Idol keppandi á von á barni Idol keppandinn Saga Matthildur Árnadóttir á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum Sigurði Reyni Rúnarssyni. Þessu greindi Saga frá á Instagram á nýársdag. Lífið 11. janúar 2023 16:50
Harry talar um bókina: Samhengisleysi, ilmvatn mömmu og kal í klofi Harry Bretaprins mætti í sitt fyrsta viðtal eftir útgáfu ævisögunnar „Spare“ eða „Varaskeifan“ í nótt. Viðtalið fór fram í kvöldþætti Stephen Colbert og talaði Harry um dauða móður sinnar, framkomu bresku pressunar og fjölskyldunnar, geðheilsu og þegar hann fékk kal á typpið. Lífið 11. janúar 2023 14:16
Selur fornfrægt leikhús í Stokkhólmi til bandaríska risans Live Entertainment Athafnamaðurinn Kristján Ra Kristjánsson, sem hefur rekið og verið eigandi að leikhúsinu Göta Lejon í Stokkhólmi allt frá árinu 2008, hefur gengið frá sölu á fyrirtækinu til dótturfélags í eigu bandaríska risans Live Nation Entertainment sem er skráð í kauphöllina í New York. Ætla má að kaupverðið sé yfir einn milljarður króna. Innherji 11. janúar 2023 13:14
RIFF í formlegt bandalag með sjö evrópskum hátíðum RIFF, Alþjóðleg Kvikmyndahátíð í Reykjavík, tekur þátt í samstarfi sjö evrópskra kvikmyndahátíða sem deila með sér þekkingu á ólíkum sviðum. Lífið 11. janúar 2023 12:14
Jennifer Coolidge fór yfir erfiðan ferilinn í tilfinningaþrunginni sigurræðu Leikkonan Jennifer Coolidge hlaut sín fyrstu Golden Globe verðlaun í gær þegar hátíðin var haldin í átttugasta skipti. Hún hefur með sanni slegið í gegn sem Tanya McQuoid í vinsælu þáttunum The White Lotus en hún hlaut einnig tilnefningu á hátíðinni í fyrra. Lífið 11. janúar 2023 12:00
Segist sár eftir að hafa horft á Tár Marin Alsop, hljómsveitarstjóri sem bent hefur verið á að geti að einhverju leyti verið fyrirmynd persónu Cate Blanchett, í kvikmyndinni Tár, segist hafa fengið áfall þegar hún heyrði fyrst af myndinni, skömmu áður en hún kom út. Bíó og sjónvarp 11. janúar 2023 11:49
„Varaskeifan“ væntanleg í verslanir í dag í Reykjavík Nýja bók Harry Bretaprins, „Varaskeifan“ kemur í stærstu verslanir Pennans Eymundsson á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta staðfestir Svanborg Þórdís Sigurðardóttir, vörustjóri erlendra bóka hjá fyrirtækinu. Menning 11. janúar 2023 11:31
Karl gantaðist með að vera ekki faðir Harry Í nýrri bók Harry bretaprins, Spare, tjáir hann sig í fyrsta sinn um þrálátan orðróm um að Karl Bretakonungur sé í raun ekki faðir Harry heldur James Hewitt, fyrrum ástmaður Díönu prinsessu og móður Harry. Lífið 11. janúar 2023 00:01
Björk treður upp á Coachella 2023 Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir mun koma fram á einni stærstu tónlistarhátíð Bandaríkjanna, Coachella í apríl. Tónlist 10. janúar 2023 21:06
Buðu pöbbum sínum í allsherjar veislu: „Pabbkviss, PabbPong og Pabbvision“ Hljómsveitin Bandmenn hélt svokallað pabbakvöld síðastliðinn föstudag þar sem hljómsveitarmeðlimir buðu pöbbum sínum í allsherjar veislu með öllu tilheyrandi. Strákarnir hafa fengið mikil viðbrögð við þessum viðburði en blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk að heyra nánar frá þessu einstaka kvöldi. Lífið 10. janúar 2023 14:01
Chanel Björk segir skilið við Kastljósið og lætur drauminn rætast Fjölmiðlakonan Chanel Björk stendur á tímamótum um þessar mundir. Blaðamaður ræddi við Chanel en hún er nýflutt til London sem hana hefur lengi dreymt um að gera. Menning 10. janúar 2023 12:31
„Alltaf verið dauðhræddur við níu til fimm pælinguna“ Tómas Geir Howser Harðarson vann hug og hjörtu landsmanna með tilfinningaríkum fagnaðarlátum í Gettu betur árið 2015 og hlaut viðurnefnið Tilfinninga-Tómas. Lífið 10. janúar 2023 11:34
Sömdu lag um vin sinn sem elskar Góða hirðinn Hljómsveitin BEEF komst í úrslit Sykurmolans, lagakeppni X977 og Orku náttúrunnar, með lagið Góði hirðirinn. Lífið samstarf 10. janúar 2023 10:28
Bókaverslanir opnuðu á miðnætti þegar Spare fór í sölu Bókaverslanir í Lundúnum opnuðu á miðnætti í nótt, þegar æviminningar Harry Bretaprins fóru í sölu. Raðir mynduðust fyrir utan verslanirnar og talsmenn keðjunnar Waterstone sögðu um að ræða eina mestu forsölu bókar síðasta áratuginn. Erlent 10. janúar 2023 07:22
Ísland með stórleik í erlendum tónlistarmyndböndum Hvað eiga Justin Bieber, Avril Lavigne, Take That, Bon Iver, Alice DeeJay og David Guetta sameiginlegt? Eflaust getur ýmislegt komið upp í hugann en hvort sem það er að taka sundsprett í Jökulsárlóni eða ráfa um Reynisfjöru þá hafa þessar stjörnur tónlistarheimsins haft áhuga á því að tengja tónlist sína við íslensku náttúruna. Tónlist 10. janúar 2023 06:01
„Núna getið þið hætt að pirra ykkur á okkur“ Birgitta Haukdal, söngkona og Idol-dómari, átti von á viðbrögðum við nýjasta þættinum í Idol og þeirri ákvörðun sem dómarar tóku í þættinum. Flottir keppendur hafi verið sendir heim fyrir átta manna úrslitin. Bíó og sjónvarp 9. janúar 2023 21:38
Óttast að eiga ekki lengur vini út af sönnu sögunum í Villibráð Tyrfingur Tyrfingsson einn handritahöfunda kvikmyndarinnar Villibráð segir að margt sannsögulegt komi fram í myndinni. Lífið 9. janúar 2023 15:45
Vonsvikinn en biður tryllta stuðningsmenn að hætta öllu skítkasti Einar Óli Ólafsson, sem sendur var heim úr Idol-inu á föstudag við litla hrifningu fjölmargra landsmanna, biður stuðningsmenn sína um að láta af skítkasti. Birgir Örn Magnússon komst áfram á kostnað Einars Óla þrátt fyrir að Bríet, einn dómara Idolsins, segði hann aldrei hafa sungið jafnilla fyrir þau. Lífið 9. janúar 2023 14:35
Bríet og Friðrik Dór: Kosmískir listamenn Á tíu til tuttugu ára fresti koma fram einstakir listamenn á sjónarsviðið ef við sem samfélag erum það lánsöm.Listamenn sem hafa eitthvað mjög sérstakt og dýrmætt með sér og snerta mann að innsta kjarna með tónlist sinni, myndlist eða öðru stórkostlegu listformi. Skoðun 9. janúar 2023 10:07
Berdreymi tilnefnd til dönsku kvikmyndaverðlaunanna Kvikmyndin Berdreymi eftir Guðmund Arnar Guðmundsson er tilnefnd til dönsku kvikmyndaverðlaunanna, Robert Prisen 2023. Lífið 9. janúar 2023 09:46
Albumm stækkar teymið sitt og er með stór plön fyrir 2023 Albumm.com býður velkomna í teymið blaðakonuna, Content creator-inn og útgefandann Álfrúnu Kolbrúnardóttur. Albumm 8. janúar 2023 12:36
Settist í sófann hjá Jimmy Fallon: „Þetta fer algjörlega í minningabankann“ Thelma Sigurhansdóttir varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að setjast í sófa þáttastjórnandans Jimmy Fallon á meðan á auglýsingahléi við upptökur á kvöldþáttunum vinsælu „The Tonight Show with Jimmy Fallon“ stóð í desember síðastliðnum. Hún segir Fallon mikinn karakter en indælan. Bíó og sjónvarp 8. janúar 2023 00:13
Með hnefana á lofti eftir Áramótaskop Ara Eldjárn Lögregla var kölluð til að Háskólabíó á tíunda tímanum í kvöld þar sem gestum á Áramótaskopi Ara Eldjárn var allt annað en hlátur í huga. Hnefar voru á lofti og greinilegt að einhverjir höfðu fengið sér í aðra tána eða rétt rúmlega það. Innlent 7. janúar 2023 23:35
Jessie J ófrísk og vill helst borða súkkulaðhúðaðar súrar gúrkur Söngkonan og Íslandsvinurinn Jessie J er orðin ófrísk eftir mikla baráttu við ófrjósemi. Tónlist 7. janúar 2023 19:14
Kvikmyndatónlist kvenna sett í sviðsljósið Laugardaginn 14.janúar verður haldinn sérstakur kvikmyndatónlistarviðburður í Bíó Paradís í samstarfi við Feminist Film Festival, Shesaid.so og Anima Productions. Tónlist 7. janúar 2023 11:00
Rapparinn Yung Nigo Drippin' með endurkomu Á miðnætti kom út platan Stjörnulífið með rapparanum Yung Nigo Drippin'. Platan markar endurkomu rapparans en hann hefur látið lítið fyrir sér fara síðustu ár. Hann hefur legið undir feldi og unnið að plötunni frá árinu 2019. Lífið 6. janúar 2023 17:30
Tónlist Hildar í tveimur myndum á lista fyrir BAFTA Tónlist tónskáldsins Hildar Guðnadóttur í kvikmyndunum Tár og Women Talking er á stuttlista fyrir BAFTA verðlaunin. Hildur hefur áður unnið BAFTA verðlaun fyrir tónlist sína auk þess sem hún hefur unnið Óskarsverðlaun, Grammy, Golden Globe og Critic‘s Choice verðlaun. Tónlist 6. janúar 2023 16:51
Avatar 2 nálgast tvo milljarða Kvikmyndin Avatar: The Way of Water eftir James Cameron halaði inn rúmum einum og hálfum milljarði dala á einungis 22 dögum í kvikmyndahúsum. Það er þrátt fyrir að myndin þyki hafa farið hægt af stað. Avatar hefur tekið fram úr Top Gun: Maverick og situr nú í tíunda sæti yfir tekjuhæstu kvikmyndir sögunnar, án tillits til verðbólgu. Bíó og sjónvarp 6. janúar 2023 11:51
Sér sjálfan sig í öðru ljósi eftir að myndin kom út „Mér skilst að menn hafi orðið mjög hrifnir af mér svo ég fór að líta á mig öðrum augum en áður. Ég hef aldrei haft mikið álit á mér,“ segir Árni Jón Árnason, sem vann hug og hjörtu þjóðarinnar í heimildarmyndinni Velkominn Árni. Lífið 6. janúar 2023 11:31
Lærði á gítar þegar hún festist í Indónesíu Auður Linda komst í úrslit í Sykurmolanum, lagakeppni X977 og Orku náttúrunnar Lífið samstarf 6. janúar 2023 08:52