

Lögreglumál
Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Áfram á bak við lás og slá vegna andláts hjónanna
Fallist hefur verið á kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið hjónum að bana í Neskaupstað í ágúst.

Ekið á ungan dreng á hlaupahjóli
Bíl var ekið á ungan dreng á leið í skólann rétt fyrir klukkan átta í morgun. Hann var fluttur á slysadeild í sjúkrabíl. Meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Hann var á hlaupahjóli.

Afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu sé lokið
Sigurður G. Guðjónsson lögmaður segir afar ólíklegt að byrlunar- og símastuldarmálinu svokallaða sé lokið en embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra greindi frá því í síðustu viku að ákveðið hefði verið að hætta rannsókn málsins.

Bíll fullur af börnum, líkamsárás og umferðaróhöpp
Vaktin í gærkvöldi og nótt var nokkuð annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem bárust meðal annars tilkynningar um líkamsárás og nytjastuld bifreiðar í miðborginni.

Líkamsárás og eignaspjöll
Fjórir gistu fangaklefa lögreglu eftir vaktina í gærkvöldi og nótt, þar á meðal einn sem var handtekinn í tengslum við líkamsárás á heimili í póstnúmerinu 111.

Mælirinn fullur vegna vanvirðingar á slysstað
Rannsókn lögreglu á banaslysi við Sæbraut á aðfaranótt sunnudags gengur vel. Varðstjóri hjá lögreglunni segir það vera síalgengara að almenningur reyni að komast inn fyrir lokanir á slysstöðum. Eftir helgina sé mælirinn fullur.

Ungur ökumaður ekki grunaður um akstur undir áhrifum
Rannsókn lögreglu á banaslysi sem varð á Sæbraut aðfaranótt sunnudags gengur vel. Ekki er grunur um að ökumaður sem ók fólksbíl á gangandi vegfaranda, sem lét lífið, hafi verið undir áhrifum áfengis. Þó hafa niðurstöður úr blóðefnarannsókn ekki borist.

Fimmti hver ökumaður með óeðlileg afskipti við slysstað
Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir þeim tilfellum fjölga þar sem almenningur hefur afskipti af störfum lögreglu við götulokanir við slysstað. Hann segir ríkar ástæður fyrir götulokun og alltaf reynt að búa til hjáleiðir. Rannsókn vegna alvarlegra slysa geti tekið tíma og þrifin sem fylgja. Framkoma fólks við slysstað á Sæbraut um helgina hafi verið dapurleg.

Fluttur á sjúkrahús eftir hópslagsmál
Einn var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar eftir að tilkynnt var um hópslagsmál í hverfi 105 í Reykjavík.

Ökumaður bakkaði á barn á Ísafirði
Lögreglan á Vestfjörðum óskar eftir vitnum að atviki þar sem maður bakkaði bíl á barn. Jafnframt vill lögreglan ná tali af manninum sem var að keyra silfurlituðum fólksbíl.

Tveir teknir með þýfi á leið í Norrænu
Þrír sitja nú í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á innbrotum í verslanir Elko í byrjun síðustu viku. Tveir þeirra voru handteknir þegar þeir voru á leið í Norrænu með hluta þýfisins. Þremur hefur þegar verið sleppt úr haldi.

Halda styrktartónleika fyrir fjölskyldu Kolfinnu Eldeyjar
Stór hópur listamanna á Akureyri heldur styrktartónleika fyrir aðstandendur Kolfinnu Eldeyjar Sigurðardóttur. Tónleikarnir eru haldnir næsta miðvikudag, 2. október, klukkan 20. Hildur Eir Bolladóttir verður kynnir á tónleikunum.

Tvímenningar taldir tengjast Elko-málinu
Tveir menn sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir á föstudag eru grunaðir um að tengjast tugmilljóna þjófnaði úr tveimur verslunum Elko, annars vegar í Kópavogi og hins vegar í Skeifunni.

Tekinn með efni eftir að vinur sló sig í höfuðið með skiptilykli
Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir fíkniefnalagabrot með því að hafa haft amfetamín og nokkrar töflur af róandi og kvíðastillandi lyfi í fórum sínum. Lögregla framkvæmdi húsleit heima hjá honum eftir að hann hafði hringt á lögreglu vegna þess að vinur hans hafi slegið sjálfan sig í höfuðið með skiptilykli.

Kona á fertugsaldri lést í slysinu á Sæbraut
Vegfarandinn sem lést í umferðarslysi á Sæbraut aðfaranótt sunnudags var kona á fertugsaldri.

Ekki í lífshættu eftir stunguárás í Austurbænum
Maður um tvítugt sem var stunginn í brjóstkassann um helgina er ekki í lífshættu, en engu að síður með alvarlega áverka.

Bílnúmerin voru pappaspjöld vafin í plastpoka
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í Kópavogi í gærkvöldi eða nótt, þar sem viðkomandi ók á bifreið með bílnúmer sem var augljóslega ekki löggilt.

Tvö innbrot í verslanir í dag
Tvö innbrot voru framin í verslanir í dag, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

„Dapurleg framkoma“ fólks á vettvangi banaslyss umhugsunarefni
Lögregla biðlar til vegfarenda að sýna tillitssemi og virða lokanir á vettvangi alvarlegra umferðarslysa. Banaslys varð á Sæbraut við Vogabyggð laust eftir miðnætti í gærkvöldi þegar ekið var á gangandi vegfaranda sem var á leið yfir götuna. Meðan lögreglumenn voru við störf á vettvangi bar að nokkurn fjölda vegfarenda sem sumir hverjir sýndu störfum lögreglu lítinn skilning og voru ósáttir við að komast ekki leiðar sinnar.

Maðurinn sem var stunginn enn á sjúkrahúsi
Maðurinn sem leitaði á bráðamóttöku í gær eftir að hafa verið stunginn í brjóstkassa er enn á sjúkrahúsi. Að öðru leyti liggja ekki fyrir frekari upplýsingar um líðan mannsins en málið er í rannsókn.

Vegfarandinn er látinn
Gangandi vegfarandi sem var ekið á laust eftir miðnætti á Sæbraut við Vogabyggð er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Ekið á gangandi vegfaranda við Sæbraut
Laust eftir miðnætti var ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut við Vogabyggð og sjúkraflutningafólk og lögregla kölluð út vegna þessa. Um alvarlegt umferðarslys var að ræða.

Maður stunginn í brjóstkassann í nótt
Maður leitaði til bráðamóttöku í nótt eftir að hann hafði verið stunginn í brjóstkassa. Ekki liggur fyrir hvaða vopni var beitt en málið er í rannsókn hjá lögreglu.

Verslaði fyrir háar upphæðir með stolnu kreditkorti
Tilkynnt var um þjófnað á kreditkorti sem hafði svo verið notað í miðbænum til að versla fyrir háar upphæðir. Lögregla fór á staðinn til að afla upplýsinga og málið er í rannsókn.

Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rúmlega eitt í dag vegna fjórhjólaslyss sem átti sér stað á Hagabraut á svokölluðum Gíslholtshring í Rangárþingi ytra.

Hafði „útdraganlega kylfu“ meðferðis
Lögregla hafði afskipti af manni sem hafði„útdraganlega kylfu“ meðferðis í miðbænum í nótt.

Unglingar á ofsahraða reyndu að stinga lögregluna af
Lögreglan á Vesturlandi þurfti að veita bíl eftirför sem ók á ofsahraða um Vesturlandsveg, Borgarfjarðarbraut og Hvítarfjallarveg í Borgarfirði í gærkvöldi. Bílstjórinn og farþegar bílsins voru sautján og átján ára gamlir.

Mennirnir tveir fundnir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti á þriðja tímanum í dag eftir tveimur mönnum, sem hún sagðist þurfa að ná tali af. Ekki kom fram vegna hvers en myndir af mönnunum voru úr öryggismyndavélum.

Matvælastofnun kærði tvo búfjáreigendur til lögreglu
Matvælastofnun hefur kært tvo einstaklinga til lögreglu fyrir hótanir í garð eftirlitsmanns stofnunarinnar. Um er að ræða tvo aðskilin atvik en báðir kærðu eru búfjáreigendur.

Einn af 103 ökumönnum reyndist yfir mörkum
Einn af 103 ökumönnum reyndist yfir mörkum við eftirlit lögreglu í gærkvöldi, þar sem settur var upp „ölvunarpóstur“ á Reykjanesbraut. Aðrir reyndust í lagi.