Talið að Haukur hafi tognað á ökkla Haukur Þrastarson fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks í leik Vive Kielce og Porto í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Handbolti 20. október 2021 22:30
Hrósaði söngfuglunum í stúkunni og sagði leikmenn sína þá heppnustu í heimi Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United var hátt uppi er hann mætti í viðtal eftir magnaðan endurkomu sigur Man United gegn Atalanta í Meistaradeild Evrópu á Old Trafford í kvöld. Fótbolti 20. október 2021 21:46
Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram | Villareal skoraði fjögur Bayern München vann 4-0 sigur á Benfica er liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Villareal skoraði einnig fjögur mörk í Sviss. Fótbolti 20. október 2021 21:15
Chelsea rúllaði yfir Malmö Chelsea átti ekki í teljandi vandræðum með Malmö er liðin mættust á Brúnni í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld, lokatölur 4-0 heimamönnum í vil. Fótbolti 20. október 2021 21:00
Meistaradeildar-Ronaldo kom Manchester United til bjargar Manchester United kom til baka og vann Atalanta 3-2 á Old Trafford í Meistaradeild Evrópu eftir að hafa verið 0-2 undir í hálfleik. Aftur tryggði Cristiano Ronaldo sigur Man Utd sem er óvænt komið á topp F-riðils Meistaradeildarinnar. Fótbolti 20. október 2021 20:55
Pique kom Börsungum til bjargar Þegar neyðin er stærst er Gerard Pique næst. Spænski miðvörðurinn kom Barcelona til bjargar er liðið vann nauman 1-0 sigur á Dynamo Kiev er liðin mættust á Nývangi í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti 20. október 2021 18:45
Solskjær segir Ronaldo vera að gera allt sem hann geti Ef það eru einhverjir sem hafa fengið á sig meiri gagnrýni en aðrir eftir slæmt gengi Manchester United að undanförnu þá eru það knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær og súperstjarnan Cristiano Ronaldo. Enski boltinn 20. október 2021 16:01
Leggur til hefndaraðgerðir eftir skelfilega nótt í Manchester fyrir leik kvöldsins Leikmenn ítalska félagsins Atalanta áttu erfitt með svefn í Manchester í nótt þar sem að brunaviðvörunarkerfið á hóteli þeirra mun hafa farið fimm eða sex sinnum í gang með miklum látum. Eiginkona eins leikmanna Atalanta lagði til hefndaraðgerðir. Fótbolti 20. október 2021 14:48
Simeone hunsaði Klopp eftir leik og strunsaði í burtu Peter Crouch og Joleon Lescott voru meðal þeirra sem gagnrýndu Diego Simeone fyrir framkomu sínu gagnvart Jürgen Klopp eftir tap Atletico Madrid á móti Liverpool í Meistaradeildinni í gær. Fótbolti 20. október 2021 09:31
Ákall frá Cristiano Ronaldo: Okkar tími er að koma Cristiano Ronaldo sendi liðsfélögunum sem og stuðningsmönnunum Manchester United hvatningarorð á samfélagsmiðlum sínum í gær, degi fyrir mikilvægan leik á móti ítalska liðinu Atlanta í Meistaradeildinni. Enski boltinn 20. október 2021 08:01
Salah bætti tvö félagsmet Egypski knattspyrnumaðurinn Mohamed Salah varð í kvöld markahæsti leikmaður Liverpool í Meistaradeildinni frá upphafi er hann skoraði tvö mörk fyrir liðið í 3-2 sigri gegn Atlético Madrid. Hann varð einnig fyrsti leikmaðurinn í sögu félagsins til að skora í níu leikjum í röð. Fótbolti 19. október 2021 23:30
Klopp: „Gæti ekki verið meira sama um hvernig við vinnum leiki“ Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega ánægður með 3-2 sigur sinna manna gegn Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann segir að leikruinn hafi verið erfiður, en að hans menn hafi spilað vel. Fótbolti 19. október 2021 22:46
Madrídingar svöruðu fyrir tapið í seinustu umferð með stórsigri Real Madrid tapaði óvænt á heimavelli gegn Sheriff í síðasta leik í Meistaradeild Evrópu en bætti upp fyrir það með 5-0 útisigri gegn Shakhtar Donetsk í kvöld. Fótbolti 19. október 2021 21:16
Messi snéri taflinu við fyrir PSG Lionel Messi skoraði tvö mörk og tryggði PSG þar með 3-2 sigur gegn RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 19. október 2021 21:08
Salah tryggði Liverpool sigurinn í fjörugum leik Mohamed Salah er búinn að vera sjóðandi heitur upp á síðkastið, en hann skoraði tvö mörk, er Liverpool vann 3-2 sigur gegn Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 19. október 2021 20:57
Englandsmeistararnir ekki í vandræðum með Belgana Ensku meistararnir í Manchester City lentu ekki í miklum vandræðum þegar liðið heimsótti Club Brugge í Meistaradeild Evrópu í dag. City er nú í það minnsta tímabundið á toppi A-riðils eftir 5-1 sigur. Fótbolti 19. október 2021 18:42
Heldur að Lukaku verði hissa að sjá sig Sænski knattspyrnumaðurinn Martin Olsson segist eflaust eiga eftir að koma félaga sínum Romelu Lukaku á óvart á morgun því Lukaku viti ekki að Svíinn sé orðinn leikmaður Malmö. Fótbolti 19. október 2021 17:31
Tókst ekki að fá Diego Simeone til að svara gagnrýni Klopp Atletico Madrid tekur á móti Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld og blaðamann voru að reyna að veiða þjálfara spænska félagsins til skjóta til baka á þjálfara enska liðsins. Enski boltinn 19. október 2021 12:30
Þurfa „aðeins“ að glíma við Messi og Mbappé París Saint-Germain verður án Brasilíumannsins Neymar er liðið fær RB Leipzig í heimsókn í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Sá sem sér um samfélagsmiðla Leipzig-liðsins hefur grínast með að liðið þurfi þá „aðeins“ að glíma við Lionel Messi og Kylian Mbappé. Fótbolti 19. október 2021 07:01
Slúður um að Klopp vilji fá Real Madrid goðsögn til Liverpool Liverpool er orðað við stjörnuleikmann í spænsku blöðunum í morgun og þar er á ferðinni einn besti miðjumaður heims í langan tíma. Enski boltinn 15. október 2021 10:30
Öruggt hjá Bayern í Íslendingaslag Bayern München, lið Glódísar Perlu Viggósdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, tók á móti sænska liðinu Häcken sem Diljá Ýr Zomers leikur með, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Glódís Perla spilaði allan leikinn í hjarta varnar Bayern sem vann góðan 4-0 sigur. Fótbolti 14. október 2021 18:42
Sigrar hjá Kielce og Montpellier Łomża Vive Kielce og Montpellier unnu góða sigra í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Handbolti 13. október 2021 22:00
Aron skoraði tvö í naumum sigri Álaborgar Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson sneri aftur í lið Álaborgar í eins marks sigri á Meshkov Brest í Meistaradeild Evrópu í kvöld, lokatölur 34-33. Handbolti 13. október 2021 18:30
Gleymdu stjörnurnar skoruðu í æfingarleik með Barcelona Sergio Aguero opnaði markareikninginn sinn hjá Barcelona í dag í æfingarleik á móti þriðju deildarliði. Fótbolti 13. október 2021 13:48
Simeone: Ég spurði Suarez hvort Messi væri til í að koma Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid, hafði áhuga á því að fá Lionel Messi til liðsins þegar Argentínumaðurinn yfirgaf Barcelona í haust. Messi hefur sagt frá því sjálfur að mörg félög hafi forvitnast um hann. Fótbolti 13. október 2021 10:00
Sadio Mané mjög ósáttur með að markvörður Chelsea sé ekki tilnefndur Framherji Liverpool var mjög reiður fyrir hönd landa síns Édouard Mendy eftir að kom í ljós að markvörður Evrópumeistara Chelsea er ekki tilnefndur til Gullknattar Evrópu. Enski boltinn 12. október 2021 16:00
Mamma Mbappe „lekur“ fréttum af stráknum sínum í fjölmiðla Franski knattspyrnumaðurinn Kylian Mbappe er kominn í viðræður við Paris Saint-Germain um nýjan samning samkvæmt heimildum innst úr fjölskylduhringnum hans. Fótbolti 7. október 2021 09:31
Sjáðu mörkin: Harder bjargaði stigi gegn gömlu liðsfélögunum Pernille Harder kom Chelsea til bjargar gegn sínum gömlu liðsfélögum í Wolfsburg er þau mættust í Meistaradeild Evrópu í kvöld, lokatölur 3-3 í Lundúnum. Varnarleikur Chelsea var ekki upp á marga fiska í leik kvöldsins. Fótbolti 6. október 2021 22:00
Íslendingaliðin skiptu stigunum á milli sín Benfica tók á móti Bayern München í fyrstu umferð D-riðils Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hin kandadíska-íslenska Cloé Eyja Lacasse var í byrjunarliði Benfica og Glódís Perla Viggósdóttir var sömuleiðis í byrjunarliði Bayern þegar að liðin gerðu markalaust jafntefli. Fótbolti 5. október 2021 20:54
Öruggur sigur Lyon í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar Franska stórliðið Olympique Lyon vann í dag öruggan 3-0 sigur þegar að liðið heimsótti Häcken til Svíþjóðar í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 5. október 2021 18:41