Óskarsverðlaunaleikstjóri látinn Leikstjórinn William Friedkin, sem þekktastur er fyrir að hafa leikstýrt Óskarsverðlaunamyndinni The French Connection og bíómyndinni The Exorcist, er látinn, 87 ára að aldri. Lífið 7. ágúst 2023 18:05
Eyddi formúgu fjár í Taylor Swift-miða sem voru ekki til Miðar á yfirstandandi tónleikaferðalag Taylor Swift eru illfáanlegir og rándýrir vegna endursölusíðna. Bandarísk kona sem keypti miða á 1.400 dali (um 180 þúsund íslenskra króna) uppgötvaði eftir kaupin að miðarnir voru ekki til. Erlent 7. ágúst 2023 13:54
Portúgalskur prestur þeytir skífum á næturklúbbum Portúgalskur prestur hefur leitað á ný mið til að boða ungu fólki trúnna. Hann þeytir skífum í næturklúbbum í frítíma sínum og spilaði fyrir 1,5 milljón manns í Lissabon á útihátíð á sunnudag. Lífið 7. ágúst 2023 12:25
Nikkufjör á Borg í Grímsnesi – Harmóníkuleikari á tíræðisaldri Dansinn hefur dunað alla helgina á Borg í Grímsnesi þar sem harmoníkuleikarar og þeirra fólk af öllu landinu hafa verið saman undir dillandi nikkuspili. Harmoníkuleikari á tíræðisaldri gefur ekkert eftir á hátíðinni þegar hljóðfærið er annars vegar. Innlent 6. ágúst 2023 20:30
Voru sammála um að Þjóðhátíð væri besta partý sögunnar Tónlistarmennirnir Háski og Disco Curly voru að senda frá sér lagið „Besta Partý Ever“ sem fjallar einfaldlega um alvöru partý. Lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag. Tónlist 6. ágúst 2023 17:00
Heimsfrægur barnaníðingur í lífshættu eftir stunguárás Ian Watkins, fyrrverandi söngvari velsku rokkhljómsveitarinnar Lostprophets, berst nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að þrír samfangar hans réðust á hann vopnaðir eggvopni í klefa hans í fangelsi. Hann afplánar 29 ára langan fangelsisdóm fyrir gróft barnaníð. Erlent 6. ágúst 2023 09:27
Forsetinn lét það vera að slamma og fara í pyttinn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er heiðursgestur stærstu þungarokkshátíðar heims, sem haldin er í Wacken í Þýskalandi um helgina. Innlent 5. ágúst 2023 16:46
Býður þeim sem ekki komast úr bænum á tónleika Björn Thoroddsen, einn besti gítarleikari landsins og þó víðar væri leitað, blæs til tónleika í dag og annað kvöld við gömlu höfnina í Reykjavík. Ekkert verður rukkað inn á tónleikana og markmiðið er að þeir sem ekki komast út úr bænum um helgina geti gert sér glaðan dag. Lífið 5. ágúst 2023 16:02
The Horror Of Dolores Roach: Súpa með öllu Hlaðvörp og morð er hjónaband sem nýtur mikillar velgengni þessi misserin. Það hefur ekki farið fram hjá Hollywood og skömmu eftir frumsýningu Peacock-þátta með hlaðvarpstengingu, Based on a True Story, frumsýndi Prime Video The Horror of Dolores. Þar er hlaðvarpstengingin eingöngu til málamynda, en morðin þeim mun suddalegri. Gagnrýni 5. ágúst 2023 09:31
Samkeppnin mikil en rokkararnir tryggur hópur Stjórnendur veitingastaðarins Lemmy ráðast ekki á garðinn sem hann er lægstur og bjóða nú upp á sannkallaða rokkhátíð í miðbæ Reykjavíkur á sama tíma og íbúar höfuðborgarsvæðisins yfirgefa suðvesturhornið í stórum stíl. Innlent 4. ágúst 2023 20:20
Breaking Bad stjarna látin Bandaríski leikarinn Mark Margolis er látinn, 83 ára að aldri. Margolis er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Hector Salamanca í sjónvarpsþáttaröðunum Breaking Bad og Better Call Saul. Lífið 4. ágúst 2023 17:03
Bókasafnsbók skilað 53 árum of seint Eintaki af klassísku vísindaskáldsögunni 2001: A Space Odyssey birtist á bókasafni í Scunthorpe 53 árum eftir að hún var tekin að láni. Erlent 4. ágúst 2023 16:05
Sara Péturs á von á barni Tónlistarkonan Sara Pétursdóttir, sem þekktust er undir listamannanafninu Glowie, og kærastinn Guðlaugur Andri Eyþórsson, klippari og ljósmyndari, eiga von á sínu fyrsta barni. Lífið 4. ágúst 2023 15:15
„Ég dó næstum því á Íslandi“ Bandaríski leikarinn Bowen Yang segist næstum hafa látið lífið hér á landi er hann var á hestbaki. Yang var staddur á Íslandi og var á hestbaki fyrir tökur á sjónvarpsþætti. Lífið 4. ágúst 2023 13:24
Bað gesti um vatnsgusur en brást ókvæða við Rapparinn Cardi B er laus allra mála þrátt fyrir að hafa grýtt hljóðnema í tónleikagest í Las Vegas í Bandaríkjunum. Lífið 4. ágúst 2023 12:38
Finna ekki lyf sem virka en halda í vonina Erfiðlega gengur að finna lausn á vandamálunum sem fylgja ólæknandi taugasjúkdóminum sem söngkonan Céline Dion er með. Söngkonan hefur frestað öllum tónleikum sínum vegna sjúkdómsins. Lífið 4. ágúst 2023 11:16
Almar í kassanum kominn í tjald: „Ég er staðsettur á miðri folf braut“ Gjörningalistamaðurinn Almar Atlason býr nú í tjaldi á Höfn í Hornafirði og málar landslagsmyndir af mikilli elju. Er þetta gert til þess að minnast þess að Ásgrímur Jónsson málaði þarna fyrir 111 árum síðan. Lífið 3. ágúst 2023 20:38
Umtöluð mynd um barnarán sýnd í Sambíóunum Umdeilda bandaríska spennumyndin Sound of Freedom verður sýnd í Sambíóunum í ágústmánuði. Bíó og sjónvarp 3. ágúst 2023 16:25
Forseti Íslands á leið í drulluna í Wacken Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, heldur á morgun til Þýskalands þar sem hann er heiðursgestur á tónlistarhátíðinni Wacken Open Air sem fram fer dagana 2.–5. ágúst. Mikið úrhelli hefur gert tónleikagestum erfitt um vik enda hluti tónleikasvæðisins orðinn að drullusvaði. Innlent 3. ágúst 2023 14:37
Sound of Freedom: Óvæntur smellur byggir á umdeildum grunni Bandaríska kvikmyndin Sound of Freedom hefur aflað meiri tekna en stórmyndir eins og Mission Impossible – Dead Reckoning Part One og The Flash. Kvikmyndin var frumsýnd þann 4. júlí en síðan þá hefur hún halað inn nærri því 150 milljónum dala. Framleiðsla hennar er sögð hafa kostað einungis tæpar fimmtán milljónir. Bíó og sjónvarp 3. ágúst 2023 14:03
Lizzo segir ásakanir um fitusmánun vera ósannar Bandaríska tónlistarkonan Melissa Viviane Jefferson, betur þekkt sem Lizzo, segir ásakanir sem settar voru fram af þremur fyrrverandi dönsurum hennar vera ósannar. Ásakanirnar snúa meðal annars að meintri kynferðislegri áreitni, fitusmánun og fjandsamlegu vinnuumhverfi. Lífið 3. ágúst 2023 13:21
Innipúkar eiga von á góðu Það verður nóg um að vera um land allt um verslunarmannahelgina. Þeir sem ætla að halda sig í höfuðborginni og vera svokallaðir Innipúkar eiga líka von á góðu. Lífið 3. ágúst 2023 12:14
Sambandsslit stjörnupars skekja tónlistarheiminn Tónlistarkonan Rosalía og reggaeton-söngvarinn Rauw Alejandro hafa slitið trúlofun sinni og eru hætt saman eftir þriggja ára samband. Fregnirnar eru áfall fyrir heim latíntónlistar enda eru þau bæði risastjörnur innan hans. Lífið 2. ágúst 2023 15:36
Spænskur landsliðsmaður þeytir skífum ber að ofan í stofunni heima Borja Iglesias, framherja Real Betis og spænska landsliðsins í fótbolta, er fleira til lista lagt en að skora mörk. Hann er nefnilega vinsæll plötusnúður. Fótbolti 2. ágúst 2023 15:30
Lizzo sökuð um áreitni og fitusmánun Þrír dansarar hafa höfðað mál gegn poppstjörnunni Lizzo vegna ásakana sem snúa að kynferðislegri áreitni, fitusmánun og því að hafa búið til fjandsamlegt vinnuumhverfi. Lífið 2. ágúst 2023 10:59
Mála Dalvíkurbyggð bleika í anda Barbie-æðisins Barbie-æðið sem nýlega hefur gert hefur vart við sig um heim allan er svo sannarlega komið til Dalvíkurbyggðar. Íbúar og gestir hafa orðið varir við bleikt skraut og bleika gangstétt víða um Dalvík, Árskógssand og Hauganes. Lífið 2. ágúst 2023 10:38
Acox: Sótti innblástur í Drake í sínum fyrstu lögum Kristófer Acox hefur haft í nægu að snúast undanfarna mánuði á meðan körfuboltadeildin hér heima er í fríi. Á dögunum opinberaði hann óvænta hlið á sér er hann gaf út smáskífuna Bjartar nætur undir listamannsnafninu Acox. Tónlist 2. ágúst 2023 09:01
Stjörnur úr Söngvakeppninni saman í stúdíó Diljá Pétursdóttir og vestfirska hljómsveitin Celebs eru í hljóðveri þessa dagana að leggja lokahönd á nýtt lag. Lagið verður gefið út þarnæsta mánudag, 14. ágúst. Tónlist 1. ágúst 2023 20:31
Uppskeran Þessi pistill er tileinkaður minningu Sinéad O´Connor og hugrekki hennar að segja sannleikann.Öll sjáum við árangur í mismunandi ljósi. Það sem þú kallar velgengni gæti litið allt öðruvísi út fyrir mig. Skoðun 1. ágúst 2023 20:00
Mexíkóskt fylki bannar söngtexta sem innihalda kvenfyrirlitningu Yfirvöld í Chihuahua-fylki í Norðvestur-Mexíkó hafa bannað lifandi flutning tónlistarmanna á söngtextum sem hvetja til ofbeldis gagnvart konum. Erlent 1. ágúst 2023 13:53