Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Atlético Madrid sló AC Milan út úr Meistaradeildinni

    Atlético Madrid er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir 4-1 sigur á AC Milan í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. Atlético vann fyrri leikinn 1-0 og þar með 5-1 samanlagt. Diego Costa var áfram á skotskónum og skoraði tvö mörk fyrir Atlético í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mancini ánægður með jafnteflið

    Fyrrum stjóri Man. City, Roberto Mancini, er nú þjálfari hjá Galatasaray og hann var tiltölulega sáttur með jafnteflið gegn Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Carrick: Þetta er ekki búið

    Man. Utd olli miklum vonbrigðum gegn Olympiakos í Grikklandi í kvöld er liðið tapaði 2-0 í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Gjaldþrot hjá Man. Utd í Grikklandi | Myndband

    Man. Utd bauð upp á enn eina hörmungarframmistöðuna er það sótti gríska liðið Olympiakos heim í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Grikkirnir unnu sanngjarnan 2-0 sigur og eru í góðri stöðu fyrir síðari leikinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Dortmund pakkaði Zenit saman

    Það tók leikmenn þýska liðsins Dortmund aðeins fimm mínútur að ganga frá Zenit St. Petersburg í í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Özil baðst afsökunar á vítaklúðrinu

    Mesut Özil, miðjumaður Arsenal, bað stuðningsmenn félagsins afsökunar fyrir að hafa klikkað á vítaspyrnu í upphafi fyrri leiksins á móti Bayern München í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

    Enski boltinn