Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Höfundur Gráðugu lirfunnar er látinn

Bandaríski rithöfundurinn og teiknarinn Eric Carle er látinn, 91 árs að aldri. Carle skrifaði og myndskreytti rúmlega sjötíu barnabækur en er þekktastur fyrir bókina um Gráðugu lirfuna (e. The Very Hungry Caterpillar).

Menning
Fréttamynd

Fluttu verkið við gosstöðvarnar

Óháði kórinn flutti tónverkið Drunur - Lýsingar úr Kötlugosi eftir tónskáldið og dagskrárgerðarmanninn Friðrik Margrétar Guðmundsson við gosstöðvarnar í gærkvöldi og var flutningurinn tekin upp á myndband.

Lífið
Fréttamynd

Amazon kaupir MGM og James Bond

Amazon hefur gert samning um að kaupa kvikmyndaver og kvikmynda- og þáttasafn fyrirtækisins MGM. Þar með er njósnarinn frægi, James Bond, kominn í eigu auðjöfursins Jeff Bezos. MGM kostar Amazon 8,45 milljarða dala, sem samsvarar um einni billjón króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Allt fer úrskeiðis hjá konunni í glugganum

Woman in the Window átti að vera svokölluðu „prestige picture“ fyrir FOX 2000. Hér átti að hóa í mannskap sem myndi skila FOX-apparatinu Óskarstilnefningum. Svo fór því miður ekki, þar sem myndin endaði á Netflix, sem er hið nýja beint á VHS.

Gagnrýni
Fréttamynd

Unnur Ösp leikstýrir söngleik í Þjóðleikhúsinu

Unnur Ösp leikstýrir glænýjum söngleik, Sem á himni, þar sem hópur 25 leikara og tólf manna hljómsveit mun flytja fagra tónlist. Kvikmyndin sem söngleikurinn er byggður á var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin árið 2004.

Lífið
Fréttamynd

Strand­­gestir í Vestur­bænum í stríði við einka­bílinn

Hljómsveitin BSÍ sem samanstendur af Juliusi Pollux Rothlaender og Sigurlaugu Thorarensen gefur í dag út sína fyrstu stóru plötu. Í rauninni eru þetta tvær plötur í einni, því hvor hlið plötunnar hefur að geyma sinn hljóðheim og standa þær báðar sem sér útgáfa, en saman endurspegla þær breytilegan hljóm dúósins.

Tónlist