Sjúklingum með Covid-19 fækkar á Landspítalanum milli daga 33 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19 og fækkar því um tvo á milli daga. Tveir eru á gjörgæslu og báðir í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er 64 ár. Innlent 9. febrúar 2022 10:06
Bein útsending: Katrín svarar fyrir samskiptin við Kára Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heldur opinn fund miðvikudaginn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í dag og hefst hann kl. 9:10. Innlent 9. febrúar 2022 09:17
„Skiptir hlutverk feðra gjörsamlega engu máli?“ Dóra Björt Guðjóndóttir, borgarfulltrúi Pírata og Sævar Ólafsson íþróttafræðingur eiga von á sínu fyrsta barni saman. Þegar til skoðunar kom hjá ljósmóður á dögunum var Sævari gert að bíða fyrir utan og það þykir Dóru Björt ekki boðlegt. Innlent 9. febrúar 2022 08:01
Samfélagið opnar á ný í Svíþjóð Aflétting langflestra takmarkana vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi í Svíþjóð á miðnætti. Þannig hefur regla um að veitingastaðir þurfi að loka klukkan 23 og hætta áfengissölu klukkan 22:30 verið felld úr gildi. Erlent 9. febrúar 2022 07:37
FA hyggst kæra heilsugæsluna vegna kaupa á hraðprófum Félag atvinnurekenda, FA, ætlar að kæra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna kaupa hennar á hraðprófum, sem FA segir heilsugæsluna ekki hafa boðið út í samræmi við lög um opinber innkaup. Innlent 8. febrúar 2022 22:16
Pfizer græddi 4,6 billjónir í fyrra með sölu bóluefnisins Lyfjarisinn Pfizer hagnaðist um tæplega 37 milljarða dala, eða um 4,6 billjónir íslenskra króna, einungis með sölu á bóluefni sínu gegn Covid-19 á síðasta ári. Með því er bóluefnið orðið ein arðbærasta vara sögunnar. Viðskipti erlent 8. febrúar 2022 20:40
Ekki útilokað að delta eigi eftir að snúa vörn í sókn Ef ómíkron útrýmir ekki fyrri afbrigðum kórónuveirunnar er ekki útilokað að fyrri afbrigði eða afkomendur nái yfirhöndinni á ný. Innlent 8. febrúar 2022 14:36
Stórt skref í afléttingum kynnt á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra reiknar með að stórt skref verði stigið í afléttingum sóttvarnaraðgerða á föstudaginn. Innlent 8. febrúar 2022 12:14
„Ég veit að það eru margir sem vilja hætta öllu“ Sóttvarnalæknir mun ekki leggja til að öllum sóttvarnaaðgerðum verði aflétt nú í vikunni en boðar þó tillögur að afléttingum í minnisblaði til heilbrigðisráðherra á næstu dögum, fyrr en áætlað var. Hann metur stöðu faraldursins nokkuð góða. Innlent 8. febrúar 2022 12:04
1.294 greindust innanlands 1.294 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 53 á landamærum. Innlent 8. febrúar 2022 10:20
35 sjúklingar á Landspítala nú með Covid-19 35 sjúklingar liggja nú á Landspítala með Covid-19 og fjölgar því um fimm milli daga. Einn er nú á gjörgæslu og er viðkomandi í öndunarvél. Innlent 8. febrúar 2022 09:43
UNICEF fær stuðning til að hraða dreifingu bóluefna í þróunarríkjum Utanríkisráðuneytið mun verja 250 milljónum króna til að styðja við starfsemi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) til að hraða dreifingu og aðgengi að COVID-19 bóluefnum í þróunarríkjum. Ísland hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegum aðgerðum til stuðnings baráttu þróunarríkja gegn heimsfaraldrinum og áhrifum hans en auk framlagisins til UNICEF hafa stjórnvöld veitt rúmum milljarði króna til COVAX bóluefnasamstarfsins. Heimsmarkmiðin 8. febrúar 2022 09:23
Kepptu með grímur vegna veirunnar Leikur Kanada og Rússlands í íshokkí á Vetrarólympíuleikunum sem nú fara fram í Peking vakti mikla athygli þar sem bæði lið kepptu með grímur til að koma í veg fyrir að leikmenn smituðust af veirunni. Sport 7. febrúar 2022 23:31
Veiran fari fyrst á kreik eftir miðnætti á skemmtistöðunum Heilbrigðisyfirvöld leggja á ráðin um verulegar tilslakanir á sóttvarnatakmörkunum í samráði við almannavarnir. Þær verða kynntar í lok viku. Það var allt toðfullt á skemmtistöðum miðbæjarins um helgina - eða eins og reglur leyfðu. Innlent 7. febrúar 2022 23:00
Enn nokkrar vikur í Jóhann Berg | Brasilíumennirnir hjá Man Utd með veiruna Jóhann Berg Guðmundsson verður enn fjarri góðu gamni er Burnley mætir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu annað kvöld. Sömu sögu er að segja af þeim Alex Telles og Fred en báðir nældu sér í kórónuveiruna á dögunum. Enski boltinn 7. febrúar 2022 21:31
Ástralir opna landamærin Ástralir hyggjast opna landamæri sín fullbólusettum ferðamönnum á ný þann 21. febrúar næstkomandi. Erlent 7. febrúar 2022 19:08
Skilur ekki hvers vegna Þórólfur og Willum taka menningu fram yfir háskólastarf Óljóst er hvort næstu afléttingar á sóttvarnatakmörkunum verði kynntar eftir ríkisstjórnarfund á morgun eða síðar í vikunni. Ráðherra Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að fjarlægðaregla verði afnumin í háskólum og skilur ekki hvers vegna heilbrigðisráðherra tekur menningarviðburði fram yfir háskólastarf. Innlent 7. febrúar 2022 13:38
Danski landsliðsframherjinn fékk Covid-19 í þriðja sinn Kasper Dolberg er sönnun þess að þeir sem hafa fengið kórónuveiruna geta fengið hana aftur og svo enn aftur. Dolberg er nú smitaður í þriðja sinn. Fótbolti 7. febrúar 2022 13:01
1.367 greindust innanlands 1.367 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 132 á landamærum. Innlent 7. febrúar 2022 10:54
Sumarhús seldust sem aldrei fyrr Metsala var á sumarhúsum á síðasta ári. Hinn aukni áhugi er rakinn til lægri vaxta, aukins sparnaðar og færri ferðalaga vegna kórónuveirufaraldursins. Viðskipti innlent 7. febrúar 2022 10:11
Sjúklingum með Covid-19 fjölgar á Landspítala milli daga Þrjátíu sjúklingar liggja nú inni á Landspítala með Covid-19 og fjölgar þeim milli daga. Tveir eru á gjörgæslu, annar þeirra í öndunarvél. Innlent 7. febrúar 2022 09:37
Neyðarástandi lýst yfir í Ottawa vegna mótmælenda vörubílstjóra Borgarstjóri kanadísku höfuðborgarinnar Ottawa hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna mótmæla vörubílstjóra gegn takmörkunum hins opinbera vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Mótmælaaðgerðir bílstjóranna hafa nú staðið í rúma viku. Erlent 7. febrúar 2022 06:51
Sýnatökur og bólusetning falla niður í fyrramálið Mikil skerðing verður á þjónustu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á morgun, vegna ofsaveðursins sem áætlað er að skelli á landinu í nótt. Heilsugæslustöðvar verða þó opnar með lágmarksmönnun, til að sinna bráðaþjónustu. Innlent 6. febrúar 2022 15:51
1.415 greindust smitaðir í gær 1.415 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 39 greindust smitaðir á landamærunum. Innlent 6. febrúar 2022 10:55
Reksturinn sem byrjaði og endaði í faraldri Kaffihúsið Barr sem starfrækt var í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í um sex mánaða skeið hefur hætt rekstri. Silja Björk Björnsdóttir, rekstrarstjóri og veitingastjóri kaffihússins, segir að kórónuveirufaraldurinn hafi vissulega haft sín áhrif en þó sé alltaf erfitt fyrir nýja staði að koma undir sig fótunum. Viðskipti innlent 6. febrúar 2022 09:01
Sturla Snær með veiruna Sturla Snær Snorrason, keppandi í alpagreinum á Vetrarólympíuleikunum í Peking, hefur greinst jákvæður með kórónuveiruna. Sport 5. febrúar 2022 14:31
Metfjöldi greindist með Covid í gær Aldrei hafa fleiri greinst með Covid-19 hér á landi en í gær, eða 1.856. Innlent 5. febrúar 2022 14:07
Andlát vegna Covid-19 á Landspítala Kona á sjötugsaldri lést í gær á gjörgæslu Landspítalans vegna veikinda af völdum Covid-19. Innlent 5. febrúar 2022 11:45
Aflétta heimsóknarbanni og opna alla þjónustu í næstu viku Mikið hefur mætt á starfsfólki hjúkrunarheimila að undanförnu, vegna sóttkvíar og einangrunar starfsfólks. Framkvæmdastjóri segir þó bjartari tíma fram undan og stefnt er á að aflétta ýmsum skerðingum innan veggja hjúkrunarheimilisins. Innlent 5. febrúar 2022 11:08
Covid-sjúklingur tekinn fastur fyrir utan sóttvarnahótel Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær Covid-smitaðan einstakling í annarlegu ástandi fyrir utan sóttvarnarhótel í Hlíðahverfi. Viðkomandi var vistaður í fangeklefa þar sem hann var ekki talinn í ástandi til þess að dvelja á hótelinu. Innlent 5. febrúar 2022 07:16