Miami í úrslitin annað árið í röð - Boston-liðið bensínslaust í lokin Miami Heat er komið í úrslitaeinvígið um NBA-titilinn eftir 13 stiga sigur á Boston Celtics, 101-88, í oddaleik í Miami í nótt í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar. Miami mætir Oklahoma City Thunder í lokaúrslitunum og fyrsti leikurinn er á þriðjudagskvöldið. Körfubolti 10. júní 2012 09:00
Sjötti leikur Heat og Celtics jafnaði áhorfsmet - oddaleikurinn í kvöld Miami Heat og Boston Celtics mætast í kvöld í sjöunda leik í úrslitum Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta og sigurvegari leiksins tryggir sér sæti í lokaúrslitunum á móti Oklahoma City Thunder. Leikurinn hefst klukkan hálf eitt og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Körfubolti 9. júní 2012 22:30
LeBron í tveggja manna hóp með Wilt Chamberlain LeBron James átti ekkert venjulegt kvöld í gær þegar Miami Heat tryggði sér oddaleik á móti Boston Celtics með 19 stiga stórsigri í Boston, 98-79, en tap hefði þýtt sumarfrí fyrir James og félaga og aurskriðu af harðri gagnrýni á James sjálfan. Körfubolti 8. júní 2012 19:45
LeBron sjóðandi heitur og oddaleikur framundan í Miami LeBron James bauð upp á eins manns sýningu í 98-79 sigri Miami Heat á Boston Celtics í Boston í sjötta leik liðanna í úrslitum austurdeildar NBA í nótt. LeBron skoraði 45 stig og liðsmenn Boston áttu engin svör. Körfubolti 8. júní 2012 08:43
Oklahoma í úrslit eftir fjórða sigurinn í röð Oklahoma City Thunder tryggði sér í nótt sigur í vesturdeild NBA-körfuboltans og um leið sæti í úrslitaeinvíginu með 107-99 heimasigri á San Antonio Spurs. Oklahoma vann einvígið gegn San Antonio 4-2. Körfubolti 7. júní 2012 08:37
Boston í kjörstöðu eftir sigur í Miami Boston Celtics vann dýrmætan 94-90 útisigur á Miami Heat í úrslitum austurdeildar NBA-körfuboltans í nótt. Boston leiðir í einvíginu 3-2 og þarf aðeins einn sigur til að tryggja sér sæti í úrslitum. Körfubolti 6. júní 2012 09:13
Bosh gæti spilað með Miami í nótt Það er ansi mikið undir í nótt þegar leikur fimm hjá Miami Heat og Boston Celtics fer fram. Staðan í einvíginu er jöfn, 2-2. Miami vann fyrstu tvo leikina en Boston vann tvo næstu sem ekki margir áttu von á. Körfubolti 5. júní 2012 23:45
Oklahoma í kjörstöðu eftir sigur í San Antonio Oklahoma City Thunder vann 108-103 sigur á San Antonio Spurs í fimmta leik liðanna í úrslitum vesturdeildar NBA-körfuboltans í nótt. Oklahoma leiðir í einvíginu 3-2 en þetta var þriðji sigur liðsins í röð. Körfubolti 5. júní 2012 11:25
Boston jafnaði metin gegn Miami með sigri í framlengdum leik Dwyane Wade hitti ekki úr þriggja skoti á síðustu sekúndu framlengingar í fjórðu viðureign Boston Celtics og Miami Heat í nótt. Boston hafði sigur 93-91 og jafnaði metin í einvígi liðanna sem nú stendur 2-2. Körfubolti 4. júní 2012 08:55
Wade býst við svörum hjá Spoelstra Dwyane Wade hefur sett pressu á þjálfara Miami Heat fyrir fjórða leik Heat og Boston Celtics í úrslitum Austurstrandar NBA körfuboltans sem hefst í nótt klukkan hálf eitt og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Wade ætlast til að Erik Spoelstra finni svör við batnandi leik Boston Celtics. Körfubolti 3. júní 2012 22:45
Oklahoma búið að jafna gegn Spurs Strákarnir í Oklahoma City eru heldur betur ekki búnir og hafa unnið síðustu tvo leiki gegn San Antonio og eru búnir að jafna einvígið, 2-2, í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar. Oklahoma vann í nótt, 109-103. Körfubolti 3. júní 2012 11:10
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fylkir 8-0 FH tyllti sér á topp Pepsi deildarinnar eftir flottan 8-0 sigur á Fylki í Kaplakrika. Heimamenn réðu lögum og lofum á vellinum og virtust skora að vild gegn andlausum Fylkismönnum. Íslenski boltinn 2. júní 2012 00:01
Oklahoma stöðvaði 20 leikja sigurgöngu Spurs Með bakið upp við vegginn drógu leikmenn Oklahoma fram sparihliðarnar og hreinlega völtuðu yfir San Antonio Spurs, 102-82, og minnkuðu þar með muninn í einvígi liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA í 2-1. Körfubolti 1. júní 2012 08:59
Ótrúleg frammistaða Rondo dugði ekki til fyrir Boston Miami Heat er komið í 2-0 í einvíginu gegn Boston Celtics í úrslitum Austurdeildar NBA eftir dramatískan sigur, 115-111, í framlengdum leik í nótt. Körfubolti 31. maí 2012 08:59
Del Negro verður áfram með Clippers Forráðamenn LA Clippers hafa staðfest að Vinny del Negro verði áfram þjálfari félagsins næsta vetur. Del Negro náði besta árangri í sögu félagsins með liðið í vetur. Körfubolti 30. maí 2012 16:00
Spurs óstöðvandi | Leiðir einvígið gegn Oklahoma 2-0 Það er ekkert lát á góðu gengi San Antonio Spurs en liðið vann í nótt sinn 20. leik í röð og náði um leið 2-0 forystu í einvígi sínu gegn Oklahoma Thunder í úrslitum Vesturdeildar NBA. Lokatölur í nótt 120-111. Körfubolti 30. maí 2012 08:58
Duncan ætlar aldrei að fara frá Spurs Tim Duncan segir það ekki koma til greina að fara frá San Antonio Spurs í sumar þó svo hann verði þá með lausan samning hjá félaginu. Körfubolti 29. maí 2012 16:45
Gasol spenntur fyrir Bulls Það spá því margir að Pau Gasol fari frá LA Lakers í sumar og samkvæmt blaðamönnum í Chicago þá hefur Gasol mikinn áhuga á því að spila með Bulls. Körfubolti 29. maí 2012 14:30
Boston réð ekki við James og Wade Miami Heat er komið með forystu í einvígi sínu gegn Boston Celtics í úrslitum Austurdeildar NBA. Heat vann öruggan sigur, 79-93, í fyrsta leik liðanna í nótt. Körfubolti 29. maí 2012 09:35
NBA: Sigurganga San Antonio heldur áfram | 19 sigurleikir í röð Sigurganga San Antonio Spurs í úrslitakeppni NBA deildarinnar heldur áfram. Í nótt hafði San Antonio betur gegn Oklahoma City Thunder, 101-99, í fyrstu viðureigninni i úrslitum Vesturdeildar. Argentínumaðurinn Manu Ginobili var stigahæstur í liði San Antonio með 26 stig og þar af skoraði hann 11 stig í fjórða leikhluta. Körfubolti 28. maí 2012 08:15
Boston lagði Philadelphia í oddaleiknum Boston Celtics tryggði sér í nótt sæti í úrslitum austurdeildar NBA-körfuboltans eftir tíu stiga sigur á Philadelphi 76ers í oddaleik í Boston. Körfubolti 27. maí 2012 11:55
Kobe Bryant í liði ársins í tíunda skiptið á ferlinum Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers, var valinn í lið ársins í NBA-deildinni í tíunda sinn á ferlinum en hann er í hópi fimm bestu leikmanna deildarinnar að mati blaðamanna sem skrifa um NBA-deildina. Með Bryant í úrvalsliðinu eru þeir LeBron James, Kevin Durant, Chris Paul og Dwight Howard. Körfubolti 25. maí 2012 19:15
Miami Heat í úrslit Austurdeildar | Wade fór á kostum Miami Heat leikur til úrslita í Austurdeild NBA deildarinnar í körfuknattleik eftir 105- 93 sigur gegn Indiana Pacers á útivelli. Þetta var fjórði sigurleikur Miami Heat í einvíginu gegn Indiana Pacers en rimman endaði 4-2. Miami mætir sigurliðinu úr viðureign Boston Celtics og Philadelphia 76‘ers en þau lið mætast í oddaleik um hvort liðið kemst í úrslit Austurdeildar. Körfubolti 25. maí 2012 09:00
NBA í nótt: Philadelphia knúði fram oddaleik Philadelphia heldur áfram að gera það gott í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en liðið vann í nótt mikilvægan sigur á Boston. Körfubolti 24. maí 2012 09:19
NBA í nótt: Öruggur sigur Miami Miami er komið í 3-2 forystu í einvígi sínu gegn Indiana í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 23. maí 2012 09:30
Skotbardagi eftir leik Thunder og Lakers Allt varð vitlaust nærri íþróttahöllinni í Oklahoma á sama tíma og áhorfendur voru að yfirgefa svæðið eftir leik Thunder og LA Lakers. Körfubolti 22. maí 2012 21:30
NBA í nótt: Oklahoma sló út Lakers Oklahoma City heldur áfram að gera það gott í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en liðið tryggði sér í nótt sæti í lokaúrslitum Vesturdeildarinnar með því að slá LA Lakers úr leik. Körfubolti 22. maí 2012 09:37
San Antonio í úrslit Vesturdeildar | LeBron James fór á kostum LeBron James fór á kostum í liði Miami Heat í gær þegar liðið lagði Indian í undanúrslitum Austurdeildarinn í NBA deildinni í körfuknattleik 101-93. James, sem á dögunum var valinn besti leikmaður deildarinnar, skoraði 40 stig, tók 18 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. San Antonio Spurs landaði fjórða sigrinum gegn LA Clippers í undanúrslitum Vesturdeildar, 102-99, og er liðið komið í úrslit Vesturdeildar. Körfubolti 21. maí 2012 09:24
NBA: Miami Heat jafnar einvígið gegn Indiana | James og Wade fóru á kostum Lebron James og Dwyane Wade hafa fengið á sig töluverða gagnrýni að undanförnu og þá sérstaklega sá síðarnefndi. Í kvöld voru þeir báðir heldur betur mættir til leiks og fóru fyrir sínum mönnum í Miami Heat þegar liðið bar sigur úr býtum, 101-93, gegn Indiana Pacers í fjórða leik liðanna í undan úrslitum Austurdeildarinnar. Staðan er því 2-2 í einvíginu. Körfubolti 20. maí 2012 23:00
NBA: Los Angeles liðin misstu bæði niður góða forystu Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt og eftir hana eru bæði Los Angeles liðin aðeins einu tapi frá því að detta út. San Antonio Spurs hélt sigurgöngu sinni áfram og er komið í 3-0 á móti Los Angeles Clippers og Oklahoma City Thunder er 3-1 yfir á móti Los Angeles Lakers eftir endurkomusigur í æsispennandi leik í LA. Körfubolti 20. maí 2012 11:00