

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.
Keflavík kastaði frá sér þriggja marka forystu og þremur mikilvægum stigum í fallbaráttu sinni í Bestu deild kvenna í fótbolta þegar liðið fékk FH í heimsókn á HS Orku-völlinn í í 17. umferð deildarinnar í kvöld.
Breiðablik vann virkilega sterkan 2-0 sigur er liðið heimsótti Val í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld.
Knattspyrnudeild KR hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frestunar á leik liðsins við HK, í Bestu deild karla, og ætlar að kæra ákvörðun stjórnar KSÍ varðandi málið.
KR hefur staðfest að Óskar Hrafn Þorvaldsson sé tekinn við þjálfun karlaliðs félagsins í fótbolta.
Helena Ólafsdóttir er mætt aftur og Mist Rúnarsdóttir sest í sérfræðingasætið. Þær hituðu vel upp fyrir umferðina sem framundan er í Bestu deild kvenna með góðum gestum, mæðgunum Kristínu Dís Árnadóttur og Kristínu Önnu Arnþórsdóttur.
„Við eigum bara von á fjörugum og skemmtilegum leik, hellingur undir fyrir bæði lið,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks sem heimsækir Val á Hlíðarenda í kvöld.
Valur og Breiðablik mætast í kvöld í gríðarlega mikilvægum leik í toppbaráttu Bestu deildar karla í fótbolta.
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, vildi lítið tjá sig um skýrslumálið svokallaða þegar eftir því var leitað. Hann á þó erfitt með skilja umfjöllunina í kringum það.
Damir Muminovic hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik út næstu leiktíð. Fyrri samningur gilti þar til í haust.
Gervigras KR í Vesturbæ Reykjavíkur er ónýtt og hefur verið lokað vegna slysahættu aðeins einu og hálfu ári eftir lagningu nýs grass. Formaður félagsins gagnrýnir vinnubrögð verktaka og viðbragðsleysi Reykjavíkurborgar.
Fjölnismenn halda enn toppsæti Lengjudeildar karla í fótbolta eftir leiki kvöldsins, nú þegar fimm umferðir eru eftir af deildinni.
Þrátt fyrir að vera manni fleiri og 2-0 yfir þegar tíu mínútur voru eftir urðu Eyjamenn að sætta sig við að fá aðeins eitt stig gegn ÍR, í hádramatískum leik á Hásteinsvelli í kvöld. Þeir misstu því af dýrmætum stigum í baráttunni um toppsæti deildarinnar.
Kvennalið Breiðabliks í fótbolta hefur fengið liðsstyrk fyrir lokasprett tímabilsins því Samantha Smith er gengin í raðir liðsins frá FHL.
Gervigrasi KR í Vesturbæ Reykjavíkur er ónýtt. Því hefur verið lokað vegna slysahættu.
Enn og aftur hafa orðið vendingar á Meistaravöllum því Óskar Hrafn Þorvaldsson er tekinn við þjálfun karlaliðs KR í fótbolta.
Stjórn KSÍ vísaði erindi KR frá, þar sem krafist var þess að KR yrði dæmdur sigur gegn HK eftir að leik liðanna var frestað á dögunum.
Blandað gras hefur verið tekið til notkunar í Hafnarfirði, það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Forystumaður í framkvæmdunum segir mikla ánægju með æfingar sumarsins og æft verði áfram á grasinu langt inn í veturinn. Hann er sannfærður um að innan fárra ára verði það lagt á keppnisvöll félagsins.
Stjarnan hefur selt hinn átján ára Helga Fróða Ingason til hollenska B-deildarliðsins Helmond Sport.
Tarik Ibrahimagic er nýjasti leikmaður Íslandsmeistara Víkings. Hann fékk tilboð frá fleiri félögum en segist spenntur að spila fyrir besta lið á Íslandi.
Hafrún Kristjánsdóttir, prófessor og deildarforseti við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík ásamt því að vera sálfræðingur íslenska Ólympíuliðsins, hefur fengið nóg af því þegar þjálfarar í Bestu deild karla í knattspyrnu haga sér eins og trúðar á hliðarlínunni.
Á miðnætti í kvöld lokast seinni félagaskiptagluggi tímabilsins í efstu deildum karla og kvenna í fótbolta. Vísir fylgdist með því helsta sem gerðist á lokadegi gluggans.
Chris Brazell var á dögunum sagt upp sem þjálfara Gróttu í Lengjudeild karla í fótbolta en félagið er í harði fallbaráttu. Hann staðfesti í stuttu spjalli við Vísi að nokkur lið í Bestu deild karla, sem og eitt í Bestu kvenna, hefði sett sig í samband en hann reiknar þó ekki með að fara neitt í dag, á Gluggadeginum sjálfum.
Þrír lykilleikmenn Stjörnunnar voru í dag úrskurðaðir í eins leiks bann og verða því ekki með gegn KA á sunnudaginn, í Bestu deildinni í fótbolta.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings R., fær ekki að stýra liðinu í næstu þremur deildarleikjum eftir að hann var í dag úrskurðaður í leikbann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ.
Hinn 35 ára gamli miðvörður Dusan Brkovic var í dag kynntur sem nýjasti leikmaður Leiknis en hann kemur í Breiðholtið frá FH.
KR-ingar sendu inn erindi til stjórnar KSÍ sem tekið verður fyrir á stjórnarfundi í dag, vegna leiksins við HK sem ekki fór fram í síðustu viku vegna brotins marks í Kórnum. Mögulegt er að HK verði dæmt 3-0 tap vegna málsins.
Blikum þótti á sér brotið í leiknum á móti Stjörnunni en samkvæmt sérfræðingum Stúkunnar sluppu Blikarnir kannski bara vel frá þessum leik.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, fékk rautt spjald í jafnteflinu á móti Vestra í átjándu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Stúkan ræddi hegðun þjálfara Íslandsmeistaranna sem missti sig algjörlega fyrir framan fjórða dómarann.
Valsmenn hafa styrkt sig fyrir lokakafla Bestu deildar karla í fótbolta og keypt sænskan sóknarmann sem nýr þjálfari Valsliðsins þekkir vel til.
KR og ÍA fögnuðu bæði 1-0 heimasigrum í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi og nú má sjá þessi tvö mikilvægu sigurmörk hér inn á Vísi.