Tölfræðingarnir hjá Opta í yfirvinnu eftir frammistöðu Liverpool í gær Liverpool skoraði sjö mörk á útivelli í Meistaradeildinni í gær og það var að nógu að taka þegar kom að metum og öðrum stórmerkilegum áföngum leikmanna Liverpool liðsins. Enski boltinn 13. október 2022 13:30
Gummi Ben og Baldur Sig um þýðingu stórsigurs Liverpool í Glasgow í gær Guðmundur Benediktsson og Baldur Sigurðsson voru á Ibrox í gærkvöldi og sáu Liverpool liðið skora sjö mörk á útivelli í Meistaradeildinni. Enski boltinn 13. október 2022 12:30
Sjáðu sex mínútna þrennu Salah, Son í stuði og sex marka leik á Nývangi Ensku félögin Liverpool og Tottenham unnu bæði leiki sína í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi og nú má sjá mörkin úr leikjum þeirra hér inn á Vísi sem og úr miklu markajafntefli Barcelona og Internazionale. Fótbolti 13. október 2022 09:01
PSG með skæruliðadeild gegn Mbappe Það eru ekki bara skæruliðadeildir á Íslandi því nú berast fréttir af því að franska stórliðið Paris Saint Germain geri út eina og það meira að segja gegn sínum eigin leikmönnum. Fótbolti 13. október 2022 08:01
Kane og Son kláruðu Frankfurt | Porto vann í Þýskalandi Tottenham Hotspur og Eintracht Frankfurt eru jöfn að stigum í afar spennandi D-riðli í Meistaradeild Evrópu. Bæði þurfa þrjú stig eru þau mætast klukkan 19:00. Fótbolti 12. október 2022 21:30
Lewandowski bjargaði Meistaradeildar vonum Barcelona Spænska stórveldið Barcelona var úr nánast úr leik í Meistaradeild Evrópu þangað til Robert Lewandowski kom til bjargar með tveimur mörkum í 3-3 jafntefli gegn Inter. Fótbolti 12. október 2022 21:15
Söguleg þrenna Salah er Liverpool gjörsigraði Rangers Mohamed Salah skoraði þrennu á sex mínútum í 1-7 útisigri Liverpool á Rangers í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Enginn hefur skorað þrjú mörk í Meistaradeildinni á jafn skömmum tíma. Fótbolti 12. október 2022 21:00
Napoli og Club Brugge verða í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar Napoli og Club Brugge tryggðu sér þátttökurétt í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir úrslit fyrstu tveggja leikja dagsins í keppninni. Fótbolti 12. október 2022 18:45
„Töpuðu“ meira en þrjátíu milljörðum á kaupum á tveimur leikmönnum Það er óhætt að segja að rekstur fótboltaliðs Barcelona undanfarin ár hafi verið í kennslubók í hvernig á ekki að stýra fótboltafélögum. Fótbolti 12. október 2022 17:01
Mörkin í Meistaradeildinni: Blóðbað, umdeildir vítadómar og óvænt úrslit Nóg var um að vera í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld en línur eru farnar að skýrast upp á framhaldið þar sem fjórða umferð riðlakeppninnar hófst. Hér má sjá öll mörkin í gærkvöld. Fótbolti 12. október 2022 12:31
Alblóðugur Rüdiger þurfti 20 spor eftir jöfnunarmarkið Antonio Rüdiger, varnarmaður Real Madrid, verður seint sakaður um að fórna sér ekki fyrir liðsfélaga sína. Hann tryggði liði sínu stig á ögurstundu í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld og var nálægt því að steinrotast í leiðinni. Fótbolti 12. október 2022 12:00
Henry líkir Mbappé við dekraðan krakka: „Eins og hann hafi aldrei heyrt orðið nei á ævinni“ Fyrrum franski framherjinn Thierry Henry segir landa sinn Kylian Mbappé bera keim af dekruðum krakka sem hafi aldrei verið neitað um neitt. Mbappé er sagður vilja fara frá Paris Saint-Germain aðeins örfáum mánuðum eftir að hafa skrifað undir nýjan samning. Fótbolti 12. október 2022 10:30
Mbappe telur að PSG hafi svikið samkomulagið við sig: Gerði mistök í vor Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um óánægju franska framherjans Kylian Mbappe og að hann vilji komast í burtu frá París þrátt fyrir að hann sé nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við félagið. Fótbolti 12. október 2022 08:00
Strákarnir af Skaganum horfðu í augun á mulningsvél Man City og bognuðu hvorki né brotnuðu Það var einfaldlega skítkalt þegar blaðamaður mætti á Parken, heimavöll FC Kaupmannahafnar, fyrir leik FCK og Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hvort það hafi haft áhrif á suðræna og seiðandi leikmenn gestaliðsins skal ósagt látið en leiknum lauk með markalausu jafntefli þar sem tveir ungir drengir frá Akranesi komu við sögu hjá heimaliðinu. Fótbolti 11. október 2022 23:30
„Allur Parken var að spila þennan leik“ Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson komu báði við sögu í liði FC Kaupmannahafnar er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Englandsmeisturum Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 11. október 2022 22:30
Chelsea á topp E-riðils eftir sigur gegn tíu leikmönnum AC Milan Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea vann öruggan 0-2 útisigur er liðið heimsótti Ítalíumeistara AC Milan í fjórðu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Heimamenn þurftu að spila stærstan hluta leiksins manni færri og sigur gestanna því í raun aldrei í hættu. Fótbolti 11. október 2022 21:08
Rüdiger hetja Evrópumeistaranna | Benfica tók stig af PSG Antonio Rüdiger reyndist hetja Evrópumeistara Real Madrid er hann tryggði liðinu 1-1 jafntefli í heimsókn Madridinga til úkraínska liðsins Shakhtar Donetsk til Varsjá í Póllandi í fjórðu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þá gerðu franska stórliðið PSG og Benfica 1-1 jafntefli í París á sama tíma. Fótbolti 11. október 2022 21:00
Íslendingaliðið tók stig gegn Englandsmeisturunum | Juventus tapaði í Ísrael Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og félagar í danska meistaraliðinu FC Kaupmannahöfn sóttu sitt annað stig í G-riðli Meistaradeildar Evrópu þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn ógnarsterku liði Manchester City í kvöld. Fótbolti 11. október 2022 18:46
Gummi Ben og Baldur í miðju Meistaradeildaræði í Glasgow Glasgow í Skotlandi iðar af lífi þessa dagana enda fara tveir leikir fram í borginni í Meistaradeild Evrópu á jafn mörgum dögum. Okkar menn, Guðmundur Benediktsson og Baldur Sigurðsson, eru í Glasgow og fylgjast þar með gangi mála. Fótbolti 11. október 2022 13:01
Lagerbäck minnir fólk á að góðu gen Haaland komi ekki síst frá mömmu hans Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, þekkir vel til Norðmannsins Erling Braut Haaland eftir að hafa þjálfað hann í norska landsliðinu. Enski boltinn 6. október 2022 08:01
Messi skoraði í jafntefli gegn Benfica | Juventus sótti sín fyrstu stig í Meistaradeildinni PSG og Benfica deila toppsæti H-riðls eftir 1-1 jafntefli á meðan Juventus tókst loksins að koma sér á blað eftir 3-1 sigur á Maccabi Haifa. Fótbolti 5. október 2022 22:00
Chelsea sigraði slakt lið AC Milan Chelsea vann þægilegan 3-0 sigur á AC Milan í stórleik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu en Milan var alls án níu leikmanna vegna meiðsla í kvöld. Fótbolti 5. október 2022 21:30
Ísak og Hákon réðu ekki við Englandsmeistarana Manchester City vann auðveldan 5-0 sigur gegn FC Kaupmannahöfn í G-riðli Meistaradeild Evrópu í kvöld. Sigur City var aldrei í hættu. Fótbolti 5. október 2022 21:16
Leipzig fór auðveldlega í gegnum Celtic | Salzburg á topp E-riðils Red Bull liðin Leipzig og Salzburg unnu bæði sigra í sínum leikjum í fyrstu viðureignum Meistaradeildar Evrópi í dag. Fótbolti 5. október 2022 18:45
Gaf mark og fékk svo glórulaust rautt spjald: „Þetta er hræðilegt“ Antonio Adán, markvörður Sporting frá Lissabon, hefur átt betri daga en í gær. Hann gaf Marseille mark og fékk svo beint rautt spjald fyrir að handleika knöttinn utan teigs í 4-1 tapi Sporting í Frakklandi í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 5. október 2022 13:30
„Ég er hneykslaður“ Þjálfara Barcelona, Xavi, var heitt í hamsi eftir 1-0 tapið gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld og taldi óréttláta dómgæslu hafa orðið sínu liði að falli. Fótbolti 5. október 2022 07:31
„Það eina sem skiptir máli er að vinna og hjálpa liðinu“ Trent Alexander-Arnold, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, gat leyft sér að brosa eftir 2-0 sigur liðsins gegn Rangers í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 4. október 2022 22:00
Napoli fór illa með Ajax | Club Brugge enn með fullt hús stiga Þriðja umferð Meistaradeildar Evrópu fór hófst í kvöld með átta leikjum. Í A-riðli vann Napoli afar sannfærandi 1-6 sigur gegn Ajax og í B-riðli er belgíska liðið Club Brugge enn með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur gegn Atlético Madrid. Fótbolti 4. október 2022 21:19
Inter hafði betur í stórleik dauðariðilsins Inter vann afar mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Barcelona í þriðju umferð C-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fótbolti 4. október 2022 20:59
Öruggur sigur Liverpool gegn Rangers Liverpool vann öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Rangers í A-riðli Meistaraeildar Evrópu í kvöld. Sigurinn þýðir að Liverpool heldur í við topplið Napoli sem valtaði yfir Ajax á sama tíma. Fótbolti 4. október 2022 20:52