Glowie hefði viljað fá ADHD greininguna miklu fyrr „Ég fékk náttúrulega greiningu ótrúlega seint,“ segir tónlistarkonan Glowie, eða Sara Pétursdóttir, um lífið með ADHD. Glowie er gestur vikunnar í þættinum Á rúntinum hér á Vísi. Lífið 16. mars 2022 16:31
Hádramatískur Bachelor lokaþáttur á Íslandi Hádramatískur tvöfaldur lokaþáttur The Bachelor sem tekinn var upp á Íslandi skildi aðdáendur þáttanna eftir gapandi yfir öllu því sem fór fram. *Höskuldarviðvörun* Í þessari frétt verður talað um það sem gerðist í þættinum og hver hefur verið valin sem næsta Bachelorette. Lífið 16. mars 2022 15:31
Hefur öðlast styrk, skilning og getu til þess að mæta tilfinningunum Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar sýninguna „Feelings served; table for one“ í dag klukkan 17:00. Sýningin er haldin í Núllinu, listagalleríi neðanjarðar á Bankastræti 0. Undanfarna daga hefur Júlíanna verið í óða önn við að breyta hráu rýminu í undraheim en blaðamaður heyrði í henni hljóðið. Menning 16. mars 2022 14:31
Indí smellur um ástina og óttann Tónlistarmaðurinn Elvar gaf í dag út lagið Heartbeat Away From Heartbreak. Lagið er kraftmikið indí popplag en textinn fjallar um óttann við að missa ástina og hamingjuna. Albumm 16. mars 2022 14:31
Skrifuðu undir samning um kaup á skemmu í Gufunesi RVK Studios hafði betur í baráttu við True North um kaup á skemmu Áburðarverksmiðjunnar við Gufunesveg 21 sem staðið hefur ónýtt í lengri tíma. Baltasar Kormákur, leikstjóri og eigandi RVK Studios, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samning þess efnis í Gufunesi í dag. Viðskipti innlent 15. mars 2022 14:00
Breyta búningunum fyrir Eurovision en ætla ekki að dansa Elín og Beta Eyþórsdætur ræddu sigurinn á Söngvakeppninni í Bítinu á Bylgjunni fyrr í dag. Þær eru á fullu að skipuleggja og æfa sig og ætla að gefa út nýja tónlist saman áður en þær fara út og eru því á leið í hljóðverið. Tónlist 15. mars 2022 13:31
Reykjavíkurdætur höfðu forystu hjá dómnefnd og almenningi fyrir einvígið Búið er að opinbera niðurstöðurnar úr öllum hlutum Söngvakeppninnar á laugardag. Í nýrri fréttatilkynningu frá RÚV kemur fram að Reykjavíkurdætur hafi verið með forystu eftir fyrri hluta keppninnar en Elín, Sigga og Beta höfðu svo afgerandi sigur í símakosningunni í einvíginu sem tryggði þeim flugmiðann til Ítalíu. Tónlist 15. mars 2022 10:36
Tónlistarmínútur með Steinari Fjeldsted – Popplög og Britpoppari! Steinar Fjeldsted hjá Albumm.is fer alla fimmtudaga yfir það helsta sem er að gerast í Íslenskri tónlist í Tónlistarmínútum hjá Ósk Gunnars á FM957. Albumm 14. mars 2022 14:30
Ekki komið til greina að birta gögn um niðurstöður á úrslitakvöldinu Ekki hefur komið til greina að birta hrágögn um niðurstöður kosninga í Söngvakeppni sjónvarpsins á úrslitakvöldinu. Von er á gögnunum annað hvort á morgun eða hinn að sögn framkvæmdastjóra keppninnar. Lífið 14. mars 2022 13:51
Stórleikarinn William Hurt látinn Bandaríski stórleikarinn William Hurt er látinn aðeins 71 árs. Lífið 13. mars 2022 23:13
Héldu sjálfar með Reykjavíkurdætrum Eyþórsdætur unnu afgerandi sigur í söngvakeppni sjónvarpsins í gær. Það kom þeim sjálfum ekki síst á óvart en þær eins og flestir höfðu gert ráð fyrir sigri Reykjavíkurdætra. Lífið 13. mars 2022 20:54
Belfast: Vandvirki svæfingameistarinn Branagh Kenneth Branagh leikstýrir og skrifar kvikmyndina Belfast, sem er sjálfsævisöguleg og segir frá hluta af æsku hans í Belfast undir lok sjöunda áratugarins. Hún er tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna, en Bíó Paradís sýnir hana þessa dagana. Gagnrýni 13. mars 2022 14:45
Engin bilun á símkerfum sem hafði áhrif á úrslitin Úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins í gærkvöldi komu mörgum á óvart en þær Eyþórsdætur lögðu Reykjavíkurdætur að velli í lokaeinvígi kvöldsins. Margir vildu kenna bilun í símkerfi um að atkvæði hafi ekki skilað sér til Reykjavíkurdætra en forsvarsmenn keppninnar vísa því á bug. Lífið 13. mars 2022 13:26
Reykjavíkurdætur þakklátar þrátt fyrir ósigur Það voru þær Sigga, Beta og Elín sem sigruðu í Söngvakeppni sjónvarpsins með laginu Með hækkandi sól í gærkvöldi. Þær systur höfðu betur eftir einvígi við Reykjavíkurdætur en þær síðarnefndu þóttu sigurstranglegastar að mati veðbanka. Reykjavíkurdætur eru þrátt fyrir það þakklátar. Lífið 13. mars 2022 11:27
RAX Augnablik: „Í gær var ég ung“ Árið 1993 heimsótti Ragnar Axelsson Síberíu í fyrsta skipti. Hann heimsótti lítið þorp í ríkinu Yakutiu í austanverðri Síberíu og heillaðist af lífinu þar. Menning 13. mars 2022 07:01
Sjáðu KALEO flytja lagið Backbone í íshelli við Breiðamerkurjökul Mosfellska hljómsveitin Kaleo sendi í gær frá sér myndband þar sem sjá má hljómsveitina flytja lagið Backbone í íshelli við Breiðarmerkurjökul. Lagið kom út á plötunni Surface Sounds á síðasta ári en um svipað leyti var myndbandið tekið upp í fimmtán stiga frosti. Lífið 12. mars 2022 22:42
Úrslitin í Söngvakeppninni: Með hækkandi sól framlag Íslands í Tórínó Sigga, Beta og Elín sigruðu í Söngvakeppni sjónvarpsins fyrr í kvöld með laginu Með hækkandi sól. Þær systur unnu einvígi við Reykjavíkurdætur en þær síðarnefndu þóttu sigurstranglegastar að mati veðbanka. Lífið 12. mars 2022 22:15
Friðrik Dór stekkur beint í fyrsta sæti íslenska listans: „Lagið Bleikur og blár varð til mjög áreynslulaust“ Söngvarinn Friðrik Dór situr í fyrsta sæti íslenska listans þessa vikuna með lagið „Bleikur og blár“. Lagið er splunkunýtt á lista en það er að finna á plötunni Dætur sem Friðrik sendi frá sér fyrr á árinu. Tónlist 12. mars 2022 16:01
Sýningargestum velkomið að koma og leika sér Sara Björg Bjarnadóttir er myndlistarkona sem ber marga aðra hatta eins og að vera landvörður, heimspekinemi og söngkona. Hún útskrifaðist með BA gráðu úr LHÍ árið 2015 og hefur búið í Kanada, á Akureyri og í Berlín en er nú orðinn Kópavogsbúi. Sara Björg stendur fyrir sýningunni „mjúk lending“ sem opnar í Ásmundarsal í dag klukkan 15:00 og eru öll velkomin. Menning 12. mars 2022 07:01
Albarn þakkar Íslendingum gestrisnina með tónleikum Haldnir voru tónleikar í öllum sölum Hörpu í kvöld og þeirra á meðal voru tónleikar íslenska ríkisborgarans Damon Albarn, sem kveðst vilja þakka Íslendingum fyrir gestrisnina með tónleikunum. Lífið 11. mars 2022 23:25
Gjörningar út úr þokunni á Listasafni Reykjavíkur Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir gjörningalistahátíð um helgina þar sem Hafnarhúsið er undirlagt af gjörningum, uppákomum og umræðum um listformið á Gjörningaþoku. Blaðamaður ræddi við Kristínu Dagmar Jóhannesdóttur verkefnastjóra Hafnarhússins. Menning 11. mars 2022 20:01
Nýtt ár, nýir tímar Lista- og menningarstofnanir gegna mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Rými listarinnar eiga að vera staðir opnir öllum þar sem fólk hefur möguleika á að eiga við og ræða mikilvæg málefni á fordómalausan máta. Skoðun 11. mars 2022 17:30
Bensol er plötusnúður mánaðarins Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins í vetur og mun hann setja saman eitt eða fleiri „mixteip“ með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega. Tónlist 11. mars 2022 17:01
Snorri Ásmundsson: „Orðið „gaman“ er svo upplífgandi, sérstaklega á okkar tímum“ Listamaðurinn Snorri Ásmundsson opnar sýninguna GAMAN Í Portfolio Gallerí, Hverfisgötu 71, á morgun, laugardaginn 12. mars. Opnunin stendur frá klukkan 16:00-18:00 og eru öll velkomin. Blaðamaður hafði samband við Snorra og fékk nánari innsýn í hans listræna heim. Menning 11. mars 2022 15:30
„Það má segja að við séum sálufélagar í lífi og list“ Rakel Björk Björnsdóttir og Garðar Borgþórsson eru að gefa út plötuna ÞAU taka Vestfirði í dag en bæði eru þau rokkarar úr Hafnarfirði sem litar samstarfið. Platan inniheldur frumsamin lög við ljóð eftir vestfirsk skáld og hefur djúpar menningarlegar rætur. Lífið 11. mars 2022 14:31
Stemning á forsýningu Allra síðustu veiðiferðarinnar Kvikmyndin Allra síðasta veiðiferðin verður frumsýnd þann 18. mars næstkomandi. Myndin er sjálfstætt framhald Síðustu veiðiferðarinnar en við frumsýndum sýnishorn úr myndinni í síðasta mánuði hér á Lífinu á Vísi. Lífið 11. mars 2022 13:31
Ekkert barnabókahandrit uppfyllti kröfur dómnefndar Barnabókaverðlaunin sem kennd eru við Guðrúnu Helgadóttur rithöfund verða ekki afhent í ár þar sem ekkert þeirra handrita sem barst dómnefnd uppfyllti kröfur nefndarinnar. Menning 11. mars 2022 11:46
Pari Stave nýr forstöðumaður Skaftfells Stjórn Skaftfells, myndlistarmiðstöðvar Austurlands, tilkynnti í gær að Pari Stave hefur verið ráðin nýr forstöðumaður. Hún tekur til starfa 1. maí næstkomandi. Menning 11. mars 2022 08:25
Brautryðjandi með hljóði sínu Alt-pop tónlistakonan OWZA (Ása Margrét Bjartmarz) var að gefa út sı́na fyrstu EP-plötu, Zzz. Með dökkum tónum, þungum bassa og áhrifum frá alt-poppi, r&b, ambience og trap, tekur ‘Zzz’ hlustandann ı́ ferðalag um að tı́na sjálfum sér, svefnlausar nætur og miskunnarlausa hegðun og á sama tı́ma býður hún þér ı́ annan heim fullan af mjúkum skýjum á fjólubláum himni. Albumm 10. mars 2022 14:32
TikTok stjarna keppir fyrir Breta í Eurovision Söngvarinn Sam Ryder verður fulltrúi Bretlands í Eurovision í ár. Sam er vinsæl TikTok stjarna og þekktur fyrir einstaklega flotta rödd. Tónlist 10. mars 2022 14:03