839 greindust innanlands 839 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna innanlands á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. Fyrra met var 836 smit innanlands þann 27. desember. Innlent 30. desember 2021 10:40
Fækkar um tvo á Landspítala vegna Covid-19 Nítján sjúklingar liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19, en þeir voru 21 í gær. Líkt og í gær eru sex sjúklingar á gjörgæslu og fimm þeirra í öndunarvél. Innlent 30. desember 2021 10:09
Heimsmeistari og covid-efasemdamaður látinn eftir að hafa útskrifað sjálfan sig af spítala Belgíski sparkboxarinn Frédéric Sinistra er látinn, 41 árs að aldri. Hann lést af völdum hjartaáfalls vegna kórónuveirunnar. Sport 30. desember 2021 09:00
Einangraði sig inni á klósetti eftir jákvætt heimapróf í miðju flugi til Íslands Hún var afar sérstök, flugferð bandaríska kennarans Marisa Fotieo til Íslands skömmu fyrir jól. Í miðju flugi tók hún Covid-19 heimapróf sem reyndist jákvætt og ákvað hún því að einangra sig inn á klósetti flugvélarinnar til þess að freista þess að vernda aðra farþega. Innlent 30. desember 2021 08:50
Ómíkronsmitaður plötusnúður gagnrýndur fyrir sóttvarnabrot á Nýja-Sjálandi Breski plötusnúðurinn DJ Dimension, sem sagður er hafa verið fyrsti smitaði einstaklingurinn af ómíkronafbrigði kórónuveirunnar í Nýja-Sjálandi, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að hafa brotið gegn ströngum sóttvarnareglum landsins. Erlent 30. desember 2021 07:37
Að vera eða ekki vera... fullbólusettur Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum velta því nú fyrir sér að breyta skilgreiningunni á „fullbólusettur“ en það þykir hafa bæði kosti og galla. Eins og stendur er talað um að menn séu fullbólusettir eftir tvo skammta en spurningin er hvort menn þurfa ekki að hafa fengið þrjá skammta til að geta raunverulega talist bólusettir að fullu. Erlent 30. desember 2021 07:37
Vara ríki við að draga úr ráðstöfunum og segja einum hagsmunum skipt út fyrir aðra Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekki skynsamlegt að slaka á sóttvarnakröfum á þessum tímapunkti og að með ákvörðunum um að stytta einangrunartímabilið vegna Covid-19 sé verið að skipta út einum hagsmunum fyrir aðra. Erlent 30. desember 2021 06:53
Skoða hvort fleirum verði leyft að vinna í sóttkví Mikill fjöldi landsmanna er nú í einangrun og sóttkví sem hefur eðli málsins samkvæmt áhrif á vinnustaði víðsvegar um landið. Viðræður hafa staðið yfir, meðal annars við Samtök atvinnulífsins, um hvort koma megi á sérstakri vinnusóttkví. Innlent 29. desember 2021 22:27
Kínverjar smána sóttvarnabrjóta opinberlega Lögreglan í Suður-Kína smánaði opinberlega fjóra menn í vikunni sem sakaðir voru um að hafa brotið gegn sóttvarnalögum. Mennirnir áttu að hafa smyglað fólki yfir landamæri Kína en strangar takmarkanir eru á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. Erlent 29. desember 2021 21:21
Áslaug vill endurskoða einangrun barna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, velti því upp á Twitter-síðu sinni fyrr í dag hvort tilefni væri til að stytta einangrun og sóttkví barna. Eins og stendur er lengd einangrunar þeirra sem smitast af kórónuveirunni almennt tíu dagar. Innlent 29. desember 2021 20:36
Willum segir foreldra ráða Heilbrigðisráðherra segir það alltaf val foreldra að ákveða hvort börn þeirra verði bólusett gegn kórónuveirunni. Mikilvægt sé að vanda til verka þegar komi að framkvæmd bólusetningarinnar. Innlent 29. desember 2021 19:01
Lokuðu skammtímavistun fyrir fötluð börn vegna manneklu Loka þurfti skammtímavistheimili fyrir fötluð börn í Reykjavík í nokkra daga í síðustu viku vegna manneklu. Velferðarsvið hefur umsjón með heimilinu en sviðið hefur þar að auki umsjón með heimaþjónustu og búsetukjörnum. Neyðarstjórn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hefur nú verið virkjuð. Innlent 29. desember 2021 18:51
Fólk með kvef beðið um að fara í PCR áður en mætt er á heilsugæslu Fólk með kvefeinkenni eða önnur einkenni sem geta bent til kórónuveirusýkingar er beðið um sýna nýlega niðurstöðu úr PCR-einkennasýnatöku áður en það mætir á heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Gera þarf ráð fyrir því að bið eftir niðurstöðum geti verið allt að 48 klukkustundir. Innlent 29. desember 2021 18:42
Þrefalt fleiri í bólusetningu en gert hafði verið ráð fyrir Þrefalt fleiri hafa komið í bólusetningu í hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í þessari viku en gert var ráð fyrir. Fólk getur valið á milli tveggja bóluefna. Langflestir eru að koma í örvunarbólusetningu þó einhverjir séu að koma í fyrsta skipti. Innlent 29. desember 2021 18:02
Áhyggjur af flóðbylgju Covid: Smituðum fjölgaði um ellefu prósent á einni viku Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur áhyggjur af mikilli fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 á heimsvísu. Sagði hann að dreifing bæði ómíkron- og delta-afbrigðum kórónuveirunnar hefði leitt til flóðbylgju smita á heimsvísu. Erlent 29. desember 2021 16:49
Klukkutíma sýnatökuröð úr sögunni eftir breytingar hjá heilsugæslunni Vel hefur gengið að taka Covid-sýni á Suðurlandsbraut síðustu daga, eftir að fréttir bárust af því nú um helgina að löng röð hafi myndast við sýnatökuhúsið og fólk jafnvel þurft að bíða í röð fyrir utan í meira en klukkustund. Innlent 29. desember 2021 15:34
Segir Covid-færslu LeBron James flekka mannorð hans LeBron James hefur verið harðlega gagnrýndur af annarri körfuboltagoðsögn, Kareem Abdul-Jabbar, eftir færslu tengda kórónuveirufaraldrinum sem James setti inn á Instagram. Körfubolti 29. desember 2021 15:31
Þríbólusettur og í 23 daga sóttkví gefst ekki upp fyrir dómstólum Þríbólusettur einstaklingur sem þarf samkvæmt úrskurði héraðsdóms að sæta sóttkví í 23 daga hefur kært niðurstöðuna til Landsréttar. Viðkomandi segist hafa verið útsettur fyrir smiti á heimili sínu frá 10. desember án þess að smitast. Það staðfesti fjölmörg PCR-próf sem hann hafi farið í. Innlent 29. desember 2021 15:15
Telja ekki á ábyrgð strætóbílstjóra að fylgjast með grímunotkun farþega Það er ekki í verkahring vagnstjóra Strætó að fylgja því eftir hvort farþegar séu með grímu, óháð því hvort unnt sé að hlíta fjarlægðartakmörkunum í vögnum eða ekki. Upplýsingafulltrúi Strætó segir fyrirtækið túlka reglugerð heilbrigðisráðherra á þá leið að fólk þurfi að bera sjálft ábyrgð á smitvörnum. Innlent 29. desember 2021 15:04
Vert fullyrðir að veitingageirinn sé kominn á heljarþröm Jón Bjarni Steinsson skattalögfræðingur og veitingamaður, heldur því fram að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi logið um að til standi að rétta veitingageiranum hjálparhönd. Þess sjáist ekki staður í nýjum fjárlögum. Innlent 29. desember 2021 14:20
Einn gestur á dag um áramótin Sjúklingar á Landspítala mega fá til sín einn gest á dag frá hádegi á gamlársdag og á nýársdag, en annars gildir heimsóknarbann á spítalanum. Innlent 29. desember 2021 14:18
Stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi Heimsfaraldur Covid hefur leikið heiminn grátt síðustu tæpu tvö ár. Fólk og fyrirtæki hafa fundið mismikið fyrir áhrifum hans, sumir blómstra á meðan aðrir hafa þurft að reyna lifa af við mikil höft. Skoðun 29. desember 2021 14:09
Guðmundur Felix predikar á nýársdag í Vídalínskirkju Áramótin verða með öðruvísi hætti í ár en kórónuveirufaraldurinn setur annað árið í röð strik í reikninginn. Engar brennur verða til að mynda á höfuðborgarsvæðinu og hefur biskup tekið þá ákvörðun að aflýsa helgihaldi. Biskupsritari segir mikilvægt að bregðast við óvenjulegum og krefjandi aðstæðum í samfélaginu. Innlent 29. desember 2021 14:00
Von til staðar en ekki hægt að „láta þetta gossa“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ákveðin von sé til staðar í þeirri stöðu sem komin er upp núna í kórónuveirufaraldrinum ef rétt reynist að ómíkronafbrigðið sé mildara en önnur afbrigði veirunnar. Hann segir að það sé þó skynsamlegra að bíða eftir því að slíkt liggi fyrir, fremur en að láta veiruna gossa yfir samfélagið. Innlent 29. desember 2021 13:53
Ríkisráð kemur ekki saman á gamlársdag vegna smitaðra ráðherra Ríkisráð kemur ekki saman á gamlársdag líkt og venja hefur verið undanfarna áratugi. Ástæðan er sú að í það minnsta þrír ráðherrar verða í einangrun um áramótin vegna kórónuveirusmits. Innlent 29. desember 2021 13:31
Skoða að fella niður skólahald á meðan að börnin verða bólusett Í skoðun er að fella niður skólahald í einn dag í kringum bólusetningar barna á aldrinum 5 til 11 ára en bólusetningin mun fara fram í skólum. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu telur að töluverður fjöldi barna muni ekki mæta í bólusetningu annað hvort samkvæmt vali eða vegna þess að þau hafa þegar fengið Covid. Innlent 29. desember 2021 12:21
Vilhjálmur með Covid-19 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og starfandi þingflokksformaður, er kominn með Covid-19. RÚV greindi fyrst frá. Þingmaðurinn greindist í gær og segir heilsuna mjög góða. Innlent 29. desember 2021 11:53
Fljótlega hægt að slaka á ef rétt reynist að ómíkronafbrigðið sé mildara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ýmislegt bendi til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi síður alvarlegri veikindum en önnur afbrigði. Reynist þetta rétt segir hann að hægt verði að slaka flótt á þeim samfélagslegu takmörkunum sem í gildu eru til að hefta útbreiðslu faraldursins. Innlent 29. desember 2021 11:42
Bíður með að leggja til styttingu sóttkvíar og einangrunar einkennalausra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir telur skynsamlegt að bíða með að fara að fordæmi Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna um að stytta einangrun og sóttkví einkennalausra. Innlent 29. desember 2021 11:19
Arteta með veiruna í annað sinn Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur greinst með kórónuveiruna. Hann mun því ekki stýra Arsenal gegn Manchester City á nýársdag. Enski boltinn 29. desember 2021 11:03