Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Komu í veg fyrir 10.000 manna brúðkaup í New York

Heilbrigðisyfirvöld í New York komu í veg fyrir að samfélag strangtrúaðra gyðinga í Brooklyn héldi brúðkaupsveislu fyrir allt að 10.000 manns í dag. Fimmtíu manns samkomutakmarkanir eru í gildi í borginni vegna kórónuveirufaraldursins en strangtrúaðir gyðingar hafa amast gegn reglunum.

Erlent
Fréttamynd

Biðja fólk að halda sig heima í vetrarfríinu

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir beina því til fólks nú að halda sig sem mest heima við, ferðast ekki að óþörfu og forðast hópamyndanir í heimahúsum vegna kórónuveirufaraldursins.

Innlent
Fréttamynd

Fauci kom ekkert á óvart að Trump smitaðist

Veikindi Donalds Trump Bandaríkjaforseta af völdum kórónuveirunnar komu Anthony Fauci, helsta sóttvarnasérfræðingi Bandaríkjastjórnar, ekki ögn á óvart eftir að hann sé Trump taka þátt í viðburði í Hvíta húsinu þar sem sóttvarnatilmæli voru virt að vettugi.

Erlent
Fréttamynd

42 greindust innan­lands

42 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 22 smit greindust á landamærum og er niðurstaða mótefnamælingar beðið í nítján tilvikum. Þrjú virk smit greindust í seinni landamæraskimun.

Innlent
Fréttamynd

Golfið fær grænt ljós

GSÍ hefur tilkynnt að golfvellir höfuðborgarsvæðisins muni opna aftur fyrir kylfingum núna á þriðjudag, eða 20. október.

Golf
Fréttamynd

MS- félagið skorar á stjórnvöld að leysa mál Margrétar

MS-félag Íslands segir að yfirvöldum hafi margítrekað verið bent á aðstæður Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur en hún hefur verið heimilislaus síðan í janúar. Félagið harmar stöðu hennar og telur nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. 

Innlent