslenski boltinn 24. september 2021 17:01
Fimmta sinn í sögu tólf liða deildar sem titillinn vinnst í lokaumferðinni Úrslitin ráðast í Pepsi Max deild karla í lokaumferðinni á morgun en það er ekki á hverju ári sem Íslandsmeistaratitilinn vinnst ekki fyrr en í síðasta leik. Íslenski boltinn 24. september 2021 15:31
Arnar áfram með KA Arnar Grétarsson og KA hafa komist að samkomulagi um að hann stýri liðinu áfram á næsta tímabili. Íslenski boltinn 24. september 2021 15:18
„Væri ekkert leiðinlegur dagur ef ég yrði Íslandsmeistari og kæmist inn á þing“ Gísli Eyjólfsson verður í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að fylgjast með samherjum sínum í Breiðabliki úr stúkunni í lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar. Morgundagurinn verður viðburðarríkur fyrir Gísla en hann er einnig í framboði til Alþingis þótt hann sé ekki beint í baráttusæti. Íslenski boltinn 24. september 2021 14:45
Víkingar hafa aldrei unnið Leiknismenn í efstu deild Víkingur verður Íslandsmeistari í knattspyrnu á morgun ef liðið vinnur lokaleik sinn á móti Leikni. Það hafa Víkingar þó aldrei afrekað áður í sögunni í deild þeirra bestu. Íslenski boltinn 24. september 2021 14:16
Bikarinn verður miðja vegu á milli Víkinnar og Smárans Íslandsmeistarabikarinn fer annað hvort á loft á Víkingsvelli eða Kópavogsvelli. Á meðan leikjunum í lokaumferðinni í Pepsi Max-deild karla verður bikarinn í vörslu starfsmanns KSÍ á miðlægum stað. Íslenski boltinn 24. september 2021 14:00
Fyrirliði Leiknis stoppaður af Blikum á förnum vegi Fyrirliði Leiknis er uppalinn hjá Breiðabliki og er vel meðvitaður um að hans gamla félags þarf á hjálp Leiknismanna að halda til verða Íslandsmeistari. Íslenski boltinn 24. september 2021 12:01
Fjölnismenn leituðu ekki langt yfir skammt Fjölnismenn hafa ráðið nýjan þjálfara til að stýra karlaliði félagsins í fótbolta, eftir að Ásmundur Arnarsson hætti fyrr í þessum mánuði. Íslenski boltinn 24. september 2021 11:24
Víkingar munu skanna hraðprófskóðann við innganginn á morgun Það er búist við troðfullri Vík á morgun þegar Víkingar geta tryggt sér fyrsta Íslandsmeistaratitil sinn í þrjátíu ár. Íslenski boltinn 24. september 2021 11:01
Helga býður sig fram í stjórn KSÍ Helga Helgadóttir, íþróttastjóri knattspyrnudeildar Hauka og þjálfari, hefur ákveðið að sækjast eftir kjöri í stjórn Knattspyrnusambands Íslands á sérstöku aukaþingi sem haldið verður eftir rúma viku. Íslenski boltinn 24. september 2021 09:30
Ian Jeffs hættir með ÍBV Ian Jeffs er hættur sem þjálfari hjá ÍBV. Hann var aðstoðarþjálfari karlaliðsins, ásamt því að stýra kvennaliðinu seinni part sumars eftir að Andri Ólafsson hætti með liðið. Fótbolti 23. september 2021 22:31
ÍBV yfirgefur Lengjudeildina með sigri Grótta tók á móti ÍBV í lokaumferð Lengjudeildar karla í dag. Sigurður Arnar Magnússon tryggði Eyjamönnum 3-2 sigur þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka eftir að liðið hafði lent 2-1 undir. Íslenski boltinn 23. september 2021 19:30
Ætlar að hætta sem formaður Knd. Fram verði hann kosinn í stjórn KSÍ Framarar eru komnir aftur upp í Pepsi Max deild karla í fótbolta eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni í sumar en formaðurinn er nú á krossgötum. Íslenski boltinn 23. september 2021 11:01
Halldór Orri spilar kveðjuleik sinn á laugardaginn Stjarnan tekur á móti KR í 22. og síðustu umferð Pepsi Max deildar karla í fótbolta á laugardaginn og þar mun einn maður eiga hug og hjörtu stuðningmanna Stjörnunnar. Íslenski boltinn 23. september 2021 10:30
Jón Rúnar ósáttur við það að menn segi að ÍTF hafi ætlað að ræna völdum Fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH og mikill reynslubolti innan knattspyrnuhreyfingarinnar fór aðeins yfir sína sýn á það sem hefur gengið á í íslenskri knattspyrnu síðustu vikurnar. Fótbolti 22. september 2021 12:00
Þrjú hundruð miðar á Víkingsleikinn fara í sölu klukkan ellefu Víkingar geta orðið Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í þrjátíu ár um næstu helgi og miklu fleiri vilja komast á leikinn en miðar í boði. Víkingar tóku upp hraðpróf til að geta fjölgað áhorfendum upp í 1500 manns. Íslenski boltinn 22. september 2021 09:30
Víkingar nýta hraðpróf og fjölga áhorfendum Víkingar munu geta tekið á móti 1.500 fullorðnum áhorfendum auk barna á laugardaginn, þegar þeir gætu mögulega orðið Íslandsmeistarar í fótbolta karla í fyrsta sinn í þrjátíu ár. Íslenski boltinn 21. september 2021 13:54
Gætu endað alveg jöfn í fallbaráttu Pepsi Max en E-liðurinn myndi þá fella lið Þrjú lið gætu endað alveg jöfn eftir lokaumferðina í Pepsi Max deildinni en aðeins eitt þeirra myndi falla. Vísir hefur skoðað reglugerðina yfir hvað ræður úrslitum þegar lið enda með jafnmörg stig og sömu markatölu. Íslenski boltinn 21. september 2021 13:30
Valgeir var búinn að bíða í yfir tvö þúsund mínútur eftir þessu marki Valgeir Valgeirsson var búinn að bíða mjög lengi eftir marki þegar hann tryggði HK lífsnauðsynlegan sigur í Kórnum í gærkvöldi. Íslenski boltinn 21. september 2021 10:30